Morgunblaðið - 23.12.2016, Page 25

Morgunblaðið - 23.12.2016, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 ✝ ÞorvarðurHelgason fæddist í Reykjavík 18. maí 1930. Hann lést 7. desember 2016. Foreldrar hans voru Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 1908, d. 1998, og Magnús Norðdahl, f. 1909, d. 1981. Þau skildu. Yngri hálfsystkini Þorvarðar sam- feðra eru Norma Norðdahl og Ljótur Magnússon. Þorvarður ólst upp hjá afa sínum í móð- urætt, Guðmundi Helga Þor- varðarsyni, og konu hans, Nikó- línu Nikulásdóttur. Þorvarður kvæntist 4. október 1958 eftir- lifandi eiginkonu sinni Hilde Helgason, f. 1934. Sonur þeirra er Þorgils Nikulás, f. 1960, sam- býliskona hans er Linda Rósin- kransdóttir. Með fyrri sambýlis- þýsku í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Af og til kenndi hann þar líka áfanga sem tengdust leikhúsi og leiklist og setti þar upp nokkur leikrit. Í nokkur ár kenndi hann tilvon- andi leikurum leiklistarsögu. Fyrsta skáldsaga Þorvarðar, Eftirleit, kom út árið 1970, fleiri skáldsögur fylgdu í kjöl- farið og síðasta skáldsaga hans, Brimalda, kom út árið 2007. Hann skrifaði leikrit og einþátt- unga fyrir útvarp, sjónvarp og svið. Hann þýddi nokkur leikrit og skáldsögu eftir A. Gide. Í nokkur ár var hann leikhús- gagnrýnandi hjá Morgun- blaðinu. Þorvarður var með- limur í rithöfundafélagi og í félagi leikskálda. Hann lék í fjölda kvikmynda. Eftir 1970 vann hann í nokkur ár á sumrin sem leiðsögumaður hérlendis en fór einnig með ferðalanga í stuttar ferðir til Grænlands. Seinasta áratug ævi sinnar var hann virkur félagi í Líf- spekifélaginu og var mjög áhugasamur um fræðsluefni tengt lífsspeki. Þorvarður var jarðsunginn í kyrrþey 19. desember 2016. konu sinni, Jó- hönnu Sigríði Berndsen, á Þor- gils Nikulás þrjár dætur, þær Alex- öndru Sif, Ísabel Petru og Viktoríu Sabínu. Í ár varð Þorvarður langafi. Þorvarður varð stúdent frá MR ár- ið 1952. Hann nam erlendis, aðallega í Vín í Austurríki, leikhúsfræði, frönsku og leikstjórn. Hann tók lokapróf í leikstjórn 1958, var nokkur ár heima á Íslandi þar sem hann vann hjá Pósti og síma og stofnaði ásamt öðrum leikfélagið Grímu og leikstýrði þar. Í seinni dvöl sinni í Vín stundaði hann ritstörf og vann að doktorsritgerð sinni í leik- húsfræðum. Hann útskrifaðist frá Universität Wien 1970. Frá 1970 til 2000 kenndi Þorvarður Elsku afi minn. Þótt ég segi sjálf frá þá er ég nokkuð góður penni og hef mjög gaman af því að skrifa. Það er eitthvað sem ég tel að ég hafi fengið frá þér enda rithöfundur og penni mikill. Hins vegar fallast mér hendur þegar ég þarf að skrifa um þig þar sem þú áttir stóran þátt í að móta mig sem þann einstakling sem að ég er í dag og eru minning- arnar um þig svo margar. Þú og amma spiluðuð stórt hlutverk í að ala okkur trillurnar þrjár upp og var alltaf jafn gam- an að koma til ykkar um helgar. Þú komst fram við okkur eins og við værum prinsessur og varst alltaf tilbúinn að skutla okkur eða redda okkur þegar við þurft- um aðstoð. Þú varst mjög sérstakur og fyndinn karakter. Svolítið ungur í anda, þrjóskur, ákveðinn og vitrari en flestir að mínu mati, enda hef ég alltaf litið upp til þín. Ég á þér mikið að þakka fyrir það að ég kláraði mína mennta- skólagöngu þar sem þú hvattir mig áfram og aðstoðaðir mig við lærdóminn. Mér finnst það mjög dýrmætt og þykir ótrúlega vænt um að hafa fengið þína aðstoð þrátt fyrir að við rifumst stund- um eins og hundur og köttur við það ferli, enda bæði mjög þrjósk. Það er ótrúlega skrítið að kveðja þig af því að þú hefur ekki verið þú sjálfur svo lengi. Þrátt fyrir að þú hafir verið veik- ur, þá bjóst enginn við að þú myndir fara á næstunni. Ég var meira að segja búin að merkja þér box til þess að gefa þér sörur sem ég bakaði í jólagjöf þar sem þú kunnir að meta það að fá got- terí. Hvíldu í friði, afi Holli, og takk fyrir að vera afi minn. Þín, Alexandra (Ale eða Allý eins og þú kallaðir mig stundum). Elsku afi minn, minningarnar sem við áttum saman hafa spólað fram og til baka í hausnum á mér undanfarna daga og mun ég varðveita þær í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Elsku afi, þú varst einstök manneskja og mjög vitur maður og varst alltaf til í að kenna manni eitthvað