Morgunblaðið - 23.12.2016, Síða 23

Morgunblaðið - 23.12.2016, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 Sólstafir Náttúran á það til að leika með ljós og skugga á þann hátt að við mannfólkið tökum andköf. RAX fangaði þetta augnablik á ferð sinni um Landeyjar í gær og sést til Vestmannaeyja. RAX Það er sagt að orð séu til þess að leyna hugsun; að orð þýði eitthvað allt annað, stundum þveröfugt við það sem þau lýsa. Þá er að minnsta kosti hægt að fyrirgefa skáldinu sem færir orðin á blað; nú eða mælir þau í ræðu. Þannig er einnig með peninga. Hjá sumum hafa peningar alltaf verið til og munu alltaf verða til en það er aldrei rætt um pen- inga hjá slíkum snillingum. Þar er hugsuninni ekki leynt með því að tala um peningana. Þar eru peningarnir látnir tala án þess að nokkur viti hver lætur þá tala. Eiginleikar peninga Þá vitum við ýmislegt um peninga! Og þó ekki! Það er ráðgáta hvað eru peningar. Pen- ingar eru það sem er almennt viðurkennt til lúkningar skulda. Þannig er íslensk króna lögeyrir á Íslandi og almennt viðurkennd til lúkningar skuldar nema á annan veg sé mælt fyrir í samningi. Þá er mælt fyrir að greitt skuli í lögeyri annarra ríkja. Helstu eiginleikar peninga eru að þeir verða að vera: - hreyfanlegir - deilanlegir - skiptanlegir - varanlegir · Helstu kröfur um notagildi peninga eru að peningar eru til greiðslu eða geymslu. Það er stórt spurt hvort íslensk króna uppfyllir allar þessar kröfur. Vissulega er krónan hreyfanleg, með þeim hætti að gjald- miðillinn er til í seðlum og mynt. Lögeyrir- inn er einnig hreyfanlegur með þeim hætti að hægt er að inna af hendi rafrænar greiðslur á milli bankareikninga án þess að hafa alla vasa fulla af seðlum. En í útlöndum er ekkert skjól fyrir krónu og enginn lítur við henni nema til spákaupmennsku og skaða. Peningar og stjórnarskrá Stofnendur Bandaríkjanna gerðu sér grein fyrir því að pen- ingar væru eitt af undir- stöðuatriðum í rekstri ríkisins. Þannig er það tiltekið í stjórn- arskránni að þinginu sé heimilt að setja reglur um myntsláttu, og verðmæti myntarinnar gagn- vart öðrum myntum, svo og að setja reglur um mál og vog; þannig orðað: „To coin Money, regulate the Value thereof, and of foreign Coin, and fix the Standard of Weights and Measures.“ Það er í raun eðlilegt að þeir aðilar sem viðskipti stunda hafi einn sameiginlegan grundvöll og því hefur Bandaríkjaþing sett á stofn Federal Reserve til þess að gegna hlut- verki seðlabanka sem gefur út mynt. Verðmæti þeirrar myntar í öðrum myntum er ekki ákvarðað af Federal Reserve eins og stofnendurnir ætluðust til. Það eru markaðs- öfl sem ákvaða verðið, en það er kallað gengi gagnvart annarri mynt. Hér á landi er um margt líkt farið þótt ekki sé fjallað um gjaldmiðil í stjórnarskránni eða nokkurri tillögu að stjórnarskrárbreytingu sem litið hefur dagsins ljós. Þversögn í gjaldmiðli Nú er komin upp sú þversögn að löggjaf- arþingið hefur samþykkt að eining lögeyris sé ekki nothæf til að mæla rekstur og verð- mæti valinna fyrirtækja. Alls er um að ræða 257 fyrirtæki með um 25% af öllum rekstri í landinu. Þau mæla sinn rekstur í evrum, sem er fjöllandamynt, eða Bandaríkjadölum, sem eru stjórnarskrár- varðir í því ríki sem gefur þá út. Þversögnin er sú að sá hópur fyrirtækja sem telur síst að aðild að Evrópusambandinu gagnist þeim hefur valið sér mynt sem byggð er á eiginlegri stjórnarskrá Evrópusam- bandsins, Maastricht-sáttmálanum. Nú