Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
VINNINGASKRÁ
34. útdráttur 22. desember 2016
12 10379 19222 31368 41449 52481 63171 71573
613 10474 19438 31518 41619 52655 63479 71861
932 11011 19702 31605 42401 53160 63604 71938
1060 11273 20201 31668 42607 53462 63715 72017
1377 11325 20226 31986 42636 54000 63943 72301
1779 12507 20556 32098 42761 54167 64045 72504
1886 12652 20946 32149 42839 54361 64072 72715
1977 12871 21451 32158 43592 54618 64370 73082
2275 12894 21793 32800 43602 54834 64598 73103
2287 13274 22208 33383 44221 55105 64634 73280
2541 14011 22248 33816 44870 55541 65068 73313
2747 14033 22437 34019 45328 55989 65254 73452
2892 14420 22622 34261 45344 56047 65489 73772
3127 14450 23164 34452 45371 56151 65502 74038
3281 14480 23538 35348 45516 56232 66036 74154
3523 14493 24107 35495 46830 57228 66565 75658
3847 14571 24405 36650 46865 57554 66590 75902
4124 14643 24771 36880 46930 57679 66675 77237
4368 14980 24782 37009 47142 57891 67235 77250
4478 15643 25351 37553 47194 58024 67252 77507
4490 15723 25428 37605 47358 58181 67568 77522
4818 15946 25870 37637 47493 58330 67631 78102
5248 15997 26025 37741 47517 58357 67871 78786
5294 16205 26360 37937 47924 58682 68121 79083
5530 16209 26870 38259 48030 58768 68282 79084
5698 16437 27072 38689 48239 58850 68312 79216
6274 16842 27239 38805 48562 59002 68347 79300
6294 16845 28562 38966 48680 59761 68522 79420
6438 17107 28915 39385 48856 59805 68590 79502
7427 17244 29675 39473 49826 59913 69554 79534
7459 17335 29709 39869 50752 59951 69635 79649
7624 17962 30391 39941 51009 59984 69798
7748 18286 30762 40085 51106 60256 69891
7802 18586 30948 40530 51295 60282 70195
8390 18662 31110 40691 52067 60821 70278
8472 19100 31158 41169 52322 62591 71237
9850 19217 31247 41421 52391 62833 71399
397 13772 25622 32347 41127 49392 64101 72207
1469 14177 26133 34897 41531 51521 64337 72863
1571 14848 26425 35338 42146 52361 66943 73040
4142 14976 28077 36462 42801 54524 67208 73735
6381 16712 28369 36867 43209 55309 67946 74723
6948 16771 28947 37181 43774 55464 68471 75473
7096 17572 29591 37647 44609 56975 68860 77404
8632 19374 31083 38208 44823 58012 69585 78362
9846 20427 31396 38485 45542 58681 69656 78435
11241 20708 31437 38941 45890 60011 70190
12706 21079 31490 39898 46784 60997 70331
13222 21278 31675 40628 47031 62945 70549
13690 25159 32212 40684 48113 63474 71874
Næsti útdráttur fer fram 29. desember 2016
Heimasíða: www.das.is
V inningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
V inningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
V inningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
9079 14688 40276 61587
V inningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1310 20777 38932 53726 59939 73969
7267 21477 44465 53922 63107 76841
9994 30163 45447 54354 69720 78661
16117 30319 49591 58756 71569 79132
Aða lv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
4 5 6 2
Haustið 2011 sendu
Samtök verslunar og
þjónustu Eftirlits-
stofnun EFTA (ESA)
kvörtun vegna banns
íslenskra stjórnvalda á
innflutningi á hráu og
ófrosnu kjöti. Töldu
samtökin ekki liggja
fyrir nægileg vísinda-
leg gögn eða viðeigandi
áhættugreiningu og því
hefðu stjórnvöld ekki uppfyllt skuld-
bindingar sínar gagnvart EES-
samningnum. Málið var tekið til með-
ferðar hjá ESA, sem komst að þeirri
niðurstöðu að núgildandi löggjöf á Ís-
landi um innflutning á fersku kjöti frá
öðrum EES-ríkjum væri andstæð
EES-samningnum.
Úrlausn fyrir dómstólum
Í framhaldinu, hinn 25. apríl 2014,
höfðaði fyrirtækið Ferskar kjötvörur
mál á hendur íslenska ríkinu þar sem
farið var fram á að ríkið endurgreiddi
kostnað við flutning á fersku nauta-
kjöti til landsins. Synjað hafði verið
um innflutningsleyfi fyrir kjötið á
grundvelli þess skilyrðis að geyma
þyrfti það við að minnsta kosti -18°C í
einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Stefn-
andi mótmælti þessu skilyrði, án ár-
angurs. Kjötinu var því fargað.
