Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er þægilegt að vinna hérna við
stofuborðið,“ segir myndlistarkonan
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
og dregur fram röð blýantsteikninga
sem hún vinnur nú að. Þær byggjast
allar á ljóðum úr einni bóka eigin-
manns hennar, Jóns Óskars heitins,
bókinni Skrifað í vindinn. „Mig lang-
aði að ná orðinu úr blýantinum; ég
margskrifa orðin, eitt ljóð er í hverri
mynd, og áherslan á hvert orð og línu
er mismunandi, allt eftir eðli ljóðs-
ins,“ segir hún
og bætir við að
hún hyggist
raða verkunum
upp í stóra ser-
íu.
Það er hugur
í Kristínu þótt
hún hafi ákveð-
ið að segja upp
vinnustofunni
sem hún hefur haft í Hafnarstræti,
sökum þess hve há leigan er orðin.
Nú ætlar hún að vinna heima og læt-
ur sig dreyma um „stór raðverk“ og
er með í huganum annað sem hún er
að móta í vinnubók og kallar Ísland í
orðum. „Það verður allt út frá örnefn-
um,“ en örnefnin hafa lengi staðið
huga Kristínar nærri og hefur hún
unnið athyglisverð verk út frá þeim
sjóði, auk þess að hafa verið að að-
stoða með örnefnaskráningu í um-
hverfi æskuheimilisins, sögustað-
arins Munkaþverár í Eyjafirði.
Sagan og örnefnin
Á dögunum kom út falleg bók um
feril og verk Kristínar og ber nafn
hennar. Kristín G. Guðnadóttir skrif-
ar um feril nöfnu sinnar, Steinunn G.
Helgadóttir ræðir við listakonuna og
hönnuðurinn Hildigunnur Gunnars-
dóttir býr verkum og texta verðugan
búning. Kristín segist hálfhissa að
verkið sé komið út, stutt sé síðan hug-
myndin að gera slíka yfirlitsbók hafi
kviknað, í júní 2015, en síðan fékk
verkefnið góðan styrk frá Myndlist-
arsjóði sem gerði útgáfuna mögulega.
Kristín er fædd árið 1933 og er því
nú 83 ára. Sextán ára gömul ákvað
hún að hætta í Menntaskólanum á
Akureyri og leggja fyrir sig myndlist.
Hún hélt til Reykjavíkur, skráði sig
til að byrja með í námskeið í Hand-
íða- og myndlistarskólanum og síðan í
fullt nám. Nítján ára útskrifaðist hún
sem teiknikennari, og tveimur árum
síðar tók við nám við Listiðnaðar-
skólann í Kaupmannahöfn, á blóma-
tíma módernismans í danskri hönn-
un. Eftir heimkomuna þremur árum
seinna var Kristínu boðin kenn-
arastaða við Myndlista- og handíða-
skólann og kenndi hún næstu árin en
námsferli hennar sjálfrar var ekki
lokið því árið 1959 hélt Kristín til Par-
ísar um tíma og fór þar að mála auk
þess að nema mósaíkgerð.
Eftir 1964 fór Kristín að vefa auk
þess að hún kenndi til 1975, er hún
ákvað að helga sig listsköpun og við
tók tímabil tilrauna með ýmis efni.
Fyrstu einkasýninguna hélt Kristín á
Akureyri árið 1981 og hefur hún sýnt
reglulega síðan, haldið rúmlega tutt-
ugu einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga. Bókin nýja gefur
gott yfirlit yfir ferilinn. Kristín G.
Guðnadóttir skrifar að meginþættir í
listsköpun listakonunnar séu menn-
ingin, sagan og náttúra landsins.
„Ég hugsa að það sé rétt,“ segir
Kristín og bætir við að það hafi þó
birst með ýmsum hætti í verkunum.
„Þegar ég var að mála með olíulitum
og vatnslitum var ég undir áhrifum
frá geómetríunni, svo fór ég að vefa
og jú, sagan kemur inn, hér er,“ segir
hún og bendir á rautt vefnaðarverk í
bókinni, „verk sem heitir Njála en hét
fyrst Rauður loginn brann, með vísun
í Njálsbrennu.“ Hún bendir síðan á
myndir af bókum úr þæfðri ull, sem
hún gerði á níunda áratugnum, og
segir að í þeim birtist áhrif frá
Munkaþverá, beinlínis frá gömlum
hlöðnum veggjum á bænum, bók-
unum þar og tóftabrotum. „Svo eru
líka í þeim áhrif frá Jóni Óskari. Í
kjölfarið fór ég svo að vinna út frá ör-
nefnunum.“
Ung áhugasöm um teikningu
Þegar Kristín var ung stúlka
heima á Munkaþverá komst hún að
því að til væri myndlistarkona al-
nafna hennar. Þegar listferill hennar
sjálfrar hófst valdi hún því að kenna
sig við æskuheimilið og hefur gert
það síðan.
Munkaþverá er landsþekktur
sögustaður; þar bjuggu þekktar per-
sónur Íslendingasagna, Víga-Glúmur
og Einar Þveræingur og þá var
Munkaþverárklaustur stofnað þar
árið 1155. Kristín segist frá barn-
æsku hafa verið meðvituð um þá sögu
alla. „Þegar ég var sex ára var grafið
fyrir grenitré sem átti að planta
heima og þá kom upp heilmikið af
krítarpípum,“ segir hún. „Þær voru
líklega frá klaustrinu. Mér er minn-
isstætt að tveir vinnumenn unnu að
þessu og þeir stungu pípunum bara í
vasana. Ég þorði ekki að segja frá því
en mér þóttu pípurnar merkilegar!
