Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eyddu tíma í að skrifa niður það
sem þig langar í – sama hversu yfir-
gengilegt og óhugsandi sem það kann að
virðast. Þú sýpur hveljur yfir fréttum sem
þú færð.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt auðvelt með að sleppa
skemmtunum og einbeita þér að verkefnum
sem skipta meira máli. Gríptu tækifærið ef
þú átt tök á því að bregða þér í frí.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það eru ekki gallar sem þú sérð í
speglinum, heldur einstakir eiginleikar sem
gera þig að því sem þú ert. Nýttu tímann
vel, þú getur sofið síðar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Tilfinningarnar eiga það til að
hlaupa með þig í gönur. Ósætti er innan
tengdafjölskyldunnar og þú munt ekki geta
lagfært það. Einbeittu þér að þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Haltu áfram leitinni að dýpri skilningi á
lífinu. Þú hleypur undir bagga með systkini.
Þú nærð góðum árangri í íþrótt sem þú ert
nýbyrjuð/byrjaður að æfa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Að hika er sama og tapa. Þú færð
fréttir sem valda því að þig langar að skelli-
hlæja. Reyndu að forðast að komast í kast
við lögin.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gættu þess að hafa stjórn á skapi þínu
og forðastu að hlaupa eftir hverri hugdettu.
Bjóddu til fagnaðar, þar ertu á heimavelli.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hlutirnir mega taka sinn tíma,
aðalatriðið er að útkoman sé sú sem menn
helst kjósa. Sumarið virðist langt undan en
það verður komið áður en þú veist af.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er tækifæri til að ganga frá
leiðindamáli sem þú hefur lengi látið sitja á
hakanum. Leitaðu ráða hjá þér reyndari
mönnum ef einhver efi sækir á.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur verið erfitt að fá eitt-
hvað af viti upp úr unglingnum ef hann er í
mótþróakasti. Leggðu höfuðið í bleyti og
finndu lausn á húsnæðisvandanum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Eitt er að vita hvað maður vill og
annað að biðja um það. Sýndu hugrekki og
vertu ófeimin/n. Brennt barn forðast eldinn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú verður tekinn til bæna af þér
eldri aðila. Ekki afsaka þig, það þýðir ekkert.
Þú veist upp á þig skömmina. Dveldu samt
ekki lengi við þennan atburð. Horfðu fram á
við.
Það er nú það,“ segir ÁrmannÞorgrímsson á Leir og bætir
við: „Auðveldara að setja reglur en
halda þær: „Þú skalt elska náunga
þinn eins og sjálfan þig.“
Ekkert guð fer eftir þessu
eins og má af fréttum sjá,
í fyrradag ég fór til messu,
fékk að hlusta á börnin smá
syngja eftir uppskrift hans
ástaljóð til frelsarans.
En annars staðar úti í heimi
eiga barnamorð sér stað
eins og sjálfur guð þeim gleymi,
getur þú drottinn útskýrt það?
Samhljóm engan sé ég hér,
svona áttu ekki að hegða þér.
Magnús Halldórsson orti á
Boðnarmiði á Þorláksmessu:
Er að hleypa upp á skötu,
eftir veislu kærri bíð.
Hnoðmör líka hef að mötu,
hart á ganga élin stríð.
Lítið barn var lagt í jötu,
lávarður á þeirri tíð.
Ilminn leggur út á götu
enda komin þannig tíð.
Þessar jólasveinavísur Sigurjónu
Björgvinsdóttur eru skemmtilegar,
– og óvæntar!:
Alltaf borðar eðalskyr
Ms, skyr og Kea í bland
hefur alltaf óskabyr
á sitt vinnur sérhvern band.
Kafar snjóinn kappinn sá
kátur börnum gefur
ferðast ‘ann um fjöllin há
feikna poka hefur.
Alþingi tókst að ljúka störfum fyr-
ir jól, – Ólafur Stefánsson orti og
kallar „Alþing hið nýja“:
Heiðarleiki, heillyndi,
hættur sjór að ýfast.
Nú er logn og leiðindi,
látið vera að rífast.
Á miðvikudaginn heilsaði Páll
Imsland leirliði í snjóugu hádeginu.
