Morgunblaðið - 23.12.2016, Side 41

Morgunblaðið - 23.12.2016, Side 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 Happdrætti tímans Gríma  Íslenzk tónverk fyrir Kammersveit Reykjavíkur [öll frumhljóðrituð]. Diskur 1: Jón Nordal: Gríma (10:22; 2002). Karólína Eiríksdóttir: Brot (9:19; 1979). Jónas Tómasson: MMOSO (9:43; 2000 (tónleika- upptaka)). Gunnar A. Kristinsson: Arma virumque cano (12:51; 2004 (tónleikauppt.)). Páll Pampichler Pálsson: Kristallar 2(000) (12:36; 2000). Diskur 2: Úlfar I. Haralds- son: Luce di transizione (12:07; 1995). Þuríður Jónsdóttir: Crus (6:47; 2006). Hugi Guðmundsson: HEX* (15:36; 2007). Sveinn Lúðvík Björnsson: Quasi concerto** (17:29; 2007). Stjórnandi: Bern- harður Wilkinson. Einleikarar: Stef- án Jón Bernharðsson* horn, Una Sveinbjarnardóttir** fiðla. Hljóð- ritað í Salnum Kóp., Víðistaða- kirkju, Listasafni Íslands og Stúdíó Sýrlandi 2000, 2003, 2005, 2008 og 2013. Hljóðmeistari: Páll Sveinn Guðmundsson. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Smekkleysa SMK91, 2016. Heildartími: 54:53 / 52:05. Verkin á nýlega útkomnu tveggja skífna albúmi KSR spanna á stóru stikli íslenzka tónsköpun síðustu ára- tuga fyrir kammer- sveit. Hversu merkilegt aldamóta- skeiðið um 2000 verður talið fyrir íslenzka listmúsík á að vísu eftir að koma í ljós. Varla þó neitt í lík- ingu við „fin du siécle“ sunnar í löndum 100 árum fyrr þegar frum- módernisminn sleit barnsskónum, enda hafði íslenzk tónlist þegar um 1960 stokkið nánast milliliða- laust úr rómantískum einsöngs- og kórlögum yfir í alþjóðlega fram- sækni í nánast öllum tóngreinum. Viðhorf og aðstæður eru nú að auki gjörbreytt. Markmiðið snýst ekki lengur um að losna úr viðjum sligandi hefðar heldur frekar að veita frambærilegt andval við markaðsvæddri lágkúru. Eða ætti a.m.k. að gera það – eins og reyndar loks er farið að votta fyr- ir, eftir að hreinræktuð raðtækni Seinni Vínarskólans rann sitt skeið á 8.-9. áratug og naum- hyggjumenn mínímalismans tóku síðan að draga úr vélrænasta hjakkinu með kærkomnum stíl- brotum. Sú stílfrelsun hefur einnig náð þakkarverðri útbreiðslu hér nyrðra, eins og heyra má innan um í þessum verkum þótt í ein- staklingsbundnum mæli sé. Og kannski ekki seinna vænna, áður en íslenzk tónsköpun færi að múra sig endanlega inni í klaustursein- angrun frá eyrum samfélagsins líkt og gerzt hefur víða í ná- grannalöndum. Að minnsta kosti er varla hægt að kvarta undan einhæfni tónverkanna níu á þess- um tveim diskum, þó að fjöl- breytni þeirra stafi sumpart af breiðri höfundaarfleifð nærri þriggja kynslóða. Burtséð frá því hlýtur ávallt að vera á reiki hvað segir hverjum mest. Hvað mig varðar náði hlust- vænleikaskali verkanna allt frá nærri tíu og nánast niður í núll – með Nestorana tvo, Nordal og PPP, í efri enda og þarnæst Kar- ólínu og Jónas, að öðrum ótöldum. En sjálfsagt komast aðrir að ólíkri niðurstöðu. Annars er vel frá öllu gengið í þessari útgáfu. Að vísu hefði ónafngreindur höfundur bæklings- textans mátt hygla meir almenn- um hlustanda í heldur akademískri umfjöllun um tónverkin er beinist óþarflega mikið að formrænni greiningu. En að því slepptu stendur hár gæðastaðall KSR fyr- ir sínu með frábærum flutningi undir stjórn Bernharðs Wilkinson í ljómandi skýrum upptökum. Ætti albúmið því að höfða til flestra unnenda nýrrar tónlistar í dag – og jafnvel fleiri þegar fram líða stundir. Í