Þarna eru heilmiklar fornminjar
og undanfarin tvö sumur hefur komið
þar hópur fornleifafræðinga, undir
stjórn Steinunnar Kristjánsdóttur,
sem er að rannsaka klausturstaðina.
Þegar þau fóru að grafa við hól sunn-
an við íbúðarhúsið sem var leiksvæði
okkar krakkanna, þá fannst heilmikið
af beinum og kistuleifum sem eru
mögulega frá 11. og 12. öld. Það vissi
enginn að þar væri grafreitur. En
Steinunn er með þá kenningu að
þarna hafi verið tvær kirkjur, klaust-
urkirkja þar sem kirkjan stendur nú
og hitt hafi verið bændakirkja.“
Kristín fékk sex ára gömul að
ganga í farskóla sem var á næsta bæ,
Rifkelsstöðum. Skólaskylda var mið-
uð við tíu ára aldur en hún var orðin
læs og fékk að fylgja Einari eldri
bróður sínum í skólann þar sem hún
var langyngst í ellefu nemenda hópi.
Kennarinn var sérkennilegur maður
en nokkuð þekktur fyrir norðan, Sig-
urður Jónsson frá Brún í Svartárdal.
Þá strax var Kristín orðin áhugasöm
um teikningu.
Lína á milli punkta og litað
„Sigurður var ekki mikið fyrir að
kenna teikningu og spurði hvort hann
ætti ekki frekar að kenna landafræði!
Teiknikennslan var heldur ekki
merkileg, byggð á sænskum bókum
þar sem dregin var lína á milli punkta
og síðan litað. En ég var svo lítil að ég
teiknaði bara í kringum þetta og þótti
furðulegt. En mér fannst það gaman.
En fyrsta daginn í skólanum þótti
mér mjög merkilegt þegar Sigurður
hengdi stórt landakort á töfluna.
Núna, eftir að hafa unnið mikið með
landakort, örnefnin, árnar og vötnin,
finnst mér að sennilega geti ég rakið
það allt til þess þegar ég byrjaði í
skóla og sá þetta stóra landakort.“
Kristín tekur svo fram bunka af
vinnubókum sem eru þéttskrifaðar
og sjá má hverngi hún mótar verk sín
vandlega áður en hún framkvæmir
þau. „Það er heilmikil rannsókn-
arvinna í þessum verkum mínum
enda er hugmyndavinnan mér mik-
ilvæg. Í texta- og örnefnaverkunum
er eflaust tenging við barnæskuna
fyrir norðan, við söguna og gamla
fólkið sem ég ólst upp með og sagði
okkur sögur og fór með kvæði. Það
þótti mér strax heillandi.“
Eflaust tengingar
við barnæskuna
Ný bók um feril Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá
Morgunblaðið/Einar Falur
Myndlistarkonan Kristín Jónsdóttir vinnur við stofuborðið að nýjum blý-
antsteikningum út frá ljóðum eftir eiginmann hennar, Jón Óskar heitinn.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ófelía hefur verið á teikniborðinu í
mörg ár en aldrei verið rétti tíminn
fyrr en núna,“ segir Kristjana Stef-
ánsdóttir um hljómdiskinn Ófelíu
sem hún sendi nýverið frá sér undir
listamannsnafninu Bambaló. „Mér
fannst nauðsynlegt að aðgreina mig
frá djasssöngkonunni Kristjönu Stef-
ánsdóttur þar sem ég
væri að búa til poppplötu,
auk þess sem Bambaló
veitti mér hugrekki til að
stíga fram sem lagahöf-
undur að heilli plötu,“
segir Kristjana og rifjar
upp að Bambaló sé gælu-
nafn sem faðir hennar
hafi fundið upp á þegar hún var lítil.
Ófelía inniheldur tíu frumsamin lög
auk lagsins „So Wrong“ eftir Jackie
Allen og Bill Anschell. Kristjana
samdi alla ensku texta plötunnar en
Bergur Þór Ingólfsson þá íslensku.
Auk þess að syngja leikur Kristjana á
ýmis hljómborð, Daníel Helgason
spilar á gítar, Kristinn Snær Agnars-
son og Bassi Ólafsson sjá um áslátt-
arhljóðfæri og lúppur og Daði Birgis-
son sér um bassaleik, lúppur og
hljóðgervla ásamt því að sjá um upp-
tökur, en Dimma gefur hljómdiskinn
út.
Heillaðist af Ófelíu
„Ég hef haft mjög mikið að gera
síðustu árin, ekki síst í leikhúsinu,“
segir Kristjana, sem setti diskinn
tímabundið til hliðar þeg-
ar henni bauðst að vinna
sýninguna Hamlet litla
með Bergi Þór sem frum-
sýnd var í Borgarleikhús-
inu 2014 og aftur þegar
þau unnu saman Sókrates
2015 og Bláa hnöttinn í
ár.
„Á þessum tíma var ég byrjuð að
semja og fyrir vikið enduðu þrjú lag-
anna í Hamlet litla og lagið „Faðm-
lag“ í sýningunni Sókratesi. Eftir á að
hyggja held ég að þessi langi með-
göngutími hafi verið til góðs og skilað
betri plötu,“ segir Kristjana og tekur
fram að Ófelía sé mjög persónuleg
plata. „Þegar við Bergur Þór unnum
Sorg breytt í
gleði með tónlist
Kristjana Stefánsdóttir sendir frá
sér plötuna Ófelíu sem Bambaló