Morgunblaðið - 27.12.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
3.500 kg heildarburður • Verð 959.677 kr. +VSK
Bílaflutningavagn
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Fyrirbyggir exem
• Betri og sterkari
fætur
„Ég býst ekki við því að hróflað
verði við úrskurði kjararáðs, þrátt
fyrir óánægju,“ segir Benedikt Jó-
hannesson, formaður efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis og for-
maður Viðreisnar, spurður um síð-
asta úrskurð kjararáðs frá 29. okkt-
óber um laun forseta Íslands,
þingfararkaup alþingismanna og
launakjör ráðherra. „Verið er að
leiðrétta alls konar inngrip undan-
farina ára og því á ég ekki von á að
gripið verði inn í ákvörðun kjarar-
áðs.“
Úrskurðanefndir aftur inn
Alþingi samþykkti rétt fyrir jól
frumvarp Bjarna Benediktssonar,
fjármálaráðherra og formanns Sjálf-
stæðisflokksins, um kjararáð. Í því
felst að fækkað er verulega þeim sem
kjararáð ákvarðar laun og önnur
starfskjör.
Á síðustu metrum frumvarpsins
komu fram breytingar þess eðlis að
kjararáð ákveður einnig laun og
starfskjör nefndarmanna yfirskatta-
nefndar, úrskurðarnefndar umhverf-
is- og auðlindamála, kærunefndar út-
lendingamála og úrskurðarnefndar
velferðarmála sem eru í fullu starfi.
Úrskurður kjararáðs stendur
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Samþykkt var frumvarp Bjarna Benediktssonar um kjararáð rétt
fyrir jól þar sem stéttum fækkar sem falla undir úrskurði kjararáðs.
Kjararáð
ákvarðar laun
úrskurðarnefnda
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Verð á flugeldum hjá Slysavarnar-
félaginu Landsbjörg verður ívið
lægra í ár heldur en í fyrra. Undir-
búningur stendur nú yfir hjá björg-
unarsveitum um allt land og að sögn
Þorsteins Gunnarssonar, upplýs-
ingafulltrúa Landsbjargar, er búist
við góðri sölu í ár.
Þorsteinn segir verðlækkunina til-
komna vegna gengisbreytinga auk
góðra samninga björgunarsveitanna
við birgja sína.
Björgunarsveitirnar hafa unnið að
undirbúningi flugeldasölunnar allt
árið og verður hún með svipuðu sniði
og fyrri ár.
„Þetta er með hefðbundnu sniði.
Undirbúningurinn hófst í fyrstu viku
janúarmánaðar, þegar menn fóru yf-
ir árið og byrjuðu að plana næstu
áramót. Innkaupin eiga sér stað á
fyrstu mánuðum ársins og þá fer af
stað framleiðsla fyrir okkur sem tek-
ur mið af þörfum okkar, óskum við-
skiptavina okkar og þeim reglum og
stöðlum sem hér gilda,“ segir hann.
Hluti af íslensku þjóðarsálinni
Sölustaðir björgunarsveitanna
eru staðsettir um land allt, en í ár
eru þeir 111 talsins. Að sögn Þor-
steins er nú unnið að því að koma
sölustöðunum upp.
„Salan sjálf hefst 28. desember og
við gerum ráð fyrir góðri sölu, enda
er það hluti af íslensku þjóðarsálinni
að skjóta upp flugeldum og njóta
áramótanna á þennan hátt,“ segir
hann.
„Auðvitað helst þetta svolítið í
hendur við kaupmátt þjóðarinnar.
Samt fylgjast sveiflurnar ekki ná-
kvæmlega, vegna þess að þetta er
það sterkur hluti í áramótahefðinni.
Margir leggja fyrir allt árið, setja
alla dósapeningana í þetta eða klink.
Undirbúningur fyrir flugeldakaupin
hefst oft strax og áramótin eru lið-
in.“
Breitt vöruúrval
Allir eiga að að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi hjá björgunar-
sveitunum að sögn Þorsteins. „Við
höfum lagt ofurkapp á það að vera
með það mikla breidd í vöruúrvalinu
að það eiga allir að geta fundið það
sem þeir bæði vilja og þurfa,“ segir
hann og bætir við að björgunarsveit-
irnar kaupi meðvitað meira inn til að
ekkert vanti og haldi löggiltan flug-
eldalager.
Þorsteinn minnir á að öryggið
skuli í hávegum haft.
„Það er varla að maður sjái fjöl-
skyldur skjóta upp flugeldum án
þess að vera með gleraugu. Við höf-
um líka lagt áherslu á að mjög ung
börn séu með heyrnarhlífar og erum
með þær á sölustöðum okkar,“ segir
hann.
Landsbjörg lækkar flugeldaverð
Gengisbreytingar og samningar við birgja skila sér í lægra verði 111 sölustaðir Landsbjargar
Búast við góðri sölu í ár Undirbúningur og innkaup fyrir áramótin hafa staðið yfir allt árið
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Undirbúningur Liðsmenn Flugbjörgunarsveitarinnar voru í óða önn að undirbúa flugeldasöluna í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.