Morgunblaðið - 23.12.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
Starfsfólk Eignamiðlunar
S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s
virði, um tíu milljónum á að giska.
Báðir höfnuðu tilboðunum.
Í framhaldinu var gert annað til-
boð sem var enn hærra. Þeir vita ekki
til þess að neinn hafi samþykkt til-
boðið. „Við nágrannarnir höfum rætt
saman okkar í milli. Sumum finnst
þetta óþægilegur tími þar sem þetta
er skömmu fyrir jól og okkur er gef-
inn frestur til að svara seinna tilboð-
inu til áramóta,“ segir annar húseig-
andinn.
Báðir segja að fyrra tilboðið hafi
verið skriflegt en hið síðara munn-
legt. Annar eigandinn efast stórlega
um að hann muni selja en hinn segir
að það komi alltaf að þeim tímapunkti
að ekki verði hægt að hafna tilboðinu.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist
ekki í Baldvin Ómar Magnússon hjá
fasteignasölunni Húseign.
anna sé sá að auka byggingarmagn á
umræddum lóðum. Hann segir dæmi
um að hús í gamla bænum hafi verið
rifin og þar byggt aftur með auknu
byggingarmagni. Gjarnan tvíbýli eða
fjórbýli. Hann segir að bæði ein-
staklingar og verktakar hafi staðið að
þeim kaupum. Birgir segist ekki vita
til þess að áður hafi komið fram fjár-
festir sem hyggist kaupa margar fast-
eignir á sama reit líkt og nú.
Morgunblaðið ræddi við tvo eig-
endur fasteigna á umræddum stöð-
um sem vildu ekki láta geta nafn síns.
Annar við Háveg og hinn við Skóla-
tröð. „Hér kom sölumaður á fast-
eignasölu sem gekk í hús í götunni
með bunka af kauptilboðum,“ segir
annar eigandinn. Báðir segja að boðið
hafi verið undirritað af fasteignasöl-
unni Húseign og ríflega yfir markaðs-
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Íbúar í Traðarhverfi í gamla bænum í
Kópavogi, við Háveg, Álftröð og
Skólatröð, hafa undanfarið fengið
kauptilboð í fasteignir sínar frá fast-
eignasölunni Húseign.
Tveir eigendur fasteigna í hverfinu
sem Morgunblaðið ræddi við, en vildu
ekki koma fram undir nafni, segjast
báðir hafa hafnað tilboðum sem eru
um 10-15 milljónum yfir fasteigna-
mati og langt yfir markaðsvirði. Báðir
eru með í höndunum enn hærra tilboð
sem þeim gefst færi á að svara til ára-
móta.
Tilgangurinn að byggja stærra
Í öllum tilfellum er um að ræða ein-
býlishúsaeignir á stórum lóðum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ
er ekkert deiliskipulag til fyrir lóð-
irnar. „Það er ekki til deiliskipulag að
þessu og það er svo víða í gamla bæn-
um í Kópavogi eins og er víða um
landið í eldri hverfum,“ segir Birgir
Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri
Kópavogsbæjar.
Spurður hvort gera megi ráð fyrir
því að hægt sé að auka bygg-
ingarmagn á lóðunum þá segir Birgir
ljóst að til þess að svo verði þurfi að
koma til deiliskipulagsbreyting. „Það
yrði þá að taka með í reikninginn
hvort þar yrði minniháttar eða meiri-
háttar breyting. Mín tilfinning er sú
að þetta yrði meiriháttar breyting á
skipulagi. Það þyrfti þá að auglýsa
hana,“ segir Birgir.
Hann segir ljóst að tilgangur kaup-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hávegur Íbúar við þrjár götur í Traðarhverfi í Kópavogi hafa fengið tilboð yfir markaðsvirði í fasteignir sínar.
Gekk í hús með „bunka
af kauptilboðum“
Langt yfir markaðsvirði Hafa til áramóta að svara
Digranesvegur
M
en
nt
as
kó
lin
n
í K
óp
av
og
i
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
ÁL
FA
TR
ÖÐ
HÁVEGUR
SK
ÓL
AT
RÖ
Ð
Eftirsótt svæði í Kópavogi
Skýrar reglur vantar um skyldur
og úrræði lækna í málum þar sem
þeir telja einstaklinga ekki uppfylla
heilbrigðisskilyrði til ökuréttinda.
Þetta segja sérfræðilæknar við
Landspítalann sem ekki vilja koma
fram undir nafni. „Þetta eru við-
kvæm mál gagnvart sjúklingum.“
Í frétt Morgunblaðsins í fyrradag
var haft eftir landlækni að emb-
ættið gæfi ekki út sérstakar leið-
beiningar í tengslum við mat á heil-
brigðisskilyrðum til ökuréttinda. Í
kjölfarið bárust embættinu fyrir-
spurnir um málið en samkvæmt
upplýsingum frá sérfræðilæknum
er óljóst hvernig læknum ber að
taka á málum þar sem þeim þykir
ástæða til að ætla að skírteinishafi
fullnægi ekki heilbrigðisskilyrðum.
