Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 11
sonar hafa fengist við útskurð í
frístundum.
Draumurinn
að byggja safnhús
Þær Ásdís og Ólöf hafa haldið
heimili saman en Ólöf dvelur nú að
mestu á hjúkrunarheimili. Heimili
þeirra prýða margir fallegir gripir
útskornir af Ríkarði. Þar má m.a.
sjá glæsilegan bekk, stóra vegg-
klukku, náhvalstönn, hillur, högg-
myndir og margt fleira sem ber
handbragði meistarans gott vitni.
Ólöf fékk lömunarveiki tveggja
ára gömul og lamaðist mikið. Hún
starfaði lengi hjá Sjálfsbjörg og
átti m.a. frumkvæði að því að
flytja inn hjólastóla. Síðar var hún
formaður Öryrkjabandalags Ís-
lands. Ásdís var píanó- og tón-
listarkennari í Stokkhólmi, á
Siglufirði og Akranesi auk þess
sem hún tók nemendur í einkatíma
í Reykjavík á meðan hún annaðist
aldraða foreldra sína í mörg ár.
Ásdís sagði að hinsta ósk Rík-
arðs föður hennar hafi verið að
gripirnir hans færu til Djúpavogs
og þar yrði sett á stofn safn. Ólöf
Ríkarðsdóttir og Vilhjálmur
Hjálmarsson, fyrrverandi alþingis-
maður og ráðherra, frá Brekku í
Mjóafirði hrundu síðan verkefninu
af stað.
„Guðrún Jónsdóttir arkitekt, sú
mikla listakona sem er nýlátin,
teiknaði safnhús fyrir okkur. Það
kom fjárveiting frá ríkinu í tíð
Katrínar Jakobsdóttur mennta-
málaráðherra. Allt okkar Ólafar
mun líka fara í að byggja safn-
húsið,“ sagði Ásdís. Hún kvaðst
vera ánægð með áhuga Djúpa-
vogshrepps á að annast um Rík-
arðssafn sem nú er í Löngubúð.
Ekki verði þó horft fram hjá því
að Langabúð er gamalt timburhús.
„Hvað ef það brýst út eldur, þá er
þetta allt farið,“ sagði Ásdís.
Auk þess að hýsa Ríkarðssafn
verður kennslurými í nýja safn-
húsinu, gestaíbúð fyrir listamenn
og fleira.
Völundarsmíð Ásdís sagði að pabbi hennar hefði verið mjög viss með
skurðarjárnin og hvert handbragð hefði verið hnitmiðað eins og sjá má.
Landvættir Stóll sem ætti vel heima á forsetasetrinu á Bessastöðum að mati Ásdísar Ríkarðsdóttur. Ríkarður faðir
hennar skar út landvættirnar á stólbakið. Stóllinn er skreyttur útskurði upp úr og niður úr.
Hilla Ríkarður skar út hilluna og merkti upphafsstöfum konu sinnar, MÓ. Einnig skar hann út smiðsvísu sem Ásdís
sagði að hann hefði ort: Sá er galdur allur á,/ andinn vandi hlutinn,/ fái vald og einurð á/ auga, hönd og kutinn.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
Á HVERJUM DEGI
STUÐLUM VIÐ MÖRG
AÐ KYNFERÐISOFBELDI
MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA
Í HINA ÁTTINA.
Í HVAÐA ÁTT HORFIRU?
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
í samræmi við
tolla og gengi
25%afsláttur
Af öllum vörumÚT ÁRIÐ 2016
Við höfum
lækkað vöruverð
Stöndum öll saman sem ein þjóð
800 fjölskyldur hafa óskað eftir jólaaðstoð
hjá Fjölskylduhjálp Íslands og að baki þessum
fjölskyldum eru yfir 2400 einstaklingar
og þar af hundruðir barna.
Sýnum kærleik og samkennd í verki.
Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu
á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá
Fjölskylduhjálp Íslands.
Hjálpið okkur að hjálpa öðrum.
Margt smátt gerir eitt stórt. Guð blessi ykkur öll
546-26-6609, kt. 660903-2590
Hverfisgötu 105
Munið bílastæði á bak við hús
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
30%
afsláttur
af öllum vörum
27.-30. des.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?
—með morgunkaffinu