Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 ✝ Hjálmar A.Stefánsson húsasmiður fædd- ist í Bakkakoti í Vesturdal, Skaga- firði, 27. ágúst 1926. Hann lést á Vífilsstöðum 5. desember 2016. Foreldrar hans voru Oddný Sigur- rós Sigurðardóttir og Stefán Jóhann- esson. Tvítugur að aldri var Hjálm- ar kominn að Reykjalundi í Mosfellssveit þar sem hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Þ. Víglundsdóttur. Þau giftust árið 1947 og voru fyrsta parið til að gifta sig á Reykjalundi. Árið 1961 flutti fjölskyldan til Kópavogs, þar sem Hjálmar starf- aði í Trésmiðju Sigurðar Elíasson- ar. Hjálmar starf- aði þar til 1977 þegar hann stofn- aði Tempó, innrömmun í Kópavogi, og rak til 1999. Síðustu árin bjuggu Hjálm- ar og Anna á Snorrabraut í Reykjavík. Hjálmar og Anna eignuðust sex börn. Þau eru: Stefán Gunnar, f. 1948, Ásbjörn, f. 1949, Dagný Mjöll, f. 1951, Oddný Sigurrós, f. 1956, Gunn- ar Lárus, f. 1965, og Hjálmar Þorbjörn, f. 1967, d. sama ár. Útför Hjálmars hefur farið fram í kyrrþey. Vinur minn Hjálmar Stefáns- son er farinn í hina miklu ferð sem bíður okkar allra, vona ég að hann hafi fengið góða ferð og góð- ar móttökur á hinum nýja stað. Leiðir okkar Hjálmars lágu sam- an í fyrsta skipti fyrir réttum 13 árum, þegar börnin okkar þau Gunnar og Bjarnveig urðu hjón, og voru komin með Dagbjart okk- ar þriggja mánaða. Þá var mér boðið í jólaboð heim til þeirra hjóna Hjálmars og Önnu. Það fór strax mjög vel á með okkur og var yndislegt að heimsækja þau hjón þá og alltaf síðar. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir hjá Hjálmari var hans einstaka bros, hann brosti ekki bara með vörunum og aug- unum, hann brosti með öllu and- litinu, og það hreinlega lýsti upp í kringum hann með þessu ein- staka hlýja og bjarta brosi. Og mun ég muna það alla tíð. Það eru ein af forréttindum mínum í þessu lífi að hafa fengið að kynnast þessum heiðurshjónum og er ég að eilífu þakklátur fyrir það. Næst lágu leiðir okkar saman á Kanaríeyjum og áttum við þar góðar stundir saman og þrátt fyr- ir háan aldur þeirra hjóna var ekkert gefið eftir, fórum við sam- an út að borða og dansa á eftir mörg kvöldin og skemmtum okk- ur konunglega saman. Á sumrin kom ég alltaf til Íslands og heim- sótti þau þá gjarna í sumar- bústaðinn þeirra á Þingvöllum. Þar voru alltaf nýbakaðar pönnu- kökur og ljúfmeti á borðum. Allt- af komum við þangað saman, ég og Giedra kona mín, ásamt Bjarn- veigu, Gunnari og börnum þeirra. Eitt skiptið vorum við niður við vatn að veiða saman þegar Elísa- bet mín, líklega fimm til sex ára, fór að hafa miklar áhyggjur af því að allar pönnukökurnar yrðu bún- ar ef við færum ekki að drífa okk- ur upp í bústað. Og hló Hjálmar þá að afastelpunni sinni og sagði henni að þau gleymdu nú ekki að geyma pönnsur fyrir pönnsus- telpuna sína. Hjálmar var alltaf að sýsla eitt- hvað og þegar hann var orðinn líklega 85 eða 86 ára tók hann sig til og byggði svefnhús frá grunni við sumarhúsið. Við hittumst allt- af á hverju ári, ýmist heima hjá Bjarnveigu og Gunnari eða hjá þeim, og voru það alltaf góðar og notalegar stundir til að setja í minningapokann. Ég var svo heppinn að vera heima á Íslandi í sumar sem leið, þegar minn mað- ur hélt upp á níræðisafmæli sitt, og hitti þar stærsta hluta af hans einstöku fjölskyldu. Þar varð okk- ar