Í tengslum við þann málarekstur
ákvað Héraðsdómur Reykjavíkur að
beina nokkrum spurningum til
EFTA-dómstólsins varðandi það
hvort veiting innflutningsleyfa sam-
kvæmt framangreindu fyrirkomulagi
samrýmdist samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES-
samningnum). EFTA-dómstóllinn
felldi úrskurð sinn 1. febrúar 2016 og
var niðurstaða hans sú að einstök
EES-ríki hefðu ekki frjálsar hendur
um setningu reglna um innflutning
hrárrar kjötvöru, né heldur gætu þau
krafist þess að innflytjandi sækti um
sérstakt leyfi fyrir innflutningnum
þar sem áskilið væri að innflytjandi
legði fram vottorð um að kjötvaran
hefði verið geymd í frysti í tiltekinn
tíma fyrir tollafgreiðslu. Í nóvember
féll síðan dómur í málinu í héraðs-
dómi, stefnanda í hag.
Væntanlega verður þessu máli
áfrýjað til Hæstaréttar, þó ekki sé
nema af þeirri ástæðu einni að ís-
lenska ríkið vilji fá úrskurð æðsta
dómstigs landsins í svo veigamiklu
máli sem kallar á lagabreytingar af
hálfu Alþingis. Eftir svo umfangsmik-
inn málarekstur mætti ætla að öll kurl
væru komin til grafar. Ítrekað hefur
verið bent á að veigamikil rök liggi
fyrir um hættuna á því
að hættulegir sjúkdóm-
ar, sem ekki finnast hér
á landi, geti borist hing-
að með hráu kjöti.
Eru enn óleyst
álitaefni í málinu?
Í desemberhefti
norska lögfræðitíma-
ritsins Lov og Rett
(2016) birtist grein eftir
Stefán Má Stefánsson,
prófessor emeritus, þar
sem hann fjallar um dóm
EFTA-dómstólsins frá 1. febrúar sl.
Hann vekur þar athygli á að málsvörn
íslenska ríkisins hafi byggst á því að í
18. gr. meginmáls EES-samnings sé
vísað til 13. gr. og sagt að hún skuli
gilda. Ákvæði 13. gr. hljóðar svo:
„Ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í
veg fyrir að leggja megi á innflutning,
útflutning eða umflutning vara bönn
eða höft sem réttlætast af almennu
siðferði, allsherjarreglu, almanna-
öryggi, vernd lífs og heilsu manna eða
dýra eða gróðurvernd, vernd þjóðar-
verðmæta, er hafa listrænt, sögulegt
eða fornfræðilegt gildi eða vernd
eignarréttinda á sviði iðnaðar og við-
skipta. Slík bönn eða höft mega þó
ekki leiða til gerræðislegrar mismun-
unar eða til þess að duldar hömlur séu
lagðar á viðskipti milli samningsað-
ila.“
Í stuttu máli komst EFTA-dóm-
stóllinn að þeirri niðurstöðu að ekki
væri hægt að vísa til markmiðsins um
vernd lífs og heilsu manna og dýra í
viðskiptum innan EES, eins og það
birtist í 13. gr. EES-samningsins, í til-
vikum þar sem tilskipun 89/662/EBE
– Samræming reglukerfis um dýra-
heilbrigðiseftirlit, kveður á um sam-
ræmingu nauðsynlegra aðgerða til að
tryggja vernd og heilsu dýra og
manna og um eftirlit með framkvæmd
þess markmiðs.
Í grein sinni í Lov og Rett bendir
Stefán Már á að þessi niðurstaða taki
hins vegar ekki á kjarna málsins, þ.e.
hvort tilvísunin í 18. gr. EES-
samningsins til 13. gr. skuli alltaf
gilda þegar fjallað er um viðskipti
með landbúnaðarvörur sem falla und-
ir 18. gr. „Væri það staðreynd myndi
það þýða að nokkuð aðrar og eftir at-
vikum auknar heilbrigðiskröfur
myndu eftir atvikum gilda á EES en
innan ESB.“ Slík niðurstaða gæti ver-
ið eðlileg að mati greinarhöfundar,
m.a. í ljósi þess að samningurinn tek-
ur ekki til landbúnaðar nema að tak-
mörkuðu leyti.“
Niðurstaða Stefáns í greininni er sú
að dómstóll EFTA hafi ekki svarað
meginálitaefni málsins með rök-
studdum hætti, þ.e. hvers vegna 13.
gr. gildi ekki þrátt fyrir að í 18. gr. sé
sagt að hún skuli gilda. Spurning-
unni um hvað það er nánar tiltekið
sem veldur því að ekki skuli beita 13.
gr. þrátt fyrir fyrirmæli 18. gr. EES-
samningsins þar um svarar dómstóll-
inn ekki með rökstuddum hætti. Í því
efni nægi hvorki að vísa til efnis né
tilgangs tilskipunarinnar eins og
dómstóllinn gerir, því ákvæði hennar
geta ekki breytt ákvæðum meg-
inmáls EES- samningsins.
Hvað gerist næst?
