Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 33
ÍSLENDINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Þegar hann var sameinaður öðrum
skólum tók Guðmundur við tveggja
ára tilraunaverkefni á vegum Skóla-
skrifstofu Suðurlands um meðferð á
börnum með hegðunarerfiðleika
sem fram fór í Gaulverjabæjarskóla.
Hann starfaði í einhverfudeild Álf-
hólsskóla í Kópavogi frá 2009 og þar
til hann fór á eftirlaun vorið 2016.
Guðmundur sat í stjórn Náms-
gagnastofnunar í átta ár og var
varaformaður í fjögur ár. Hann var
formaður sóknarnefndar á Blöndu-
ósi er nýja kirkjan var byggð og þar
til hann flutti þaðan, árið 1996.
Guðmundur lauk námi í Leiðsögu-
skólanum í Kópavogi 2002 og hefur
verið leiðsögumaður hjá Eldhestum
og fyrir norskar ferðaskrifstofur.
Þar sem Guðmundur hefur búið
hverju sinni hefur hann leitast við að
taka þátt í kórastarfi. Fyrir sjö árum
stofnaði hann, ásamt nokkrum fé-
lögum, nýjan Karlakór KFUM og
telur kórinn nú um 40 meðlimi.
Í starfi sínum með börnum með
geðraskanir og hegðunarörðugleika
hóf Guðmundur að nota hesta til
meðferðar og kennslu. Fór hann á
námskeið og í kynnisferðir, bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu, til að
kynna sér ýmsar aðferðir og sann-
færðist um að íslenski hesturinn
væri sérlega vel til þess fallinn að
gegna þessu hlutverki.
Fjölskylda
Guðmundur Ingi er kvæntur
Elínu Einarsdóttur, f. 5.4. 1948,
námsráðgjafa og sérkennara. Hún
er dóttir Einars Th. Magnússonar, f.
4.1. 1925, d. 7.12. 2005, endurskoð-
anda við Eimskipafélagið, og
Petrínu H. Steinadóttur, f. 27.9. 1926
húsfreyju.
Dætur Guðmundar Inga og
Elínar eru 1) Helga Rut, f. 3.3. 1970,
doktor í tónmenntakennslu frá
McGill-háskólanum í Montreal, nú
dósent við HÍ, maður hennar er dr.
Halldór Björnsson, sérfræðingur á
Veðurstofu Íslands, og eiga þau
þrjár dætur; 2) Dóra Guðrún, f. 26.5.
1974, doktor í lýðheilsufræðum frá
HÍ og sviðstjóri hjá embætti Land-
læknis og kennslustjóri í jákvæðri
sálfræði við HR, en maður hennar er
Bóas Valdórsson sálfræðingur og
eiga þau þrjú börn; 3) Anna Kristín,
f. 21.3. 1979, hagfræðingur frá HÍ og
sérfræðingur hjá Íslandsbanka, gift
Pétri Þór Benediktssyni tónlistar-
manni og eiga þau tvær dætur, og 4)
Laufey Fríða, f. 2.3. 1984, BS í sál-
fræði frá HR og markaðshagfræð-
ingur, gift Benedikt Árna Jónssyni,
sérfræðingi í bæklunarskurðlækn-
ingum við Haukelands-sjúkrahúsið í
Bergen og eiga þau tvær dætur.
Bræður Guðmundar eru: Sig-
urður, f. 22.4. 1950, deildarstjóri hjá
Jónum flutningsmiðlun, og Elías, f.
19.5. 1953, viðskiptafræðingur.
Foreldrar Guðmundar voru Leif-
ur Sigurðsson, f. 31.5. 1921, d. 17.6.
2006, rennismiðameistari, og Frið-
rika Elíasdóttir, f. 25.2. 1913, d. 24.7.
2004, saumakona og húsfreyja.
Úr frændgarði Guðmundar Inga Leifssonar
Guðmundur
Ingi Leifsson
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfr. í Tannanesi
Guðmundur Ólafsson
b. í Tannanesi í Önundarfirði
Halldóra Á. Guðmundsdóttir
vökukona og verkakona í
Hafnarfirði og Rvík
Elías Ingimar Hilarius Sigurðsson
sjóm. í Bolungarvík, lést ungur
Friðrika Elíasdóttir
húsfr. og saumakona
Friðrika Elíasdóttir
húsfr. á Minnibakka
Sigurður Pétursson
b. og sjóm. á Minnibakka í Skálavík
Andrés Þorsteinsson
b. á Hjaltastöðum og síðar vélsm. á Sigluf.
