Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hið skelfilegahryðjuverkí Berlín, þar sem vörubíl var vísvitandi ekið inn í mannfjölda á jóla- markaði, er einungis hið nýjasta í röð ódæðisverka, sem sett hafa svip sinn á árið 2016. Flest þeirra, þó ekki öll, hafa átt það sameiginlegt að þeir sem þau frömdu hafa haft bein eða óbein tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Viðbrögð lögreglunnar í Þýskalandi við hryðjuverkinu hafa sætt gagnrýni, en hún handtók fyrst ungan hælis- leitanda, sem sagður var hafa komið frá Pakistan eða Afganistan, en sem var alls ótengdur verknaðnum. Fljótt beindist þó kastljósið að öðrum meintum geranda, að þessu sinni ungum hælisleitanda frá Túnis, Anis Amri að nafni. Það að nafni hans var ljóstrað upp við fjölmiðla bendir til þess að lögreglan telji sig hafa næg sönnunargögn til þess að tengja Amri við glæpinn, einkum þau að blóðsýni og fingraför hafa fundist á vettvangi, auk þess sem skjöl tengd Amri voru skilin eftir í vörubílnum. Þá mun Amri tengjast ýmsum öfgahópum. Það varð þó eingöngu til þess að draga annars konar gagnrýni að stjórnvöldum. Amri hefur nefnilega velkst um í kerfinu í Þýskalandi, og átti að vera búið að senda hann úr landi fyrr í sumar. Það dróst því að Amri hafði „týnt“ vegabréfinu sínu, og bárust viðhlítandi gögn frá Tún- is ekki fyrr en á miðvikudaginn, eða tveimur dögum eftir voða- verkið í Berlín. Þá virðist sem ónóg samskipti milli leyniþjónustu og lögreglu Þýska- lands hafi leyft Amri að leika lausum hala. Allt hefur þetta dregið at- hyglina enn og aftur að innflytj- endastefnu stjórnvalda. Hefur ekki allt verið þar málefnalegt. Markus Pretzell, Evrópuþing- maður Alternative für Deutsc- hland, AfD, lét til dæmis hafa eftir sér á samfélagsmiðlum að hinir látnu í Berlín væru í raun fórnarlömb Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Þó að Pretzell hlyti mikla og réttmæta gagnrýni fyrir hin ósmekklegu ummæli sín, sýna þau hversu mikil spenna ríkir í Þýskalandi í kjölfar ódæðisins. Merkel hafði tekist að miklu leyti að vængstýfa gagnrýni á sig og stefnu sína í þessum mála- flokki og bentu kannanir til þess að vinsældir hennar væru aftur að aukast í Þýskalandi eftir erf- itt ár. Það flækir stöðuna að kosið verður til ríkisþingsins næsta haust. Augljósar sögulegar ástæður hafa hingað til orðið til þess að draga úr stuðningi við AfD, en þó má hafa í huga að pó- púlískar hreyfingar hafa náð að vinna ýmsa óvænta sigra á síð- ustu misserum. Verði áframhald á voðaverkum í Þýskalandi, sem rekja má til íslamskra öfga- manna, gæti AfD staðið með pálmann í höndunum eftir kosn- ingarnar. Verði sú niðurstaðan geta hinir hefðbundnu flokkar engu kennt um öðru en eigin sinnuleysi. Ódæðisverkið í Berl- ín dregur athygli að innflytjendamálum} Viðbrögðin gagnrýnd Morðið á AndreiKarlov, sendiherra Rúss- lands í Tyrklandi, vakti þegar í stað mikinn óhug víða um heim. Voru það kannski ekki síst aðstæðurnar, þar sem Rússar og Tyrkir hafa ekki beinlínis átt sjö dagana sæla saman, sem vöktu ótta um að nú myndi hugsanlega fara af stað atburðarás sem endað gæti með ósköpum. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða raunin, heldur hefur ódæðið, sem greinilega var ætlað að setja fleyg á milli Rússa og Tyrkja, fremur orðið til þess að bæta samskipti þeirra. Skipti þar mestu að Re- cep Tayyip Erdogan Tyrklands- forseti og Vladímír Pútín Rúss- landsforseti heyrðust í síma fljótlega eftir verknaðinn og samþykkti Erdogan að Rússar myndu eiga stóran hlut í rann- sókn morðsins, og þá einkum því hvort morðinginn, Mevlut Mert Altintas, hafi verið einn að verki, eða hvort hann hafi átt sér bakhjarla. Fróðlegt verður að fylgjast með af- leiðingum þessa fólskuverks á kom- andi vikum, sér í lagi þar sem Tyrkir og Rússar hafa stutt hvorir sinn aðilann í borg- arastríðinu