Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
KALT ÚTI
Ryco-1509 Olíufylltur
2000W rafmagnsofn
m/termo stillingum og
yfirhitavörn 9 þilja
8.990
Ryco-2006T Rafmagns-
þilofn Turbo með yfirhita-
vari 3 stillingar 2000w
4.990
Rafmagnshita-
blásari 2Kw 1 fasa
6.890
Rafmagnshita-
blásari 2Kw
1.990
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
INDUSTRIAL GRADE
Rafmagnshita-
blásari 3Kw 1 fasa
8.890
Rafmagnshita-
blásari 5Kw 3 fasa
12.830
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Nokkurt úrval er af gagnvirkum leikföngum ætluðum
börnum sem tengjast netinu á einhvern hátt og ný
norsk úttekt sýnir að tvær gerðir þessara leikfanga
uppfylla ekki kröfur um öryggi og
persónuvernd. Forstjóri Neyt-
endastofu segir að með tilkomu
gagnvirkra leikfanga sé fyllsta
ástæða til að endurskoða þann stað-
al sem lagður er á leikföng.
Norska neytendastofnunin
(Forbrukerrådet) skoðaði nýlega
notendaskilmála og tæknilega eig-
inleika tveggja gagnvirkra leikfanga
sem eru dúkkan My Friend Cayla
og vélmennið i-Que. Niðurstaðan
var að þau uppfylltu ekki evrópskar
kröfur um neytendavernd, öryggi
og persónuvernd.
Samkvæmt upplýsingum frá
leikfangaverslunarkeðjunni
Toys R’Us hafa þessi leik-
föng ekki verið seld í versl-
unum keðjunnar hér á
landi.
Þessi tvö tilteknu leik-
föng, líkt og mörg önnur
gagnvirk leikföng, eru
hönnuð þannig að börn
geta átt við þau samskipti með
innbyggðum hljóðnemum og radd-
greiningartækni. Barnið gæti
þannig gefið upp ýmsar við-
kvæmar upplýsingar. Í tilviki
þessara tveggja leikfanga eru
allar upplýsingar sem þau nema
fluttar til bandarísks fyrirtækis sem áskilur sér rétt
til að deila þeim með þriðja aðila.
Persónuvernd greinir frá niðurstöðum norsku at-
hugunarinnar á vefsíðu sinni undir fyrirsögninni
„Leikföng sem tengjast netinu brjóta á réttindum
barna.“ Meðal þess sem athugunin leiddi í ljós var að
utanaðkomandi aðilar geta auðveldlega náð stjórn á
leikföngunum með því að nota snjallsíma og þannig
hlusta á og eiga samskipti við börnin sem leika sér
með þau. Þá sýndi athugunin að markaðssetningar-
efni er forritað í leikföngin þannig að þau auglýsa
ýmsar vörur.
Ný tækni – nýjar áskoranir
Neytendastofa fer með markaðseftirlit með leik-
föngum hér á landi og Tryggvi Axelsson, forstjóri
hennar, segir að hann hafi sent fyrirspurn um málið
til norsku neytendastofnunarinnar. Þau svör hafi bor-
ist að beðið hafi verið um yfirlýsingu frá framleið-
anda og innflytjanda leikfanganna í Nor-
egi um að leikföngin uppfylli evrópska
leikfangastaðla.
Að sögn Tryggva er fyrirhugað á
næstunni að Neytendastofa skoði
virkni gagnvirkra leikfanga í sam-
starfi við Persónuvernd.
„Leikfangastaðallinn tekur
fyrst og fremst til öryggis
vöru, t.d. að hlutar leik-
fanga losni ekki af o.s.frv.,“
segir Tryggvi. „En nú er
tæknin komin á það stig að
það gæti þurft að endurskoða
þennan staðal. Hann nær ekki til
misnotkunar á upplýsingum
eins og norska athugunin sýn-
ir. En með nýrri tækni koma
nýjar áskoranir.“
Gagnvirk leikföng eru
sögð geta verið varasöm
Tryggvi
Axelsson
Leikföngin deila upplýsingum um börn og auglýsa vöru
Á síðasta fundi Þingvallanefndar
var tekið neikvætt í hugmynd um
byggingu stórs veitingahúss við
Gjábakka á Þingvöllum. Á fund-
inum var lagt fram erindi frá Herði
Rögnvaldssyni, Sigurði Garðars-
syni og Þorgeiri Jónssyni þar sem
þeir óskuðu eftir lóð og aðstöðu í
landi Þingvallaþjóðgarðs til rekst-
urs veitingahúss við Gjábakka. Í
fundargerð kemur fram að hug-
mynd þeirra hafi verið að byggja
veglegt veitingahús fyrir allt að
1200 manns, ásamt bílastæðum og
salernisaðstöðu. Ríkið myndi eign-
ast húsið á umsömdum tíma en þre-
menningarnir hefðu afnotarétt af
eigninni í ákveðinn tíma.