hafa þau ósköp gerst að verðmæti krónunnar í öðrum myntum hefur lækkað í verði um 22% að meðaltali á síðustu tveim árum. Á sama tíma hafa erlendar eignir Seðlabankans aukist um meira en 85% í er- lendum eignum talið. Þetta hefur gerst vegna mikils innstreymis erlends gjaldeyris vegna vöru- og þjónustuviðskipta. Að öðru jöfnu eykst peningamagn þegar Seðlabank- inn kaupir gjaldeyri og þá þarf að hækka vexti til þess að draga úr eftirspurn eftir peningum. Og svo er kvartað yfir því að Seðlabankinn hafi ekki gert nægjanlega í kaupum á gjald- eyri, en það kallast inngrip á gjaldeyrismark- aði. Sulta í krukku Reyndar var málum háttað á annan veg áður. Þá var gjaldeyrir eins og sulta í krukku. Sultan í formi gjaldeyris var í gerj- unarástandi og löggjafinn gerði ráðstafanir til að halda gerjuninni niðri með því að herða á hvers kyns ráðstöfunum á gjaldeyrismark- aði. Nú um áramót verður sultukrukkan opn- uð. Og svo segja sjómenn sem eiga allt sitt undir gengi íslensks lögeyris að laun þeirra hafi lækkað. Vissulega hafa laun lækkað í ís- lenskum krónum vegna hlutaskipta á afla sem er grundvöllur að launakerfi sjómanna. Ferðaþjónusta og gengi Ferðaþjónusta býr ekki við hluta- skiptakerfi. Viðskiptavinum ferðaþjónustu koma sveiflur í gengi einhverrar krónu ekk- ert við. Í ferðaþjónustu eru tekjur að mestu í erlendri mynt. Þannig er ferðaþjónustufyrir- tækið Icelandair sennilega með um 15% tekna sinna i íslenskum krónum en 30% af gjöldum í þeirri mynt. Á sama tíma hefur orðið almennt launa- skrið í landinu. Því til viðbótar hefur löggjaf- inn fært margt í nútímalegt horf með niður- fellingu tolla og vörugjalda af flestum vöruflokkum. Vöruverð og jafnvirði Ætla mætti að vöruverð hér á landi yrði þá svipað og í öðrum löndum. Við einfalda at- hugun virðast algengir hlaupaskór sem fram- leiddir eru í Kína, landi sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við, vera með um 80% álagi á Bandaríkjadal miðað við jafnvirði í Bandaríkjunum, en þangað eru skórnir einnig fluttir inn frá Kína. Og á sama veg; myndavél með linsu kostar kr. 109.000 á Ís- landi en USD 578 í Bandaríkjunum, en það eru kr. 64.000. Þetta er myndvél, sem er framleidd á vegum japansks fyrirtækis og án tolla og vörugjalda á Íslandi. Gengi og kúgun Nú þegar jólin eru að nálgast, er þá ekki rétt að hugsa „sentralt“ og spyrja sig: Er krónan brúkleg til þess að halda uppi fram- leiðslu og viðskipum með annað en kaffibolla á veitingahúsum? Gengisfellingar eru kúg- unaraðgerð. Vissulega eru fáar þjóðir sem hafa þolað kúgun af meiri háttvísi og kurteisi en Íslendingar í gengismálum. Í kúgun sem beitt var í gengisfellingum sýndu Íslendingar skilningsríka sáttfýsi, án þess að gera tilraun til uppreisnar. Enn eru raddir sem telja að það sé meginkostur krónunnar að það sé hægt að fella gengið að hentugleikum. Gengisfelling er færsla á fjármunum frá fólki til fyrirtækja. En ævinlega eru Íslendingar tilbúnir að kyssa þann vöndinn sem sárast er beitt og trúa því að hjá kaldrifjaðasta böðlinum væri hjálpin sönnust og öruggt skjól að finna. Og gleðileg jól. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Gengisfellingar eru kúg- unaraðgerð. Vissulega eru fáar þjóðir sem hafa þolað kúg- un af meiri háttvísi og kurteisi en Íslendingar í gengismálum. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Peningar og gengi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.