hinsta kveðjustund og gat hún ekki orðið öllu betri eða eftir- minnilegri. Kæri Gunnar minn, ég votta þér og allri þinni stórfjölskyldu mína innilegustu samúð við fráfall þíns yndislega föður. Og Anna mín, þér votta ég sérstaklega mína samúð og vona að meistar- inn okkar mikli veiti þér styrk og kraft til að takast á við lífið. Aftur eins og ég er búinn að segja, það voru forréttindi og heiður að fá að kynnast þér og eiga með þér sam- leið þó stutt væri, Hjálmar minn. Magnús og Giedra Sigurðsson. Nú er bróðir og vinur minn, Hjálmar A. Stefánsson, horfinn yfir móðuna miklu og við sem eft- ir stöndum á ströndinni hérna megin við fljótið kveðjum hann með söknuði og trega, en jafn- framt með innilegu þakklæti fyrir langa, góða og dyggilega og um- fram allt skemmtilega samfylgd. Þrátt fyrir ýmislegt heilsuleysi framan af ævi náði þessi góði bróðir minn háum aldri, því að á liðnu sumri fagnaði hann níræð- isafmæli sínu. Taldi hann sjálfur það stórmerkan áfanga eftir allt sem á undan var gengið Hjálmar bróðir var einstaklega vel gerður til lífs og sálar. Hann var einstakt ljúfmenni í allri um- gengni, vinamargur og vinafast- ur. Verkmaður var hann líka góð- ur og má segja að allt léki í höndum hans. Listfengur var hann í besta lagi og fékkst við að teikna og mála í lausum stundum á yngri árum. Einnig átti hann létt með að setja saman vísur, þegar svo bar undir. Ungur lærði hann húsasmíði og vann sem smiður um langt árabil. Síðan eignaðist hann innrömmunarstof- una Tempó í Kópavogi og rak hana lengi með miklum ágætum. Um það geta þeir mörgu sem áttu viðskipti við Tempó borið vitni, því að þar mættu menn aðeins kurteisi, ljúfmennsku og sann- girni í öllum samskiptum. Á yngri árum stundaði Hjálm- ar bróðir ýmislegt útilíf í frístund- um sínum. Meðal annars greip hann í stangveiði í ám og vötnum og naut þess í ríkum mæli. En í seinni tíð festu þau hjónin, Hjálm- ar og Anna, kaup á sumarbústað í Miðfellslandi við Þingvallavatn. Það var að vísu ekkert stórhýsi, en Hjálmar endurbætti það margvíslega, stækkaði og færði allt til betri vegar. Einnig ræktaði hann blóm og tré á lóðinni, svo að þarna áttu hann og fjölskyldan öll sannkallaðan unaðsreit þar sem gott var að leita hvíldar frá erli dagsins í nánum tengslum við ein- staklega fagurt umhverfi. En nú er lífsgöngu þessa mæta manns lokið. Fyrir mig var það sérstakur ávinningur að eiga þennan góða dreng sem bróður. Við höfðum alist upp saman og vinátta okkar verið traust og óbrigðul frá björtum bernsku- og æskudögum. Eitthvað strjáluðust samfundir öðru hverju á langri leið, því að vegir liggja til allra átta. En þótt samfylgdin væri ekki samfelld dvínaði aldrei sú trausta vinátta sem við höfðum bundist í æsku. Slík vinátta er eins og ljós sem lýsir upp um- hverfið og auðgar tilveruna. Að leiðarlokum þakka ég Hjálmari bróður mínum fyrir trausta og einlæga vináttu á langri ævi og óska honum velfarn- aðar á nýju tilverustigi. Þá send- um við Guðrún okkar einlægustu samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Önnu Þorbjargar Víglundsdóttur, og barna þeirra, barnabarna og annarra vanda- manna. Megi minningin um þenn- an góða dreng og ljúfmenni lýsa upp tilveruna nú á stund sorgar og saknaðar. Og megi góður Guð blessa minningu Hjálmars Alex- anders. Jón R. Hjálmarsson. Elsku Hjálmar