Pétur Þorsteinsson
guðfr. og starfsm. við borgarfógetaemb. í Rvík
Pálmi Þorsteinsson
stofnaði nýbýlið Varmahlíð og síðar
starfsm. hjá Löggildingarskrifstofunni í Rvík
Guðrún Kristófersdóttir
vann við aðhlynningu á
Íslandi og í Noregi
Hannes Einarsson
í Keflavík
Baldur Þórir
Júlíusson
bifreiðaeftirlitsm.
og tónlistarm. í
Keflavík
Þorsteinn Sigurðsson
b. í Hjaltastaðahvammi
Pétur Sigurðsson
b. á Hjaltastöðum
Hjalti Sigurðsson
b. á Hjalla
Halldór Sigurðsson
gullsmiður í Rvík
Jórunn Sigurðardóttir
húsfr. á Frostastöðum
Frosti
Frostason
b. á Frosta-
stöðum
Arnar Freyr
Frostason
í hljómsv.
Úlfur Úlfur
Þórir Baldursson
tónlistarm.
María Baldursdóttir
hárgreiðslum. í Keflavík
Jórunn Andrésdóttir
húsfr. á Hjaltastöðum og í
Stokkhólma, af Valadalsætt
Þorsteinn Hannesson
b. og smiður á Hjalta-
stöðum í Skagafirði,
ættaður úr Svarfaðardal
Margrét Þorsteinsdóttir
húsfr. á Hjaltastöðum og Stokkhólma
Sigurður Einarsson
b. á Hjaltastöðum og
Stokkhólma í Skagafirði
Leifur Sigurðsson
rennismíðameistari í Rvík
Oddný Sigurðardóttir
frá Gilhagaseli í Skaga-
firði, síðast vinnukona
í Stokkhólma
Einar Guðmundsson
b. í Gloppu í Öxnadal
og á Teygi í Óslandshlíð
Árni Björnsson fæddist á Lóni íKelduhverfi á Þorláksmessu1905. Foreldrar hans voru
Björn Guðmundsson, hreppstjóri í
Lóni, og k.h., Bjarnína Ásmunds-
dóttir húsfreyja.
Björn var sonur Guðmundar í
Lóni, bróður Árna í Lóni, sem var
kvæntur Önnu, systur Bjarnínu,
konu Guðmundar. Sonur Árna og
Önnu var Árni píanóleikari, faðir
Kristjáns rithöfundar.
Eiginkona Árna var Helga Þor-
steinsdóttir og eru dætur þeirra
Katrín, fyrrv. fiðluleikari í Sinfóníu-
hljómsveitinni og fiðlukennari, og
Björg, leikkona og leikstjóri á Eng-
landi. Sonur Katrínar er Árni Jón,
hagfræðingur og söngvari, en meðal
sona hans er Kjartan, túbuleikari.
Synir Bjargar eru Halli, kvikmynda-
tónskáld í Los Angeles, og Gunnar,
leikari í London sem hefur leikið fyr-
ir BBC og breska þjóðleikhúsið.
Árni stundaði nám við Tónlistar-
skólanum í Reykjavík 1930-35, lauk
burtfararprófi í píanóleik 1935 og
var í framhaldsnámi í Royal Man-
chester College of Music í Englandi
1944-46 en aðalnámsgreinar hans
þar voru flautu- og píanóleikur auk
náms í kammertónlist, undirleik,
tónfræði og tónsmíðum. Hann lauk
þriggja ára námi á tveimur árum og
útskrifaðist sem ARMCM.
Árni var kennari í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1946-52, lék með
Útvarpshljómsveitinni1946-50, Sin-
fóníuhljómsveit Íslands 1950-52 og
Lúðrasveit Reykjavíkur.
Meðal tónsmíða Árna eru hljóm-
sveitarsvítan Upp til fjalla; hljóm-
sveitarverkið Tilbrigði við frum-
samið rímnalag; tónlist við Nýárs-
nóttina, leikrit Indriða Einarssonar;
Rómönsur fyrir fiðlu og píanó; Pí-
anósónata; Lítil svíta fyrir strengja-
sveit, fleiri hundruð sönglög og
fjöldinn allur af mörsum fyrir lúðra-
sveitir, en hann vann til verðlauna á
þeim vettvangi, hér á landi og er-
lendis. Árni var heiðursfélagi Tón-
skáldafélags Íslands og Bandalags
íslenskra lúðrasveita.
Árni lést 3.7. 1995.
