Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þegar Wibke Bruhns var sexára gömul, sumarið 1944,var faðir hennar, HansGeorg Klamroth, foringi í þýsku leyniþjónustunni, tekinn af lífi vegna aðildar sinnar að samsæri um að myrða Adolf Hitler. 35 árum síðar kom hún heim til sín örþreytt eftir ferð til Ísraels að undirbúa búferlaflutninga til Jerú- salem. Heima beið hennar mynd- bandsspóla með sjónvarpsþætti um samsærið sem tekin hafði verið upp fyrir hana á meðan hún var fjarver- andi. Í inngangi að bókinni Land föð- ur míns, lýsir hún því hvernig það var að sjá föður hennar birtast á sjónvarpsskjánum: „Ég sé mig fyrir mér sitjandi þarna agndofa. Þá voru 35 ár liðin, eitt andartak í sögunni. Fyrir 35 árum – þá var faðir minn 45 ára, tæpum fimm árum eldri en ég sem sat nú í þessum sófa í Ham- borg.“ Í kjölfar þessarar upplifunar áttaði Bruhns sig á því að hún vissi í raun ekkert um föður sinn og ein- setti sér að kynnast honum. Afrakst- urinn er einmitt áðurnefnd bók, Land föður míns, sem kom út í Þýskalandi 2004, vakti mikla athygli og varð metsölubók. Fyrir stuttu kom hún svo út á íslensku í þýðingu Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur. Íslendingasagnakeimur í frásögninni Vilborg segir þýðinguna þannig til komna að vinkona hennar hafi fært henni bókina að gjöf fyrir sex árum. „Ég er sagnfræðingur, doktor í sagnfræði frá háskólanum í Mainz og veit alveg hvar skórinn kreppir í Háskóla Íslands; þar er geysileg engilsaxnesk og skandínavísk slag- síða og þeir sem koma frá Þýska- landi eiga svolítið erfitt uppdráttar. Þegar ég las bókina hugsaði ég því með mér: Þessi bók getur komið ekki bara almenningi að gagni, held- ur líka verið ítarefni fyrir sagn- fræðinema í háskólanum og víðar.“ – – Bókin er skemmtilega skrifuð og stíllinn blátt áfram. „Já, Wibke Bruhns er hálf- dönsk, amma hennar var dönsk, og kannski svolítið öðruvísi tungutak hjá fólki sem talar dönsku. Þjóð- verjar eiga það til að vera dálítið mærðarfullir, en hún er gjörsamlega laus við það. Það er svolítill Íslend- ingasagnakeimur í frásögninni og ég sá að hún myndi henta mínu málfari svo vel. Svo gat ég ekki óskað þessu samfélagi betri bókar. Ég tók sjálf próf í stjórnmálafræði hjá prófessor sem kenndi um rætur nasismans og mér hefur alltaf verið umhugsunar- efni hvernig svona mikil menning- arþjóð skyldi lenda í þessum hremmingum, sérstaklega þegar Saga sem er nauð- synlegt að segja Faðir Wibke Bruhns var tekinn af lífi fyrir tilræði við Adolf Hitler þegar hún var sex ára. Í bók sem hún skrifaði til að kynnast föður sínum er sögð saga almennra borgara á örlagatíma. Þýðandinn Vilborg Auður Ísleifsdóttur, sagnfræðingur, kveðst ekki geta óskað íslensku samfélagi betri bókar – sagan komi öllum við. Höfundurinn Wibke Bruhns kafaði ofan í fortíðina og fann mikið af ómetanlegum heimildum, m.a. dagbækur, sendibréf og ljósmyndir. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hef bæði lesið og raulað fyrir börnin mín í gegnum tíðina. Ég gríp oft til söngsins en ég er agalegur með hvað ég kann lítið af textum, þetta verður oft óttalegt bull hjá mér, ég klifa jafnvel í sífellu á einhverju einu orði, enda má þetta ekki vera of spennandi texti, þá sofna þau ekki,“ segir Jón Ólafsson tónlistarmaður og hlær, en hann sér um undirleik í nýút- kominni bók, Vögguvísurnar okkar, sem inniheldur ekki aðeins vísur heldur líka áfastan tónspilara. Jón segir að meðvitað hafi verið lagt upp með að hafa ekki einvörðungu sömu vögguvísur í bókinni og finna má á plötum eða í öðrum bókum, og því var hugtakið vögguvísa víkkað að- eins og í