minn. Mikill er sá söknuður sem þú skilur eftir þig en minningarnar sem ég á af þér og öllum okkar samræðum og skrafi eru minningar sem ég met mikils. Nú þegar þú hefur kvatt okkur öll og fengið loks svarið við því hvað er fyrir handan þá fyrst áttar maður sig á hversu miklum fjár- sjóði maður bjó að í þér. Endalaus uppspretta af kvæðum, sögum og spekúleringum þar sem ekkert var þér óviðkomandi. Ég tel mig vera betri mann og betri föður eftir að hafa fylgst með þér sýna börnunum mínum, og í raun öllum sem komu nálægt þér, hversu vænn, góður og umburðarlyndur þú varst og hvernig þú smitaðir frá þér lífsvilja og gleði. Þú hefur alltaf verið mér fyrirmynd og mun ég alltaf kunna þér þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér og gert. Hvíl í friði elsku hjartans vinur. Er mánaljósið, fegrar fjöllin Ég feta veginn minn. Dyrnar opnar draumahöllin Og dregur mig þar inn. (Einar Georg Einarsson.) Funi Magnússon. Hjálmar A. Stefánsson ✝ RagnheiðurÞyri Jónsdóttir fæddist í Sandfells- haga í Öxarfirði 19. apríl 1921. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. des- ember 2016. Foreldrar henn- ar voru Jón Sig- urðsson, bóndi í Sandfellshaga, f. í Laxárdal í Þistil- firði 17.12. 1884, d. 1.2. 1971, og Kristín Helga Friðriksdóttir húsfreyja, f. á Víðirhóli á Hóls- fjöllum 11.8. 1881, d. 2.4. 1970. Systkini Ragnheiðar Þyri eru: Árni, f. 19.1. 1914, d. 3.3. 2008, Hrefna, f. 18.1. 1916, d. 13.1. 2009, Sigurður, f. 10.11. 1917, d. 6.11. 2008, Friðrik Júlíus, f. 5.10. 1918, Stefán Ólafur, f. 23.9. 1922, og Guðmunda Her- borg, f. 9.7. 1926, d. 18.10. 1990. Ragnheiður Þyri fór í Hús- stjórnarskólann á Laugalandi 1937 þar sem hún fann ævistarf 1910, d. 23.2. 2000. Börn Júlíu og Ragnars eru: 1) Ómar, f. 1.12. Fyrri kona hans var Brynja Björg Bragadóttir, f. 24.12. 1956, d. 10.7. 2013, synir þeirra eru: Ragnar, f. 11.6. 1980, hann á einn son, Birgi, f. 6.1. 1984, Gunnar Ölvir, f. 13.10. 1986, d. 6.3. 2001, og Arnar, f. 21.4. 1992. Seinni kona hans er Hildur Björg Hrólfsdóttir, f. 13.6. 1963. 2) Jóna Arnfríður, f. 24.2. 1960. Maður hennar er Magnús Dani- elsen, f. 29.9. 1955, börn þeirra eru Breki, f. 1.8. 1990, og Tara Þöll, f. 13.11. 1993. 3) Svein- björn, f. 17.4. 1962. Fyrri kona hans var Svava Bjarnadóttir, f. 21.5. 1964, börn þeirra eru Daníel, f. 2.6. 1984, hann á eina dóttur, Þór, f. 25.9. 1987, Þyrí, f. 26.8. 1991, og Þórdís, f. 19.2. 1993. Seinni kona hans er Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 17.4. 1965. 4) Þórdís, f. 18.3. 1964, maður hennar er Sívar Árni Scheving, f. 5.8. 1965, þeirra börn eru Jóhanna Júlía, f. 16.8. 1987, hún á tvö börn, Atli Freyr, f. 5.10. 1990, og Yrsa Ír, f. 11.8. 1997. Ragnheiður var jarðsungin frá Langholtskirkju 15. desem- ber 2016. sitt, matreiðsluna. Hún aflaði sér líka frekari menntunar á því sviði í Dan- mörku, þar sem hún lærði að elda heilsufæði og sér- fæði fyrir sjúkra- hús og seinna öðl- aðist hún réttindi sem matráður frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Hún vann á ýmsum stöðum áð- ur en hún kom til Reykjavíkur og vann við eldhúsverk á Kleppi og síðan á Vífilsstöðum þangað til hún fór á eftirlaun. Hún eignaðist eina dóttur, Júl- íu, f. 25.6. 1937. Faðir Júlíu var Jón D. Jónsson, f. 20.11. 1914, d. 1.6. 2003. Júlía er gift Ragn- ari Imsland, f. 22.3. 