– „Fílósófía fáránleikans finnst mér
skemmtileg. Það finnst hins vegar
ekki öllum og við því verður ekki
gert“:
Hann Finnbogi gamli á Fönn
var í fetum mælt sex plús ein spönn.
Svona langur og mjór
var hann lagstur í hór
löngú áður sagan varð sönn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af náungakærleik, skötu
og jólasveinum
Í klípu
„JÆJA, EN JAFNVEL ÞÓ ÞÚ SKILJIR
ÞAÐ ÞANNIG, HVERSU MÖRG NÚMER
ÞARFTU EIGINLEGA?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„TILVONANDI TENGDAPABBI
MINN SEGIR MÉR AÐ ÞÚ SÉRT
BESTI RAKARINN Í BÆNUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að bréfið
kom frá ástinni þinni.
ÞÚ ÁST BLÓMIN SEM ÉG KEYPTI
FYRIR STEFNUMÓTIÐ MITT!
HVAÐ Á ÉG AÐ
GERA NÚNA?
LÁTTU HANA ÞEFA AF
ANDARDRÆTTI MÍNUM
ÞAÐ ER MJÖG
HÆTTULEGT AÐ GERA
ÁRÁS Á KASTALA!
HVAÐ ER
TÓKI
LÆKNIR
AÐ GERA
HÉRNA?
HANN ER AÐ BJÓÐA
NÝJUM SJÚKLINGUM
SÉRSTAKAN AFSLÁTT!
VINSAMLEGA
TAKIÐ
NÚMER
Afi, af hverju heitir þetta ham-borgarahryggur? Það eru engir
hamborgarar í þessu,“ spurði sjö
ára gömul sonardóttir Víkverja
skömmu fyrir jól. Blessuðu barninu
var svo sem vorkunn; maðurinn í
sjónvarpinu, sem hún var að hlusta
á, sagði sannarlega hátt og snjallt:
Hamborgarahryggur. Eins og svo
ótalmargir.
Afanum var ljúft og skylt að leið-
rétta þennan misskilning; steikin
héti í raun ekki hamborgarahrygg-
ur, heldur hamborgarhryggur, það
er hryggur kenndur við borgina
Hamborg í Þýskalandi. Þessi skýr-
ing dugði; sonardóttirin hleypti
bara brúnum og fór að hugsa um
eitthvað annað. Eins og börn gera.
x x x
Afinn hélt hins vegar áfram aðvelta málinu fyrir sér og
grennslaðist betur fyrir um það
daginn eftir. Hvers vegna er téður
hryggur kenndur við Hamborg?
Þeirri áleitnu spurningu er svar-
að með þessum hætti á Vísinda-
vefnum:
„Orðið hamborgarhryggur sem
notað er um reykt svínakjöt barst að
öllum líkindum í íslensku úr dönsku.
Danir kalla slíkt kjöt hamburgerryg
eða hamborgerryg.
Fyrri hluti danska orðsins,
’hamburger-’, er í rauninni tvíræður
og gæti frá sjónarmiði málfræð-
innar þýtt hvort sem er ’hamborg-
ar-’ eða ’hamborgara-’. Lítill vafi er
þó á því að átt er við fyrri merk-
inguna og að réttara eða eðlilegra er
að tala um ’hamborgarhrygg’ á ís-
lensku. Fyrri liðurinn er sóttur til
borgarheitisins Hamborgar í Norð-
ur-Þýskalandi og merkir því orðið
bókstaflega ’hryggur frá Hamborg’.
Þjóðverjar borða gjarnan slíkt kjöt
og Danir hafa hugsanlega tekið
vinnsluaðferðina upp eftir þeim. Í
Þýskalandi er kjötið þó ekki kennt
við Hamborg heldur borgina Kassel
í sambandsríkinu Hessen og kallað
Kasseler, það er ’frá Kassel’.“
Þá vitum við það.
x x x
Til gamans má geta þess að ham-borgarhryggur hefur verið á
borðum hjá Víkverja á aðfangadag
frá því hann hóf búskap.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp
í nauðum.
(Sálm. 46.2)
mbl.is