Niðurstaða dómstóls EFTA í mál-
inu fól í sér „ráðgefandi álit“ fyrir
dómstóla hér á landi og var það því
ekki bindandi um niðurstöðu þess
fyrir íslenskum dómstólum. Stefán
rekur í grein sinni að þetta ráðgef-
andi álit hafi verið afar veikt lög-
fræðilega og kemst að þeirri niður-
stöðu að það sé álitaefni hvort
dómstóllinn hafi haldið sig innan
valdmarka sinna ef tekið er mið af
þeim forsendum sem hann lagði til
grundvallar ráðgefandi áliti sínu.
Fari mál Ferskra kjötvara gegn ís-
lenska ríkinu til Hæstaréttar, eins og
öll efni standa til, virðist í hæsta
máta eðlilegt að Hæstiréttur taki
þessi sjónarmið til skoðunar. ESA
hefur nú ákveðið að höfða mál á
hendur íslenska ríkinu til að knýja
fram breytingar á íslenskri löggjöf til
samræmis við fyrri niðurstöðu sína
og ráðgefandi álit EFTA-dóm-
stólsins. Enn munu því vonandi gef-
ast tækifæri til að knýja fram afstöðu
til þeirra álitaefna sem reifuð eru hér
að ofan.
www.eftacourt.int
www.domstolar.is
Lov og Rett nr. 10 2016, Universitetsforlaget Oslo, bls. 640 og áfram.
Má grípa til aðgerða til vernd-
ar heilsu manna og dýra á
grundvelli EES-samningsins?
Eftir Ernu
Bjarnadóttur »EFTA-dómstóllinn
felldi úrskurð sinn
1. febrúar 2016 og var
niðurstaða hans sú að
einstök EES-ríki
hefðu ekki frjálsar
hendur um setningu
reglna um innflutning
hrárrar kjötvöru.
Erna Bjarnadóttir
Höfundur er hagfræðingur og
aðstoðarframkvæmdastjóri Bænda-
samtaka Íslands.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Gróa og Alda styrkja
stöðu sína í keppninni
um Súgfirðingaskálina
Fjórða lota í keppni um Súgfirð-
ingaskálina var spiluð á aðventunni.
Þrettán pör mættu til leiks.
Gróa Guðnadóttir og Alda S.
Guðnadóttir tóku forystuna í síðustu
spilunum og styrktu stöðu sína í
heildarkeppninni.
Gróa Guðnadóttir - Alda S. Guðnad. 152
Hafliði Baldurss. - Árni Guðbjörnss. 149
Rafn Haraldss. - Þorsteinn Þorsteinss. 147
Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálss. 141
Sigurður Þorvaldss. - Flemming Jessen 139
Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirss. 137
Finnbogi Finnbogason - Pétur Carlsson 136
Heildarstaðan þegar keppnin er
hálfnuð:
Gróa Guðnadóttir - Alda S. Guðnadóttir 699
Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálss. 671
Ásgeir I. Jónsson - Sigurður G. Ólafss. 670
Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson 657
Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnss. 657
Flemming Jessen - Sigurður Þorvaldss. 655
Hnikarr Antonss. - Guðbjartur Halldórs. 650
Gróa og Alda eru að slíta sig frá
körlunum og leiða mótið.
Alls verða spilaðar 8 lotur og gilda
7 bestu skorin. Næst verður spilað á
þorra, þann 30. janúar 2017.
Bridsspilarar óska í lok árs öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju
ári með kæru þakklæti fyrir góðar
stundir á liðnum árum.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Mánudaginn 19. desember var
spilað á 13 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Auðunn R. Guðmss. – Björn Árnason 363
Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 348
Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 347
Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 339
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 339
A/V
Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 372
Hrólfur Guðmss. – Axel Lárusson 366
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 358
Sturla Snæbjss. – Ormarr Snæbjörnss. 348
Óli Gíslason – Magnús Jónsson 346
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Ólafur Guðmundsson skrifaði í Mbl.
15. desember að það séu ekki nagla-
dekkin sem valda svifryks-
menguninni í andrúmsloftinu hér og
skaðanum á gatnakerfi landsins
heldur það að göturnar séu ekki
þvegnar reglulega. Það er vitað mál
að nagladekk valda gífurlegu svif-
ryki sem er veldur heilsutjóni og við-
gerðir á gatnakerfi kosta bæjar-
félögin hundruð millj. á hverju ári.
Það er furðulegt að mæla með nagla-
dekkjum og selja þau þegar vitað er
um skaðann sem þau valda. Það má
nefna að þegar Norðmenn fóru að
taka gjald vegna notkunar nagla-
dekkja og notkun þeirra minnkaði
allsnarlega þá lækkaði tíðni lungna-
krabbameins um tugi prósenta.
Ragnheiður.
Velvakandi Svarað í síma 569-
1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Nagladekk
Vetrardekkin Bréfritari undrast það að
enn setji fólk nagladekk undir bíla sína.