Þingvallanefnd taldi hugmynd-
irnar áhugaverðar en að þær féllu
ekki að gildandi stefnumótun þjóð-
garðsins. aij@mbl.is
Vilja reisa stóran veitingastað við Gjábakka
Það var gaman á snjóþotunni hjá þessum ungu piltum í
Hljómskálagarðinum í gær. Í dag, Þorláksmessu, verða
veðrabrigði þegar djúp lægð fer til norðurs fyrir aust-
an land. Varar Veðurstofan við stormi og stórhríð aust-
anlands, fyrst á Austurlandi og síðan á Norðurlandi.
Spáð er norðaustan- og síðar norðanátt, allt að 23 m/s
um landið austanvert. Sunnan undir Vatnajökli, frá
Lómagnúpi og austur á Berufjörð, verða hviður 35-45
m/s frá hádegi og fram á kvöld. Veður mun síðan
ganga niður í fyrramálið og verða nokkuð skaplegt
fram á aðfangadagskvöld. Norðan til á landinu verður
snjókoma eða él en lægir smám saman og dregur úr úr-
komu. Á jóladag verður hvöss norðanátt, úrkomulítið
sunnanlands, annars snjókoma en rigning eða slydda
við austurströndina. Á mánudag, annan í jólum, verður
suðlæg átt og víða él, snjókoma fram eftir degi norð-
austanlands. Slydda eða snjókoma verða á Suður- og
Vesturlandi að kvöldi mánudags.
Kærkominn snjór á aðventunni kætir ungu kynslóðina
Morgunblaðið/Eggert
Stormviðvörun í dag en stefnir
í skaplegt veður yfir hátíðirnar
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Kjóll kom inn á borð yfirskatta-
nefndar nýverið vegna deilna toll-
stjóra og kjólaeigandans um aðflutn-
ingsgjöld af kjólnum. Kjóla-
eigandinn keypti kjól í versluninni
Allsaints í Seattle í Bandaríkjunum
á ferðalagi þar í landi í fyrra. Kjóll-
inn var ekki til í réttri stærð í versl-
uninni og því bauðst afgreiðslumað-
urinn til að láta senda kjól í réttri
stærð á hótelið næsta dag. Vegna
mistaka verslunarinnar barst kjóll-
inn ekki á tilskildum tíma og kaup-
andinn floginn heim til Íslands.
Kjóllinn kom á hótelið daginn eftir
og bauðst starfsmaður þar til að
senda hann til Íslands.
Þegar kjóllinn kom til landsins var
eigandanum gert að greiða um
25.000 kr. í aðflutningsgjöld til þess
að geta leyst kjólinn úr tolli. Aðflutn-
ingsgjöldin voru svo felld niður á
þeim grundvelli að um viðskila far-
angur væri að ræða. Þremur dögum
síðar var kjóleigandinn, sem var þá
búinn að fara í veislu í kjólnum, kraf-
inn um aðflutningsgjöld af tollstjóra
með afturvirkum hætti þrátt fyrir að
vera búinn að leysa kjólinn úr tolli án
gjalda. Kjóleigandinn gat ekki skilað
kjólnum og fór fram á að ákvörðun
tollstjóra yrði endurskoðuð. Toll-
stjóri neitaði því og fór fram á að
álagning aðflutningsgjalda vegna
kjólsins stæði því kjóllinn gæti ekki
fallið undir ákvæði um tollfrjálsan
farangur sem hefði orðið viðskila við
eigandann því kjóleigandinn hefði
aldrei haft kjólinn í sinni vörslu.
Yfirskattanefnd úrskurðaði kjól-
eigandanum í vil, m.a vegna þess að
tollstjóri gaf honum hvorki kost á að
tjá sig um málið áður en til afturköll-
unar kom né tilkynnti með form-
legum hætti um hina umdeildu
ákvörðun tollstjóra.
„Samkvæmt framansögðu verður
að telja að verulegir annmarkar hafi
verið á málsmeðferð tollstjóra í máli
þessu. Er því óhjákvæmilegt að fella
hina kærðu ákvörðun tollstjóra um
endurálagningu aðflutningsgjalda úr
gildi,“ segir í úrskurðaorðum yfir-
skattanefndar.
Kjóladeila hjá
yfirskattanefnd
Krafinn um afturvirk gjöld eftir
að þau höfðu verið felld úr gildi
AFP
Kjóll Ekki kemur fram í úrskurð-
inum hvernig kjól deilan snerist um.