Í höndum sjúklinganna
Að sögn læknanna er staðan sú í
dag að þeir tilkynna sjálfum sjúk-
lingunum um mat sitt ef þeir telja
að viðkomandi fullnægi ekki skil-
yrðum en ekki er ljóst hvort og hve-
nær þeim ber skylda til að tilkynna
slíkt til lögreglu eða annarra eftir-
litsaðila. Í flestum tilfellum er það
því sjúklinganna að ákveða hvort
þeir fylgja mati lækna en ekki eru
allir tilbúnir að hætta akstri enda
er málið viðkvæmt fyrir marga.
Þá telur einn læknanna sem
Morgunblaðið ræddi við að skýrari
reglur um málaflokkinn væru einn-
ig til þess fallnar að tryggja al-
menningi að mat lækna á uppfyll-
ingu heilbrigðisskilyrða væri virt.
Erla Björgvinsdóttir, aðstoðar-
maður landlæknis, staðfesti í sam-
tali við Morgunblaðið að embættinu
hefði borist fyrirspurn um leiðbein-
ingar í þessum málum. Segir hún að
verið sé að fara yfir stöðuna og að
málið verði lagt fyrir á fundi í byrj-
un janúar. „Þar verður þetta tekið
fyrir og skoðað.“
Vilja leiðbeiningar
um framfylgni
heilbrigðisskilyrða
Læknar segja þörf á skýrari reglum
um heilbrigðisskilyrði til ökuréttinda
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umferð Heilbrigðiskröfum til öku-
réttinda er ekki framfylgt nógu vel
Strætó bs. hefur lagt til við Reykja-
víkurborg að gerð verði ný strætó-
biðstöð við Elliðaárvog sem kæmi í
stað stöðvarinnar við Ártún. Að-
stæður við stöðina í Ártúni þykja
erfiðar til skiptingar og farþegar
geta þurft að bíða lengi eftir vögn-
um.
„Hugmyndin er að gera stöðina
meira aðlaðandi fyrir farþega í
framtíðinni með því að færa hana í
Elliðaárvog. Þetta er tillaga frá okk-
ur en það er Reykjavíkurborg sem
ákveður hvort hún kemur til fram-
kvæmda eða ekki,“ segir Ástríður
Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og
reksturs Strætó bs. Nýja skiptistöð-
in við Elliðaárvog yrði sem næst
mislægum gatnamótum Miklubraut-
ar/Vesturlandsvegar og Sæbrautar/
Reykjanesbrautar þannig að vagnar
þyrftu ekki að fara of mikið úr leið
til að komast inn á stöðina. Mark-
miðið með henni er að tengja betur
saman leiðir sem fara í vestur- og
austurátt annars vegar og norður-
og suðurátt hins vegar.
Eins og staðan er í dag þurfa far-
þegar oft að ganga í stiga eða
brekku undir brúna í Ártúni upp
hinum megin til að skipta milli
vagna auk þess sem leiðirnar eru
ekki tímastilltar saman sín í hvora
áttina. Ástandið við skiptistöðina
getur verið sérstaklega hvimleitt
þegar hálka er á götum þar sem
stigarnir og brekkurnar geta verið
sleip og erfið yfirferðar.
Með breytingunni væri hægt að
leggja af og sameina nokkrar leiðir
Strætó auk þess sem stöðin auðveld-
ar farþegum skiptingar milli leiða.
Sem fyrr segir tekur borgin ákvörð-
un um það hvort farið verði í fram-
kvæmdir en tillagan hefur verið
send skipulagsráði borgarinnar.
Þá hefur Strætó bs. fest kaup á
fjórum nýjum rafmagnsvögnum sem
fara líklega í umferð í vor. Nú stend-
ur yfir útboðsferli en vonast er til að
hægt verði að festa kaup á allt að
átta nýjum vögnum árið 2017. Elstu
vagnarnir sem nú eru í umferð eru
allt að 18 ára gamlir, keyrðir um 1,2
milljónir kílómetra og afar óhag-
kvæmir í rekstri. kristinedda@mbl.is
Vilja láta færa skiptistöð Strætó
Strætó bs. vill leggja niður skiptistöð við Ártún Tillaga um nýja skiptistöð við Elliðaárvog sem
leysa mun stöðina við Ártún af hólmi Reykjavíkurborg tekur ákvörðun um framhaldið
Tillaga að nýrri skiptistöð
SÆ
BR
AU
T
MIKLABRAUT Loftmyndir ehf
Hugsanleg
staðsetning
nýrrar skipti-
stöðvar