nýtt og spennandi, eða fá mann til þess að efla hugann með því að mála eða teikna eða eitthvað því um líkt. Ég gleymi aldrei öllum skiptunum sem við og amma fór- um í göngutúr í Heiðmörk, né öllum laugardögunum sem ég kom til ykkar og eyddi deginum með ykkur, eða öllum skiptunum sem þú sóttir mann eða skutlaðir á æfingar eða eitthvert annað, það var alltaf hægt að treysta á þig. Mér finnst ég rosalega heppin að hafa átt afa eins og þig, bæði þú og amma eigið stór- an þátt í því hvernig manneskja maður er í dag og er ég ævinlega þakklát fyrir það. Ég man sein- asta skiptið sem ég kom með ömmu og heimsótti þig á elli- heimilið, við vorum búin að tala saman í dágóðan tíma og þú hélst ég væri Ísabel, systir mín, nei sagði ég, afi, þetta er Vikt- oría, þá sagðir þú já Viktoría, við höfum alltaf verið svo góðir vin- ir. Það var alveg rétt hjá þér, við höfum nefnilega alltaf verið góð- ir vinir og mér þótti mjög vænt um að heyra þig segja það. Elsku afi, ég sakna þín, en ég veit að þú ert á góðum stað þar sem þér líður vel. Einn daginn munum við vonandi hittast á ný þarna hinumegin. Hér í endann ætla ég að skilja eftir ljóð sem þú baðst mig oft að syngja fyrir þig þegar við vorum að keyra saman. Sofðu rótt elsku afi minn. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perlu- glit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Kær kveðja, þín Viktoría Sabína. Þegar við nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hófum nám haustið 1970 kom þangað um leið nýr kennari í þýsku, Þorvarður Helgason. Hann hafði skömmu áður hafið störf hjá Póstinum en einn dag- inn stendur Guðmundur Arn- laugsson rektor í afgreiðslunni og sagðist vera að leita að þýsku- kennara. Þorvarður þekkti heil- indi rektorsins og varð fúslega við bón hans. Fyrir okkur nýnemana var Þorvarður Helgason sannarlega óvenjulegur maður. Öðruvísi í útliti, þungbrýndur með Lenín- skegg, alvarlegur við fyrstu kynni, jafnvel ógnvekjandi. Meira að segja gælunafnið hans, Holli, var framandi. Það var hrokkið í kút þegar tréinniskórn- ir skullu undir iljum hans þegar hann var á ferð milli borða í skólastofunni og kallaði eftir svörum við flóknum þýskum málfræðibrellum. Í Hamrahlíð- inni talaði hann við okkur ung- lingana eins og fullorðið fólk og tók okkur þannig. Þegar slegið var slöku við námið spurði hann aðeins hvort við ætluðum ekki að læra þýskuna eins og viti borið fólk og bætti við að því réðum við reyndar sjálf. Þorvarður umgekkst nemend- ur jafnt í skólastofunni sem í frí- tíma, sagði sögur af lífinu fyrr á tímum. dreif okkur í leikhús og fræddi okkur um Thalíu. Hann fór með okkur á kvikmyndasýn- ingar, jafnvel á barinn í Naust- inu, skemmti sér með okkur eins og hver annar á okkar aldri, kom í afmælisveislur og partý á und- an skólaböllum. Og við gleyptum í okkur fróðleiksmolana, lásum bækurnar hans upp til agna, hlustuðum eftir leiðbeiningum og smám saman varð hann einn af okkur, sannur húmanisti sem sagði efnahagsleg vandamál vera þriðja flokks vandamál. Hann talaði betri íslensku en aðrir, hafði áheyrilega rödd með sér- stökum þunga og var alltaf leið- beinandinn í okkar hópi, vinur sem sífellt var hægt að leita til, með sitt hlýja handtak, bros í augum og kímni á vörum. Það var ekki annað hægt en láta sér þykja vænt um Þorvarð Helga- son. Hann hafði sterk áhrif á okkur á þessum mótunarárum í MH, ólíkur öllum öðrum kenn- urum, einstaklega minnisstæður. Eftir stúdentspróf hélt hann áfram að hitta okkur og alltaf var hann sami góði vinurinn sem hafði tíma til að hlusta, fræða og leiðbeina um lífið og tilveruna. Þorvarður Helgason var sigld- ur maður. Fór kornungur til náms í Evrópu, fyrst til Ítalíu en dvaldi lengst í Austurríki. Kom heim eftir tæpan áratug, há- menntaður í leikhúsfræðum og leikstjórn. Hann markaði spor í íslenskri leiklist, tók þátt í stofn- un leikfélagsins Grímu og stjórn- aði leiksýningum á vegum þess, framúrstefnuverkum sem vöktu athygli og umtal. Þótt hann næði árangri í list sinni hér heima hvarf hann aftur til náms erlend- is og lauk doktorsprófi í leik- húsfræðum. Rithöfundurinn í honum varð ofan á um leið og hann gerðist menntaskólakenn- ari, þá fertugur. Honum skal nú þakkað fyrir allt og allt. Hann er kvaddur með trega og í anda Þorvarðar segjum við: „Was uns bleibt, sind Liebe, Dank und Erinner- ung.