í Sýrlandi. Gæti það vel farið svo að morðið á Karlov yrði til þess að ýta undir vopna- hlé þar. Á hinn bóginn má einnig lesa úr enskumælandi fjöl- miðlum áhyggjur um að sam- skipti Erdogans og Pútíns verði of náin. Byggir sá ótti einkum á tvennu. Í fyrsta lagi því að Er- dogan muni nýta sér bætt sam- skipti og þegjandi samþykki Rússa til þess að halda Kúrdum innan Sýrlands niðri, nú þegar borgarastríðið virðist vera á síð- asta snúningi. Þá er óttast að Pútín muni reyna að gera Tyrki enn meira afhuga veru sinni í Atlantshafsbandalaginu og nýta bætt samskipti ríkjanna til þess að veikja varnarsamstarfið. Slíkar áhyggjur eru þó senni- lega ótímabærar, og vonandi með öllu óþarfar. Afleiðingar morðs- ins á sendiherra Rússa eru ekki fylli- lega fyrirsjáanlegar} Fólskuverk Á hverju ári, þegar líður að jólum og ég sæki jólaskrautskassana í bílskúrinn, finnst mér eins og ég hafi pakkað skrautinu niður dag- inn áður. Og á hverju ári, þegar ég pakka skrautinu niður eftir jólin, hugsa ég: hvernig verður lífið þegar ég opna þessa kassa aftur eftir ár? Hvað skyldi hafa gerst í millitíð- inni? Jólin eru ein af þessum vörðum eða áfanga- stöðum í lífinu sem maður gengur fram á, eins og á hressandi gönguferð, og staldrar þar við um stund til að taka stöðuna. Er ég að ganga í rétta átt, hvert er ég annars að fara? Hvert langar mig til að fara? Í jólaskrautskössunum mínum er býsna skrautlegt samansafn og líklega myndi fátt af því sem þeir hafa að geyma standast þær út- litskröfur sem settar eru fram á lífsstílsvefsíðunum og -blöðunum þar sem allt á helst að vera í sama lit og í stíl. Í hitteðfyrra var svart jólaskraut í tísku og í fyrra var tísku- liturinn fjólublár. Eða var það öfugt? Á allt að vera hvítt, silfurlitt eða kannski gyllt? Einhvers staðar las ég að kop- ar væri tískuliturinn í jólaskrauti í ár. Ég held til dæmis að útsaumuð jólabjalla úr striga, troð- in út með bómull eða einhverju öðru fylliefni (já, svona voru verkefnin í handmennt á 9. áratug síðustu aldar) myndi seint rata á síður lífsstílstímarits. Saumaskapur hefur aldrei verið meðal sterkustu hliða undirritaðrar (fremur en aðrar kvenlegar dyggðir) og bjallan minnir því á flest annað en fagra jólabjöllu. Reyndar hafa dónar haft á orði að lögun hennar minni á getn- aðarlim og hefur hún verið uppspretta nokk- urra óprúttinna brandara í gegnum tíðina. Annað jólaskraut sem ég held mikið upp á, sem líklega yrði seint til umfjöllunar í lífsstíls- tímariti, er sítróna úr pappamassa. Þetta er eina sítrónujólaskrautið sem ég hef nokkurn tímann séð. Hverjum datt annars í hug að tengja sítrónu við jólin? Reyndar er sá mögu- leiki fyrir hendi að pappírssítrónan hafi verið framleidd í einhverjum allt öðrum tilgangi en að hanga á jólatré og að hún hafi, hugsanlega vegna þess að þröngt var í búi og fátt um skraut, verið dubbuð upp í hlutverk jólaskrauts. Ég mun aldrei komast að því, vegna þess að hún var í eigu ömmu minnar sem er látin. Svo eru það allar gersemarnar sem dætur mínar hafa gert í gegnum árin. Svartur jólaköttur úr pappír, útmakaður í glimmeri sem önnur þeirra gerði af list á leikskóla og gaf foreldrum sínum stolt í jólagjöf. Jólatré úr grænmáluðum klósettrúllum með bómull- arsnjó, jólastjörnur úr pappír, rammskakkt klipptar af bústnum barnshöndum. Af hverju sér maður aldrei svona jólaskraut í tímaritum og blöðum? En hvaða máli skiptir það annars? Fólk á að halda þau jól sem það vill og eru þeim heilög, sagði Davíð Þór Jóns- son, prestur í Laugarneskirkju, í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni. Þessu er ég hjartanlega sammála. annalilja@mbl.is Jólasítróna og dónaleg jólabjalla Pistill Anna Lilja Þórisdóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talsvert er um að börn ogunglingar leiti til umboðs-manns barna með spurn-ingar um snjallsímanotkun í skólum og hvort starfsfólki skóla sé heimilt að taka símana af þeim. Kennsluráðgjafi í spjaldtölvuverk- efni Kópavogsbæjar segir mikilvægt að nemendur og starfsfólk skólanna komi saman að því að setja reglur um hvernig notkun nemenda á snjalltækjum í skólum skuli háttað. Boð og bönn hafi lítil áhrif. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og umboðsmaður barna hvetja nú til þess að allir grunn- og framhalds- skólar setji skýrar reglur um notkun barna á eigin snjalltækjum í skóla- starfi. „Við höfum fengið fjölmörg mál sem varða þetta. Börn leita talsvert til okkar vegna atvika sem hafa komið upp sem snerta notkun snjall- tækja,“ segir Margrét María Sig- urðardóttir, umboðsmaður barna. „Mörg spyrja hvort það sé í lagi að starfsfólk skólanna taki snjallsímana þeirra af þeim með valdi. Það má ekki gera; það er brot á réttindum barna. Barn getur aftur á móti valið að afhenda einhverjum símann sinn. En ef barnið vill ekki gera það, þá þarf að grípa til þeirra viðurlaga sem skólareglur í viðkomandi skóla bjóða upp á og þær reglur þurfa að vera skýrar. Þess vegna erum við, í samstarfi við ráðuneytið, að hvetja til þess að skólar setji sér reglur um notkun barna á eigin snjalltækjum.“ Persónuupplýsingar í símum Margrét María bendir á að snjallsímar séu verðmæt tæki, þeir geti vel kostað á annað hundrað þús- und krónur og eigendum þeirra sé skiljanlega ekki vel við að afhenda tækið. Þá geymi símarnir gjarnan miklar upplýsingar um einkalíf barnanna sem þau vilji gæta. „Í mörgum skólum er sátt um hvernig á að standa að þessu,“ segir Margrét María. „En ég held að það sé alveg vonlaus barátta að ætla að banna nemendum að nota eigin snjalltæki í skólum.“ Sigurður Haukur Gíslason er kennsluráðgjafi í spjaldtölvuverk- efni Kópavogsbæjar, en allir nem- endur í 5. - 10. bekkjum grunnskóla vogi býðst að kaupa spjaldtölvuna sem þau fá til afnota, en hún verður ekki þeirra eign að fullu fyrr en við lok grunnskóla. „Þangað til er tækið í eigu skólans og tilgangurinn er m.a. að skólinn geti þannig haft stjórn á notkun þess,“ segir hann. Sigurður segir snjalltækjabann í skólum enga lausn. „Ég hef heyrt ýmsar útgáfur af slíkum boðum og bönnum. En hvaða ráðum getur skóli beitt sem bannar nemendum að vera með snjallsíma? Fram- kvæma líkamsleit á hverjum morgni?“ Í þessu sambandi er traust lykilatriðið að mati Sigurðar: „Eina leiðin er að kenna krökkunum að nota tæknina með ábyrgum hætti. Rannsóknir sýna að það er besta leiðin.“ Segja vonlaust að banna snjallsíma Getty Images/iStockphoto Snjallsímar Mennta- og menningarmálaráðuneytið og umboðsmaður barna hvetja grunn- og framhaldsskóla til að setja reglur um notkun snjallsíma. Sigurður segir nokkuð algengt að kennarar séu með kassa í skólastofum sem nemendur setja símana sína í. „Það hef ég aldrei skilið. Nemendur gætu vel verið með annan síma á sér. Mörgum er illa við að láta aðra fá símana sína því þeir geyma svo mikið af upplýsingum og svo eru þetta oft mjög dýr tæki. Á kennarinn að taka ábyrgð á 20 snjallsímum?“ Hann nefnir dæmi um kennara sem fór með nemendur sína í fjöruferð og geymdi síma þeirra í poka. Ekki fór betur en svo að sjór flæddi yfir pokann og skemmdi símana. „Ég veit ekki hvernig það mál fór varðandi ábyrgð. En það er vel hægt að komast hjá svona löguðu með því að treysta nemendum fyrir eigin símum,“ segir Sigurður. Ábyrgð á 20 snjallsímum? ÝMSAR AÐFERÐIR NOTAÐAR Margrét M. Sigurðardóttir Sigurður Haukur Gíslason þar í bæ fá spjaldtölvur frá bænum. Meðal þess sem felst í starfi Sigurðar er að fara á milli skóla og hjálpa kennurum og nemendum að setja sér reglur varðandi snjall- tækjanotkun. Hann segir að í þessu sambandi skipti talsverðu máli hvort um sé að ræða tæki í eigu nemand- ans eða skólans. Nemendum í Kópa-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.