bókina rötuðu lög eins og Tvær stjörnur, eftir Megas og Líttu sérhvert sólarlag, eftir Braga Valdi- mar Skúlason. „Fólk á að geta sungið falleg lög fyrir börnin sín fyrir svefninn án þess að textinn innihaldi endilega einhverja Jón Ólafsson segir gæðastundir með börnum skipta miklu „Þetta þarf líka að vera skemmtilegt fyrir foreldrana“ Morgunblaðið/Eggert Feðgar Jón og sonur hans Kári Kolbeinn, 7 ára, skoða saman bókina góðu. Ein ég sit og sauma, inni ílitlu húsi... kunniði ekkitextann? Enginn kemurað sjá mig, nema litla músin. Einmitt. Það er nefnilega mús í mínu húsi. Sú hefur hlotið nafngift- ina Músi litli og við fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum með þetta. Hann ákvað á einhverjum tímapunkti að flytja inn til okkar en gleymdi þó að láta okkur vita af því fyrr en í síðustu viku þegar hann vakti húsfrúna með kröftugu krafsi einhvers staðar í svefnherberginu. Ókei, þú, kæri les- andi, ert eflaust kominn með hroll upp mænuna en höldum aðeins áfram. Pínum okkur. Naska húsfrúin áttaði sig strax á því, þó milli svefns og vöku, hver væri að valda þessum látum. Fyrst var tal- ið að Músi litli væri milli þilja en seinna kom í ljós að svo var ekki. Herre gud. Húsfrúin reyndi að festa svefn aftur því ég meina, hvað átti hún að gera? Berja bóndann á fætur og fara að veiða pínulitla mús um miðja nótt á brókunum? Hún gæti verið hvar sem er! Daginn eftir var vöngum velt um þetta dular- fulla mál, var mig að dreyma? Það gæti svo sem verið, ég hafði fengið mér rauðvíns- dreitil kvöldið áður, kem- ur fyrir besta fólk. En þegar nánar var athugað fannst smá sag- hrúga hjá dyrunum að fataherberginu. Þetta var staðfest. Vei. Músi litli hefur líklega hreiðrað um sig þar inni, í kasmír- peysum eða einhverju öðru notalegu. Ég myndi að minnsta kosti gera það. Tímasetn- ingin er auðvitað algjört gúrm, svona rétt fyrir jólin. Næstu dagar fóru í að setja upp gildrur, rýna í rykið bak við sófa, kafa í alla króka og kima, undir og ofan á hinu og þessu til að koma auga á músaskít hér og þar. Húsfrúin er nemligt þekkt fyrir að hafa sterkt lyktarskyn, góða sjón (með gleraugunum auðvitað) og tek- ur eftir ótrúlegustu smáatriðum. Músaskíturinn fór stækkandi, byrjaði lítill inni í fataherbergi og aðeins stærri bak við sófa, orðinn veglegur undir stig- anum og ferlíki úti í bílskúr sem er innangengur af heim- ilinu. Þar náðist svo bless- uð músin viku seinna, en ég ræð ekki við þá tilfinn- ingu að það gæti mögu- lega verið önnur á vappi. Ég verð þá bara tilbúin með lítið matarstell fyrir Músa litla junior á að- fangadag. Gleðileg jól! »Músi litli hefur líklegahreiðrað um sig þar inni, í kasmírpeysum eða einhverju öðru notalegu. Ég myndi að minnsta kosti gera það. Tímasetningin er auðvitað algjört gúrm, svona rétt fyrir jólin. Heimur Gunnþórunnar Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Jólasveinarnir eru flestir komnir til byggða og hefur Þjóð- minjasafnið verið fyrsti viðkomustaður þeirra í borginni þar sem þeir hafa mætt stundvíslega kl. 11. Eins og endranær kemur Ketkrókur á Þorláksmessu og Kertasníkir á aðfanga- dag. Árið 1998 bauð safnið hinum alvöru íslensku jólasveinum í fyrsta skipti formlega í heimsókn fyrir jólin og síðan hafa þeir verið fastagestir í desember. Fyrir nokkrum árum fengu þeir nýjan alklæðnað frá hvirfli til ilja, úr vaðmáli, grænum flóka og íslenskri ull. Þess má geta að safnið er sérstaklega opið kl. 11- 12 á aðfangadag vegna komu Kertasníkis. Endilega … Jólasveinn Í fínum fötum. … takið vel á móti Ketkróki og Kertasníki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.