Morgunblaðið - 23.12.2016, Side 14

Morgunblaðið - 23.12.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 EITT ER VÍST: ALNO FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2016 63 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipulagsstofnun telur tilefni til að endurskoða áform Landsvirkjunar um uppbyggingu Búrfellslundar, 200 MW vindorkuvers við Búrfell. „Niðurstöður um mikil umhverfis- áhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur land- svæði henta betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi. Þá kann að vera tilefni til að skoða hvort um- fangsminni uppbygging á betur við á þessu svæði, bæði hvað varðar hæð og fjölda vindmylla,“ segir m.a. í frétt Skipulagsstofnunar um álit hennar vegna mats á umhverfisáhrifum Búr- fellslundar. Búrfellslundur yrði í hópi stærstu virkjana landsins. Engin sambærileg vindorkuver eru til á Íslandi. Vind- orkuver af því umfangi sem hér um ræðir fæli í sér „algjört nýmæli hvað varðar skipulag og mat á umhverfis- áhrifum í íslensku umhverfi.“ Svæðið á stærð við Mývatn Verkefnið felst í því að reisa 58-67 vindmyllur, allt að 150 metra háar, á 33-40 km2 svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 m hár, vindmyllurnar sem nú standa við Búrfell eru 77 m háar og tvær vind- myllur í Þykkvabæ eru 74 m háar. Svæðið sem gert er ráð fyrir að há- reistar vindmyllur þeki er á stærð við Mývatn. „Þannig verður um að ræða ein stærstu og sýnilegustu mannvirki á miðhálendinu til þessa, sem munu skera sig meira úr umhverfinu en stærstu mannvirki sem fyrir eru,“ segir Skipulagsstofnun. Stofnunin kemst að þeirri niður- stöðu að fyrirhugað vindorkuver við Búrfell sé líklegt „til að hafa veruleg áhrif á landslag og víðerni auk ferða- þjónustu og útivistar.“ Tekið er fram að áhrifamatið sé háð óvissu því full- nægjandi greining á áhrifum fram- kvæmdarinnar á landslag og víðerni liggi ekki fyrir. Þess vegna ríkir óvissa um áhrif á ferðaþjónustu og útivist. Þá telur stofnunin þörf á frek- ari skoðun á áhrifum framkvæmdar- innar á fuglalíf. Áhrif á þætti eins og hljóðvist, gróður, jarðmyndanir og menningarminjar eru almennt talin óveruleg, nema á og næst fram- kvæmdasvæðinu. Þar muni nokkurra neikvæðra áhrifa gæta vegna rasks á landi og hljóðmengunar. Framkvæmdin er í biðflokki tillögu að rammaáætlun og fellur illa að áherslum Landsskipulagsstefnu 2015-2026 á vernd víðerna og lands- lagsheilda, að sögn Skipulagsstofn- unar. Ekki hefur verið gert ráð fyrir vindorkuverinu í skipulagsáætlunum viðkomandi sveitarfélaga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Búrfell Landsvirkjun er með áform um að reisa 58-67 allt að 150 metra háar vindmyllur á 33-40 km2 svæði. Áform um vindmyllur verði endurskoðuð  Skipulagsstofnun skilar áliti um vindorkuver við Búrfell „Staðan er óviðunandi fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir í yfirlýsingu samninganefndar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) sem birt var í gær. Samninganefndin lagði til við Samband íslenskra sveitarfélaga 20. desember hugmynd um skamm- tímasamning og eingreiðslu til að höggva á þann hnút sem kjara- viðræðurnar hafa verið í en samn- ingar hafa verið lausir nú í fjórtán mánuði. „Samtal aðila síðustu daga hefur litlum árangri skilað,“ segir jafn- framt í yfirlýsingunni og að von- brigði séu að sveitarfélögin og Reykjavík komi ekki meira til móts við félagið og bindi enda á ástandið. Morgunblaðið/Hallur Már Óviðunandi staða í kjaraviðræðum FT Kúabændur mega auka mjólkur- framleiðslu sína um 5,9% á komandi ári frá því sem var í ár. Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga hef- ur ákveðið að greiðslumarkið fyrir árið 2017 fari upp í 144 milljónir lítra, úr 136 milljónum lítra á þessu ári. Þá hækkar framleiðsluskyldan úr 80% af greiðslumarki í 90%, en framleiðsluskyldan er notuð til að ýta undir eða letja framleiðsluna. Neysluspár gera ráð fyrir aukinni mjólkurvöruneyslu á næsta ári og er hækkunin byggð á þeim. Arnar Árnason, formaður Lands- sambands kúabænda (LK), segir þetta mjög jákvæðar fréttir fyrir kúabændur. „Auðvitað eru ein- hverjir í þeim sporum að vera með fjósin sín full nú þegar og ráða ekki við framleiðsluaukningu. Þá kemur til innlausnaskyldu ríkisins, en ríkið kaupir þá greiðslumarkið sem ekki næst að fylla upp í á fyrirfram ákveðnu verði og selur strax á sama verði til bónda sem óskar eftir því og getur framleitt meira,“ segir Arnar. Sinna markaðinum vel Greiðslumarkið var 140 milljón lítrar árið 2015, fór niður í 136 árið á eftir og nú upp í 144. Arnar segir slíkar sveiflur geta verið kúabænd- um erfiðar þar sem framleiðsluferill þeirra er svo langur, draga megi úr framleiðslunni snögglega með því að fella gripi en meira mál sé að bæta við gripum og auka þannig fram- leiðsluna, það taki tvö ár frá því kvígukálfur fæðist þar til hann er orðinn að mjólkurkú. Arnar segir þessar sveiflur að mestu vera út af neyslunni en nú sé verið að sérsníða sérstakt spámódel til að hægt verði að áætla með nákvæmari hætti um framtíðina. „Það er verið að finna betri leið til að áætla þetta. Þessar sveiflur eru óviðunandi bæði fyrir bændur og iðnaðinn því samkvæmt búvörulögum er markaðsráðandi af- urðarstöð í mjólkuriðnaði skylt að taka við allri mjólk sem er fram- leidd,“ segir Arnar. Hann hefur ekki áhyggjur af því að ekki náist að framleiða upp í greiðslumarkið. „Á þessu ári ná kúabændur að framleiða um 151 milljón lítra, en það voru raddir hér uppi fyrir þrem- ur árum síðan sem sögðu að það væri fræðilega vonlaust að framleiða 150 milljón lítra með íslenska kúa- kyninu. Við sýndum fram á annað og meðalnytin í landinu er enn á mjög hraðri uppleið. Ég hef ekki áhyggjur af að við verðum fyrir mjólkurskorti en við þurfum að nýta alla aðstöðu og alla gripi til að sinna markað- inum, en okkar eina markmið er að sinna innanlandsmarkaðinum vel.“ ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kýr og kálfur Búist er við aukinni neyslu mjólkurafurða á næsta ári. Mjólkurfram- leiðsla má aukast  Gert ráð fyrir aukinni neyslu 2017 „Nú þegar mati á umhverfis- áhrifum fyrsta vindorkuvers á Íslandi er lokið er eðlilegt að dreginn sé af því lærdómur. Landsvirkjun mun nýta sér þá þekkingu og reynslu sem fram hafa komið í ferlinu til frekari þróunar og undirbúnings vind- orku á Íslandi,“ segir í frétta- tilkynningu Landsvirkjunar. Þar segir að skilyrði við Búr- fell séu hagstæð fyrir vind- orkuver. Þar eru sex vatnsafls- virkjanir og net háspennulína ásamt tilheyrandi innviðum. Í matsskýrslunni voru skoðuð heildaráhrif af 200 MW vind- lundi þar sem uppbygging færi fram í smærri áföngum. „Með því móti fengist mat á áhrifum vindmylla á svæðinu áður en endanlega stærð vindlundar væri ákveðin,“ segir Lands- virkjun og bendir á að fram- kvæmdirnar séu afturkræfar. Draga lærdóm af LANDSVIRKJUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.