Merkir Íslendingar
Árni
Björnsson
85 ára
Aðalsteinn Guðjohnsen
Andrés Jón Ásgeirsson
Ásdís Jónína Magnúsdóttir
80 ára
Kristján Vigfússon
Tryggvi Árnason
Þorleifur Finnjónsson
Örn Viðar Einarsson
75 ára
Guðbjörg Pálmadóttir
Heiðrún Sigurjónsdóttir
Jensína Sigurborg
Jóhannsdóttir
Jón Steingrímur
Sæmundsson
Ólafur Árnason
Óskar Axelsson
Sólveig Hugrún Ólafsdóttir
Trausti Guðlaugsson
70 ára
Guðmundur Ingi Leifsson
Kazimierz Franciszek
Kubielas
Kristbjörg Kristjánsdóttir
Skúli Norðdahl
Þorbjörg Bech
Guðmundsdóttir
60 ára
Ástríður Vigdís Traustadóttir
Dagný Fjóla
Guðmundsdóttir
Davíð Karl Karlsson
Guðrún Bryndís
Harðardóttir
Haraldur Friðjónsson
Ingibjörg E. Skjaldardóttir
Kjartan Tryggvason
Kristjana H. Hreiðarsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Sigrún Málfríður
Arnarsdóttir
Sigurbjörn Karl Karlsson
Stefanía Þórarinsdóttir
50 ára
Anne Bau
Annika Morit Guðnadóttir
Bára Einarsdóttir
Guðbjörg Theodórsdóttir
Guðrún Gunnsteinsdóttir
Halldór Guðfinnur
Svavarsson
Hrafnhildur M. Geirsdóttir
Ingþór Óli Thorlacius
Róbert Ólafsson
Róbert Sindri Elvarsson
Sigurvin Óskar Árnason
Þorlákur M. Gunnarsson
40 ára
Ármann Ingi Sigurðsson
Birgir Ólafsson
Guðmundur Rúnar
Einarsson
Guðný Inga Ófeigsdóttir
Jón Helgi Pálsson
Krzysztof Stefan Hilla
Margrét Elísabet
Andrésdóttir
Unnar Þór Ragnarsson
Þórhildur Gylfadóttir
30 ára
Adrian Klos
Damian Krenc
Egill Fivelstad
Erla Gerður Viðarsdóttir
Gunnlaugur Svansson
Hjörtur Þór Guðmundsson
Marcin Adam Sek
Olga Genova
Þorlákur Fannar Albertsson
Þór Adam Rúnarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Þór Adam ólst
upp á Akureyri, býr í
Reykjavík, lauk prófi í
tölvunarfræði frá HR og
starfar hjá Valitor.
Maki: Telma Glóey Jóns-
dóttir, f. 1986, nemi í
hjúkrunarfræði við HÍ.
Dóttir Telmu: Áróra, f.
2008.
Foreldrar: Inga Björk
Harðardóttir, f. 1964,
kennari og gullsmiður, og
Rúnar Friðriksson, f.
1970, frumkvöðull.
Þór Adam
Rúnarsson
30 ára Hjörtur lauk
sveinsprófi í vélvirkjun og
er verkstæðisformaður
hjá Arctic Sport.
Maki: Guðlaug Ösp Haf-
steinsdóttir, f. 1988, starf-
ar hjá Húðlæknastöðinni
og er nemi í sálfræði.
Synir: Hafsteinn Þór, f.
2013, og Guðmundur Þór,
f. 2015.
Foreldrar: Guðmundur
Þór Björnsson, f. 1957, og
Jóna Guðbjörg Ólafs-
dóttir, f. 1957.
Hjörtur Þór
Guðmundsson
30 ára Gunnlaugur ólst
upp á Dalvík, hefur búið
þar síðan og rekur
flutningafyrirtækið GS
Frakt ehf. á Dalvík.
Dóttir: Karitas Líf, f.
2013.
Systur: Jenný, f. 1990;
Súsanna, f. 1995, og Kol-
brún, f. 1997.
Foreldrar: Svanur Bjarni
Ottósson, f. 1967, sjó-
maður á Dalvík, og Sigrún
Júlíusdóttir, f. 1966, hús-
freyja á Dalvík.
Gunnlaugur
Svansson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Guðrún Antonsdóttir
lögg. fasteignasali
Óskum öllum landsmönnum gleðilegrar
hátíðar og farsældar á nýju ári.
Þökkum fyrir viðskiptin á árinu
sem er að líða og hlökkum til
að vinna fyrir þig á nýju ári.
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | anton@garun.is | garun.is