“ Innilegar samúðarkveðjur eru sendar Hilde, konu hans, syni og barnabörnum. Jón Bernódusson, Skúli Eggert Þórðarson. Sumir kennarar verða manni svo miklir áhrifavaldar að lífið verður manni ekki samt eftir kynni við þá. Þorvarður Helga- son var mér slíkur kennari. Ég settist hjá honum í loka- áfanga í þýsku, eftir nokkuð ást- laust samband mitt við það tungumál fram að því. Hann opnaði okkur nýja sýn og færði manni nýjar hugmyndir. Við lás- um ekki bara texta Stefans Zweig úr Veröld sem var á frum- málinu, heldur fræddi hann okk- ur um leið um samfélagsþróun þýskumælandi ríkja frá tíma Bismarcks og fram til fyrri heimsstyrjaldar. Hann gerði meira til að sannfæra mig um kosti jafnaðarstefnunnar um- fram aðrar stjórnmálahreyfingar en flestir aðrir og færði mér rök- in fyrir mikilvægi samræðunnar og mannúðarstefnunnar umfram byltinguna og styrkti óbeit mína á einsýni og öfgastefnum. Hann sagði sögur af námi sínu í Evr- ópu eftirstríðsáranna og þær sannfærðu mig um mikilvægi al- þjóðasamvinnu, opinna landa- mæra og frelsis til orða og at- hafna. Árangur þessara kennsluhátta varð slíkur að ég tók aukaáfanga í þýsku til að verða betri í tungumálinu – og kannski ennþá frekar til fræðast meira og verja meiri tíma með læriföður mínum. Síðar kennd- um við um skeið saman við MH og þá var jafn gefandi að eiga við hann samræður á kennarastof- unni og í skólastofunni fyrrum. Þorvarður var listfengur og þótti mikið til um allar listir – bókmenntir, kvikmyndir og leik- hús. Hann var vel heima í þess- um greinum öllum og hafsjór af fróðleik. Allt frá tíð Sókratesar þekkjum við dæmin um kenn- arann sem fræðir og göfgar og stækkar um leið jafnt sjálfan sig og nemandann og bætir við þekkingu og innsýn beggja. Sú list er fyrir mér öllum æðri og í þeirri list var Þorvarður af- burðamaður. Megi hið eilífa ljós lýsa mínum gamla lærimeistara, ekkju hans og fjölskyldu. Hans mun ég ávallt minnast með ríku þakklæti. Árni Páll Árnason. Þorvarður Helgason Elskuleg dóttir, eiginkona, móðir og amma okkar, ÓLÖF GUÐRÚN KETILSDÓTTIR, Laufásvegi 60 í Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 15. desember. Útför hennar verður gerð frá Laugarnes- kirkju þriðjudaginn 27. desember klukkan 13. . Margrét Ingunn Ólafsd., Haraldur Ágúst Bjarnason, Hrafn Aðalsteinn Ágústss., Joy Chang Ágústsson, Ólafur Ágúst Haraldss., Elísabet Hulda Einarsd., Atli Hrafn Ólafsson, Helena Dís Ólafsdóttir. Ástkær sambýliskona mín, móðir, systir og amma, DÓRA HLÍN INGÓLFSDÓTTIR rannsóknarlögreglukona, lést á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtudaginn 22. desember. . Erlingur Kristjánsson, Sigrún Helga Lund, Jóhanna Guðmundsdóttir, Svanhvít Eygló Ingólfsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir og barnabörn. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, RAFNS INGÓLFS JENSSONAR verkfræðings. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítala, deildar 13 G og deildar 11E, fyrir einstaka umönnun. . Auður Rafnsdóttir, Peder Langelund Pedersen, Herdís Björg Rafnsdóttir, Þorsteinn G. Gunnarsson, Vala Dögg, Louisa, Mikkel Andri, Rafn Viðar og Gunnar Smári. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HULDU ÞÓRARINSDÓTTUR, Tjarnarlundi 12b, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar, öldrunarheimilinu Hlíð, fyrir einstaka alúð og umhyggju. . Ari Halldórsson, Gyða Þuríður Halldórsdóttir, Jón Ragnarsson, og barnabörn. ÓÐINN PÁLSSON frá Stóru-Völlum, Landsveit, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi 14. desem- ber. Útförin fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Jarðsett verður í Skarðskirkjugarði. . Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi. Hafið hugheila þökk fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR G. JÓNSDÓTTUR ljósmóður, Ísafirði. Það er ómetanlegt að eiga góða að. Minningin lifir. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. . Þórhildur Oddsdóttir, Jónatan Hermannsson, Örnólfur Oddsson, Védís H. Ármannsdóttir, Jón H. Oddsson, Martha Ernstdóttir, Gunnar Oddsson, Sólveig S. Guðnadóttir, Bára Elíasdóttir, Óskar Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.