1936. For- eldrar Ragnars voru Kristján Imsland frá Seyðisfirði, f. 24.4. 1905, d. 15.7. 1972, og Guðný Martha Höskuldsdóttir frá Grund við Djúpavog, f. 21.10. Kæra vinkona mín og frænka. Ég átti fallega og hljóða kveðjustund með þér, reyndar án þinnar vitundar tveimur dögum áður en þú kvaddir og er mjög þakklát fyr- ir það. Við vissum hvor af annarri frá því ég var 16 ára í heim- sókn hjá afa og ömmu á Syðra- Lóni. Þar sem ég var búsett á Vestfjörðum var ég að sjálf- sögðu kynnt fyrir öllum skyld- mennum mínum á staðnum, þar á meðal þér. Þú bjóst í for- eldrahúsum á Sandfellshaga og hjúkraðir ömmu okkar af mik- illi alúð þar til hún lést 104 ára. Þá fluttir þú suður. Við vissum alltaf hvor af annarri en hittumst ekki mikið fyrr en fluttum í sömu blokk í Ljósheimum. Vinátta okkar þróaðist en smám saman áttuðum við okk- ur á að við áttum fullt af sömu áhugamálum, við hittumst reglulega, vorum þá báðar mik- ið einar, minn maður til sjós og þú einhleyp. Í gegnum árin fórum við saman í leikhús, á hljómleika, bíó og alls konar menningu sem á boðstólum var og maður tali nú ekki um sumarferðalögin um landið. Við sátum oft og spjölluðum um allt og ekkert, þú hafðir svo gaman af að segja frá vinnunni þinni, fjölskyld- unni og ferðalögunum um Evr- ópu og Austurlönd. Það var gaman að fylgjast með þér, þú gerðir allt vel og af alhug, vildir vanda til allra verka hvort sem það var að gera upp baðherbergið í fallegu og heimilislegu íbúðinni þinni eða velja þér vandað efni í fal- lega flík sem þú lést svo kjóla- meistara sauma úr. Þú áttir fjölda afkomenda sem voru alla tíð stolt þitt og yndi. Tara og þú áttuð eitt ynd- islegasta „ömmusamband“ sem ég hef kynnst alveg frá því hún fæddist. Ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir allar skemmtilegu stundirnar okkar. Jónína Eiríksdóttir. Nú er hún Ragnheiður mín í Sandfellshaga lögð í sína hinstu för, gæðakonan góða, sönn og trygg sem öllum lagði gott til, alls staðar kom sér vel og skil- aði góðu verki. Andlát hennar var hljótt eins og allt hennar líf. Þegar ég fór ungur sveinn til sumardvalar í Sandfellshaga, 5 ára gamall, gefur auga leið að ekki var ég sjálfbjarga um alla hluti. Kom þá í hlut Ragnheiðar að annast drenginn og stýra hon- um í gegnum lífið í sveitinni. Það gerði hún á sinn hlýja og hljóða hátt eins og annað og þakka ég henni fóstrið frá mín- um dýpstu hjartarótum. Líf Ragnheiðar var ekki allt- af auðvelt, sérstaklega þegar hún ung var skilin frá dóttur sinni Júlíu, sem var alin upp í annarri sveit hjá föður sínum og ömmusystur. En þannig var nú lífið á þeim tímum og veitist mörgum nú- tímamanninum erfitt að skilja hvernig slíkt gat átt sér stað. En Ragnheiður bar harm sinn í hljóði og lífið hélt áfram. Hún hélt sinni ljúfu lund, var hlát- urmild með afbrigðum, og ekki gleymi ég því hvað hún var flott þegar hún tók sprettinn niður bæjarhólinn. Lét sig hreinlega falla svo það voru eins og tíu fætur á lofti í einu – en alltaf kom hún standandi niður. Eftir lát ömmu sinnar, Guðmundu, losn- aði um Ragnheiði í sveitinni og hún hélt suður. Með dugnaði sínum og eljusemi komst hún fljótt í góða atvinnu sem mat- ráðskona, eignaðist sína íbúð og síðast en ekki síst þá náði hún eðlilegum og góðum tengslum við dóttur sína og hennar fjölskyldu og afkomend- ur sem hafa verið hennar líf