því felst happdrætti tím- ans, eins og sölumaður sagði. Svanasöngurinn fyrir strengi Kvöldstund með Schubert bbbbn Schubert: Strengjakvintett í C Op. 163. Rut Ingólfsdóttir & Sigurlaug Eðvaldsdóttir f., Þórunn Ósk Mar- inósdóttir vla., Sigurður Bjarki Gunnarsson & Hrafnkell Orri Egils- son s. Hljóðritað í Áskirkju 2005. Hljóðmeistari: Páll Sveinn Guð- mundsson. Tónmeistari: Bjarni Rún- ar Bjarnason. Úrvinnsla tónbanda: PSG. Smekkleysa SMC26,2016. Heildartími: 48:50. Ólíkt ofannefndum samtíma- verkum efast enginn um varanlegt gildi Strengjakvintetts Schuberts frá dánarári hans 1828. Það er fyrir löngu orðið gulltryggt, þótt drægist um aldarfjórð- ung að koma því á prent (1853), enda þótti Franz Peter lengst af aðeins kunnur fyrir sönglagasmíðar. Það kann að þykja furðulegt í dag, þar sem hvers konar tónafurðir dreif- ast eftir ótal samskiptabrautum, um ægifagurt meistaraverk er myndi fljúga um alheim sem neisti á Neti um leið og einhver tæki það upp. En svona gerðust kaupin á eyrinni þá. Kæmu engar nótur út var verkið einfaldlega ekki til. Hljómplötupptökur á þessum svanasöng undrabarnsins eilífa fyrir strengi eru síðan orðnar le- gíó og verkið fyrir löngu orðið heimsþekkt. Það er því enginn hægðarleikur að blanda geði við fremstu stroksnillinga heims fyrr og síðar, enda er kvintettinn í þokkabót með kröfuharðari við- fangsefnum í samleik. Jafnvægið er víða ofurviðkvæmt, ekki sízt fyrir sellóin tvö (í stað tveggja ví- ólna eins og algengast var og er fyrir strokkvintetta). Þau þurfa m.a. að spila hratt í einundum eða samstíga áttundum, og getur þá jafnvel minnsta ónákvæmni hljóm- að grautleg eða í skásta falli harmfyndin. Hér er af nógu að taka fyrir fagurkera. Skiptast á skin og skúrir, gleði og sorg, og tónskáldið eys úr að virðist ótæmandi meló- dískum fjársjóði sínum í nærri sinfónískri úrvinnslu svo eftir sit- ur. Fyrir bítlkynslóð hlustenda mætti skjóta að þeirri skondnu til- viljun hvað 2. stefið í Vínar-vaggandi Allegretto- loka- þættinum minnir sláandi á viðlags- upphaf gamla Pelican-smellsins Jenny Darling (sjö eins nótur í röð!) En það breytir vitanlega engu um varanlegu nautnina sem þessi tónkrás veitir ungum sem öldnum. Sem fyrr sagði er kvintettinn ekkert lamb að leika sér við. En þrátt fyrir allar mishuldar þyrni- þrautir tekst félögunum úr KSR oftast að skila merkilega vakurri túlkun á þessu vandasama verki, þó að hrynskerpan mætti stöku sinni vera meiri. Upptakan stend- ur einnig býsna vel fyrir sínu. Með öðrum orðum: tilvalinn diskur, jafnt til eignar sem gjafar. Af sýndri veiði og gefinni Yfirlit yfir nýjar íslenskar klassískar plötur Ríkarður Ö. Pálsson rikardur@mbl.is Kammersveit Reykjavíkur „…þrátt fyrir allar mishuldar þyrniþrautir tekst félögunum úr KSR oftast að skila merkilega vakurri túlkun á þessu vandasama verki,“ segir um flutning á strengjakvintett eftir Schubert. ATH: Sýningartíma dagsins má finna inná midi.is eða laugarasbio.is LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓI á allar myndir allan daginn, á morgun.* Jólin byrja í Laugarásbíói 750 kr í dag, þorláksmessu *Nammipoki frá Nóa Síríus ásamt Svala eða kók frá Vífilfelli fylgir öllum miðum á allar sýningar fyrir kl. 19:00 GUNTER FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AULINN ÉG Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Darri Þór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.