Morgunblaðið - 23.12.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 23.12.2016, Síða 13
Morgunblaðið/Ófeigur Þýðandinn Vilborg Auður hefur oft hugleitt hvers vegna svona mikil menningarþjóð lenti í þessum hremmingum. maður frétti af útrýmingarbúð- unum. Þetta er náttúrlega algerlega óskiljanlegt nema setja það í sam- ræmi sem Bruhns gerir í bókinni,“ segir Vilborg og nefnir að snar þátt- ur í því hve bókin er vel heppnuð sé hve Bruhns byrji söguna snemma, því sagan af Hans Georg Klamroth hefst um aldamótin þarsíðustu, ekki löngu áður en fyrri heimsstyrjöldin hefst. „Sagnfræðingar eru margir líka farnir að ræða um heimsstyrj- aldirnar saman, tala um annað 30 ára stríðið,“ segir Vilborg og vísar þá til styrjaldarinnar í Mið-Evrópu frá 1618 til 1648. „Síðari heimsstyrj- öldin er þá síðari lotan í þessu hræðilega stríði, þessu fyrsta iðn- aðarstríði.“ Þegar Þjóðverjar bylta sér „Þessi saga kemur okkur svolít- ið við: þegar Þjóðverjar hafa bylt sér þá hafa alltaf orðið miklar breyt- ingar hér á Íslandi og þetta er mitt framlag til að skýra fyrir fólki hvernig þessi ósköp komust af stað og tengist þessum furðulega hern- aðaranda. Þegar þú lest þessa bók spyrðu: hvað voru þessir ungu menn að gera? Þeir voru ekki í íþróttafélögum, þeir voru alltaf í ein- hverjum regíment- um, þetta voru allt- saman blekkingar og menn lifðu í þessum blekk- ingum.“ – Eitt af því sem mér finnst merkilegt við bókina er að þegar löngu ætti að vera ljóst að stríðið var tapað héldu Klamroth og félagar hans að Þjóðverjar væru að fara að vinna þetta stríð. „Ég á þýska tengdamóður og hún sagði nú: Það sló á okkur þögn þegar lýst var yfir stríði vegna þess að við vissum frá fyrra stríði hvað það þýddi. Og svo sló óskaplegri þögn á mannskapinn þegar þeir réð- ust inn í Rússland. Menn vissu að það væri ekki hægt fyrir svona litla þjóð, þó að Þjóðverjar hafi þá verið 80 milljónir, að vinna tvíhliða stríð. Þessu er lýst mjög vel í bókinni.“ Saga á mörgum hæðum – Sá Hans Georg Klamroth sem birtist bókinni er ekki viðkunnanleg persóna. „Hann er skíthæll að sumu leyti. Wibke Bruhns lá á sófa hjá sál- fræðingi í tuttugu ár áður en hún lagði í þetta verk og hún hefur sjálf- sagt aflað sér mikilla óvinsælda inn- an fjölskyldunnar. Ég efa það að systkini hennar hafi talað við hana eftir að bókin kom út. Þetta var geysilega mikið afrek hjá henni því það eru þúsundir, ef ekki hundruð þúsunda fjölskyldna, sem eru í áþekkri stöðu í Þýskalandi, það er svo mikill draugagangur þar útaf þessu stríði, það eru svo margir sem eiga við þetta að glíma.“ Land föður míns er sögð frá sjónarhorni almennra borgara sem margir féllu fyrir nasismanum eins og Hans Georg Klamroth og Elsa, foreldrar Wibke Bruhns, en aðrir eru nánast áhorfendur og á endanum fórnarlömb. Vilborg segir að hún sé ekki síst sögð frá sjón- arhorni Elsu „og segir frá því hvernig konur urðu að fúnkera alveg sama hvernig þeim leið. Það má segja að þetta sé saga á mörgum hæðum: saga þess- ara stríðsára, saga venju- legra fjölskyldna sem sog- uðust inn í þessa geðveiki, og svo saga þessa manns sem gekk af heilu hjarta inn í þessa geðveiki. Svo er þetta saga þessarar konu og fjölskyldunnar, saga sem aldrei er sögð en er svo nauð- synlegt að segja.“ Saga þýskrar fjölskyldu Hvers vegna urðu foreldra hennar nasistar? Hvernig var að vera Þjóðverji á nasistatímum? Í bókinni leitar Wibke Bruhns svara við þessum spurningum og mörgum fleiri. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 hvatningu til að fara að sofa. Þetta þarf líka að vera skemmti- legt fyrir foreldrana, að syngja og spreyta sig. Við Tómas Her- mannsson hjá út- gáfufélaginu Sögum ákváðum í samein- ingu hvaða lög og textar færu í bókina, en hann á alfarið hug- myndina að þessu metnaðarfulla verki. Ég tók það að mér með glöðu geði að sjá um undurleikinn, það er mikið lagt í þessa bók.“ Þegar Jón er spurður að því hvort hann haldi að foreldrar séu hættir að syngja fyrir börnin sín fyrir svefninn, svarar hann því til að það sé eflaust mjög freistandi fyrir marga foreldra að sleppa auðveld- lega frá hlutunum. „Með tilkomu spjald- tölva og annarra sambærilegra tækja er auðvelt að koma sér undan því að lesa fyrir þau eða syngja, það er einfalt að finna myndbönd á netinu þar sem fólk les sögur. Ekki að það sé alslæmt, en þá vantar þessa nánd og samveru. Í rólegheitunum rétt fyr- ir svefninn er kærkomið tækifæri til að eiga saman gæðastund. Að lesa fyrir og með börnum sínum er eitt það mikilvægasta sem við foreldrar gerum með börnunum okkar, svo þau verði að almennilegu fólki,“ segir Jón sem er fimm barna faðir. Litríkt Úlfur Logason sá um að myndskreyta bókina með vatnslitamyndum. Áfastur tónspilari er á bókinni. Á sjónvarpinu lá myndbandssnælda. Ég ýtti henni í grandaleysi inn í spilarann. Þarna stendur faðir minn fyrir Þjóðar- dómstólnum. Hann stendur þarna tein- réttur en dauðans dapur í allt of stórum fötum. Hann stendur þarna þögull í stuttu myndskeiði, meðan dómarinn, Rol- and Freisler, æpir og fer hamförum. Ég sé mig fyrir mér sitjandi þarna agndofa. Þá voru 35 ár liðin, eitt andartak í sögunni. Fyrir 35 árum - þá var faðir minn 45 ára, tæpum fimm árum eldri en ég sem sat nú á þessum sófa í Hamborg. Líf hans og vonir, allt var liðið undir lok. Megnið af Þýskalandi var í rúst. Stríðið var tapað, jafnvel þótt það drægist á langinn eitt þjáningarárið í viðbót. Veröld þess fólks, sem þá lifði, var liðin undir lok. BROT ÚR BÓKARKAFLA 1944 Hans Georg Klamroth alvarlegur fyrir réttinum. Dauðans dapur í of stórum fötum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Mikið úrval af hunda- og kattarúmum á góðu verði – fyrir dýrin þín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.