Morgunblaðið - 27.12.2016, Page 33

Morgunblaðið - 27.12.2016, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Hugmyndin er að gera þetta sem skemmtilegast fyrir áhorfendur,“ segir Hrólfur Sæmundsson barí- tónsöngvari um tónleikana „Klass- ískir gullmolar“ sem haldnir verða í Hjallakirkju í kvöld, þriðjudag, klukkan 19.30. Það er Impromptu Opera sem stendur fyrir tónleikunum en félagið er í eigu Hrafnhildar Björnsdóttur sópransöngkonu og Martyn Parkes píanóleikara. Markmið Impromtu Opera er að bjóða upp á tónlistar- skemmtun fyrir alla, líka þá sem alla jafna myndu af einhverjum ástæð- um ekki íhuga að fara á klassíska tónleika eða óperu. Að sögn Hrafnhildar eru tónleik- arnir þeir fyrstu á vegum Im- promptu Opera Íslandi en fjölmarg- ir tónleikar hafa fengið frábærar viðtökur í Englandi og Skotlandi. Hrafnhildur og Parkes koma þar fram, oft ásamt fleiri söngvurum, og auk þeirra verða Hrólfur, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Þorbjörn Rúnarsson tenór með í för á tónleikunum í Hjallakirkju. Á svið í Metropolitan Hrólfur hefur í nógu að snúast í söngnum og segir næstu þrjú árin orðin fullbókuð. „Ég er núna að syngja Macbeth í Þýskalandi og svo er ég að syngja Carmen í Írlandi þar á eftir. Svo er það Arianna frá Nax- os í Þýskalandi, Hans og Gréta í Noregi, La Traviata í Þýskalandi, Dauðaborgin í Hollandi og svo Don Giovanni í Þýskalandi. Þetta er bara næsta ár.“ Þá má þess geta að Hrólfur mun þreyta frumraun sína á sviði í Metropolitan-óperunni í New York innan tveggja ára. Hrólfur og Hrafnhildur námu bæði söng við Söngskólann í Reykjavík og þekkjast ágætlega. Hrólfur er mikið á flakki vinnu sinn- ar vegna og hafði hugsað sér að vera í fríi yfir jólin. „Ég var eiginlega bú- inn að ákveða að taka ekki þátt í tón- leikahavaríinu [í desember] en svo spurði Hrafnhildur mig um þetta. Þetta er skemmtilegt prógramm og mig langaði að vera með svo ég sló til. Þetta er góður tími milli jóla og nýárs og góðir söngvarar.“ Galatónlist á efnisskránni Efnisskráin samanstendur af arí- um, dúettum og kvartett úr óperum á borð við Carmen, La Traviata, Rigoletto, Porgy and Bess og La Bohème. „Þetta er allt eitthvað sem við flest höfum sungið áður og á vel við á svona nýárstónleikum. Þetta er tónlist sem gjarnan er flutt á stórum galatónleikum, svona „best of“ má segja. Svo er aldrei að vita nema að það læðist inn eitt jólalag eða svo.“ Hrólfur segir að lagt verði upp úr því að áhorfandinn skemmti sér og því verði stemningin létt. „Atriðin verða tengd saman, jafnvel á leik- rænan hátt. Við erum náttúrulega öll mjög sviðsvön þannig að þetta verður örugglega skemmtilegt.“ Hrafnhildur segir þau hjónin langa til að gera tónleikana að árleg- um viðburði svo hægt verði að gefa sem flestum íslenskum söngvurum tækifæri. „Á okkar litla landi blómstrar menningin en það er minna um óperutónlist. Okkur finnst þetta tilvalin leið til að kynna tónlist úr ýmsum óperum fyrir öll- um en vonandi náum við til þess hóps sem ekki fer að sjá óperur en skiptir um skoðun eftir að hafa upp- lifað tónleika með Impromptu Opera.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Létt stemning Hrólfur Sæmundsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Martyn Parkes, Hrafnhildur Björnsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson flytja aríur, dúetta og kvartett á tónleikum sínum í Hjallakirkju í kvöld. Létt stemning og leikrænir tilburðir  Impromptu Opera stendur fyrir tónleikum í Hjallakirkju í kvöld kl. 19.30  Kynnt verður skemmtileg óperutónlist Tónlistarrýnar breska ríkis- útvarpsins, BBC, völdu plötu bandarísku tónlistarkonunnar Beyoncé, Lemonade, þá bestu sem kom út á árinu. Hafði hún betur en svanasöngur Davids Bowie, Blackstar, sem kom út tveimur dög- um fyrir dauða hans í janúar síðast- liðnum. Listinn yfir bestu plöturnar lítur svona út: 1 Beyoncé: Lemonade 2 David Bowie: Blackstar 3 Frank Ocean: Blonde 4 Chance the Rapper: Coloring Book 5 Solange: A Seat at the Table 6 Kanye West: Life of Pablo 7 A Tribe Called Quest: We Got It From Here 8 Radiohead: A Moon Shaped Pool 9 Angel Olsen: My Woman 10 Mitski: Puberty 11 Leonard Cohen: You Want It Darker 12 Rihanna: Anti 13 Anderson Paak: Malibu 14 Bon Iver: 22, A Million 15 The 1975: I Like It When You Sleep... 16 Anohni: Hopelessness 17 Car Seat Headrest: Teens of Denial 18 Nick Cave & The Bad Seeds: Skeleton Tree BBC-rýnar segja plötu Beyoncé besta AFP Virt Á nýju plötunni fjallar Beyoncé um áhrifamátt kvenna í samfélaginu. Út er komið nýtt tölublað Þjóðmála, 4. hefti 12. árgangur. Forsíðugrein ritsins fjallar um hrun Samfylkingarinnar. Í þjóðmálaúttekt er fjallað um konur og Sjálfstæðisflokkinn, Elías B. Elías- son skrifar um orkuna okkar og sæstreng og Björn Bjarnason um stjórnarmyndun án óða- gots. „Byltingarstjórnarskrá“ nefnist grein eft- ir Sigurð Má Jónsson, dr. Ásgeir Jónsson fjallar um kvótakerfið í greininni „Sannleikur um sjáv- arútveg“, Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um að ekki sé hægt að semja um varanlegar undan- þágur frá reglum Evrópusambandsins, og grein dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar nefnist „Til varnar smáríkjum“. Úgefandi og ritstjóri Þjóðmála er Óli Björn Kárason. Fjölbreytilegt efni í nýjum Þjóðmálum SÝND KL. 8, 10.50 SÝND KL. 2, 5 2D ÍSL TAL - SÝND KL. 1.45, 3.50, 6 2D ENS TAL - SÝND KL. 5, 8 SÝND KL. 2, 8.15, 10.25 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GLEÐILEG JÓL Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Á UNGA FÓLKIÐ Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Afgreiðum samdægurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.