og yndi æ síðan. Ragnheiður var þrátt fyrir það sem áður sagði gæfumann- eskja. Henni tókst með hægð- inni að vinna bug á hverjum vanda og snúa sér til betri veg- ar. Hún ávann sér virðingu og traust hvar sem spor hennar lágu og hún skilur eftir sig góð- ar minningar hjá öllum sam- ferðamönnum. Hún skilaði miklu dagsverki. Slíkar dætur eru sannarlega mikilvægar hverri þjóð. Ég votta Júlíu og fjölskyldu hennar innilega samúð. Skarðið eftir Ragnheiði verður vand- fyllt en þá er vert að muna að þegar kemur að leiðarlokum þá á maðurinn ekkert nema verk sín í nesti til æðri heima. Í mal Ragnheiðar er gnægð góðra verka. Ég þakka Ragnheiði fyrir alla gæsku og velvild í minn garð og minnar fjölskyldu og bið henni Guðs blessunar á þeim vegum sem nú liggja fyrir henni. Haukur Björnsson. Ragnheiður Þyri Jónsdóttir Mig langar að minnast Jóns Ólafs- sonar, tengdaföður míns, í nokkrum orð- um. Það var árið 1991 sem ég kynntist konunni minni og þá um leið hennar góðu fjölskyldu. Ég var hundstressaður að hitta fjöl- skylduna hennar, en sá ótti var óþarfur því mér var tekið afskap- lega vel og varð um leið hluti af hennar fjölskyldu. Ég á hlýjar og góðar minning- ar um Jón, einkum minningar tengdar Börmum sem var sum- arhús þeirra hjóna. Barmar í Reykhólasveit er einstaklega fal- legur staður og þar naut Jón sín vel. Það var notalegt að hamast í girðingavinnu eða í heyskap, spjalla svo saman yfir góðum kvöldverði, grípa í spil og leggj- ast svo þreyttur til hvílu í nota- legri baðstofu. Leggja net í Barmavatni, fara í fjallgöngur og finna fallega steina, tína kræk- ling í fjörunni, fara í berjamó, huga að gróðrinum, tína blóðberg og ilmrey, allt stress líður í burtu og klukkan skiptir engu máli. Það var margt skemmtilegt hægt að gera á Börmum og ekki síst það að vera í góðum félagsskap með Jón Ólafsson ✝ Jón Ólafssonfæddist 29. apr- íl 1938. Hann lést 6. desember 2016. Jón var jarðsung- inn 19. desember 2016. þeim sem manni þykir vænt um. Þetta eru yndisleg- ar minningar sem ylja mér þegar ég hugsa til baka. Þau Jón og Birna voru líka dugleg við að hóa fjölskyld- unni saman og það var mjög notalegt að koma á þeirra fallega heimili. Fjölskyldan kom saman til að búa til piparkökuhús, borða skötu á Þorláksmessu eða hvað sem var. Það er mjög dýrmætt í fjölskyld- um að styrkja svona böndin og standa saman. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Jón átti við mikla vanheilsu að stríða um langa hríð, var astma- veikur og með gigt svo eitthvað sé nefnt. Þau hjónin tóku þessum veikindum með þvílíku æðruleysi að aðdáunarvert var að fylgjast með því. Nutu líðandi stundar, létu veikindin ekki stoppa sig en tóku líka tillit til þeirra. Þegar mikil veikindi eru til staðar þá reynir á og kemur þá í ljós hvaða mann fólk hefur að geyma. Það var með ólíkindum hvað Jón tók þessum veikindum vel, enginn pirringur eða ónot, baráttuþrekið var mikið. Það hrannast upp góðar minn- ingar og það er gott því þær eru virkilega dýrmætar. Blessuð sé minning Jóns Ólafssonar. Guðmundur Vilhjálmsson. Alúðarþökk fyrir hlýhug og vinarþel við andlát og útför SÓLVEIGAR AÐALBJARGAR SVEINSDÓTTUR kennara frá Víkingavatni. Megi máttur kærleikans fylgja ykkur á komandi hátíð ljóss og friðar. Í nafni fjölskyldunnar, . Ágúst H. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.