Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 2

Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 2
Prammi í strandhöggiVeður Aftur suðvestanhvassviðri eða -stormur með skúrum eða éljum í dag, en úrkomulítið fyrir austan. Dregur talsvert úr vindi og éljum sunnan- og vestanlands um kvöldið. sjá síðu 48 Dublin Helgarferð | 20. apríl | 3 nætur Frábært verð frá: 69.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi á Academi Plaza með morgunmat. Verð án Vildarpunkta: 79.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS samfélag Eftir tvö vopnuð rán í mars, annað í Glæsibæ og hitt á Bíldshöfða, hefur fyrirspurnum til Öryggis- miðstöðvarinnar um námskeiðið Ógnandi hegðun fjölgað töluvert og fyrirtæki sýnt áhuga á að senda starfsmenn sína á það. Þar er reynt að undirbúa starfsfólk eins vel og mögu- legt er lendi það í vopnuðu ráni. „Þetta kemur í skorpum. Þegar tvö rán verða þá fara atvinnurekendur að hugsa hvernig þeir geti brugðist við ef þeirra verslun og þeirra starfs- fólk lenti í svona,“ segir Arnór Sig- urðsson, sem er einn af kennurum á námskeiðinu. Arnór segir að farið sé yfir ýmsa þætti á námskeiðinu eins og hvernig sé að lenda í vopnuðu ráni og við- brögð við því. Þeir sem lenda í ráni eru oftar en ekki lengi að jafna sig. Það sé mikið sjokk að fá öskrandi og ógnandi ræningja, sem eru oftast vopnaðir, inn í verslun til sín. „Það er eðlilegt að taka svona nærri sér. Þegar einhverjum er ógnað og það er farið inn á persónulegt svæði manneskju, þá getur það verið mikið áfall. Þess vegna skiptir miklu máli vinnan sem fer af stað eftir ránið. Við komum ekki í veg fyrir að svona hlutir gerist en við getum unnið rétt úr þeim eftir á. Fyrir fyrir- tæki og atvinnurekendur skiptir miklu máli að bregðast rétt við með réttum stuðningi fyrir starfsfólk sitt.“ Arnór segir að það sé meiri skiln- ingur nú hjá atvinnurekendum gagnvart starfsfólki sínu. „Viðskipta- vinum sem hafa komið á námskeið er umhugað um starfsfólkið enda er það grunnurinn að starfseminni. Það er verið að fjárfesta í þeim og það skiptir máli að sýna þeim þann stuðning ef eitthvað kemur upp á og undirbúa það.“ Ef einhver lendir í vopnuðu ráni þá er aðalatriðið að reyna ekki að leika hetju. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Það vilja allir komast heim til sín eftir vinnudaginn og í flestum til- fellum eru þetta dauðir hlutir og heilsa starfsmannsins er aðalatriðið. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að leika hetju. Það er gullna reglan í þessu, að hugsa um sitt eigið öryggi,“ segir Arnór. benediktboas@365.is Hetjudáðir eiga aldrei við í vopnuðum ránum Vopnuð rán á Bíldshöfða og í Grímsbæ í mars juku vitund verslunareigenda sem senda nú starfs- fólk sitt á sérstakt nám- skeið þar sem viðbrögð við slíkri upplifun eru kennd. Mikið áfall er að fá vopnaðan og öskrandi ræningja inn í verslun. Arnór Sigurðsson á námskeiðinu Ógnandi hegðun. Mynd/ÖryggiSMiðStÖðin Á meðan á ráninu stendur: l Ekki leika hetju. Aldrei reyna að yfirbuga ræningjann eða tefja hann. l Ekki verða skelkuð/skelk- aður, ræninginn vill forðast það að meiða þig, hann vill aðeins verðmæti en verður einungis hættulegur ef ránið gengur illa. l Farðu eftir fyrirmælum og reyndu að flýta þér að því sem hann/hún biður þig um að gera. l Reyndu að taka eftir sér- einkennum viðkomandi s.s. hæð, líkamsbyggingu, klæðnaði, talanda o.s.frv. Úr námskeiðinu Ógnandi hegðun Pramma rak upp í fjöru við Sundhöllina í Hafnarfirði í ofviðrinu sem geisaði aðfaranótt gærdagsins. Hann var bundinn við flotkvína í Hafnar- fjarðarhöfn en slitnaði þaðan frá. Pramminn er þó kominn á flot aftur en lóðsbátur dró hann á flot upp úr klukkan fjögur í gær. FréttAblAðið/VilhelM stjórnmál Ríkisstjórnin ákvað í gær að setja 1.200 milljónir króna til viðbótar í vegagerð á þessu ári. Þau verkefni sem fá stærstan hluta auka- framlagsins eru Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Horna- fjarðarfljót. Fær hringvegurinn í Berufirði 300 milljónir króna, 200 milljónir verða settar í brú yfir Hornafjarðarfljót og hið sama í Dettifossveg. Þá fær Vest- fjarðavegur 200 milljónir króna til að tryggja að vegagerð um Teigsskóg hefj- ist um leið og leyfi fæst. – þea Aukamilljónir til vegagerðar Bandaríkin Repúblikanar í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings drógu sjúkra- tryggingafrumvarp sitt til baka í gærkvöldi. CNN greindi frá því að Donald Trump forseti hefði sjálfur farið fram á það þar sem of margir þingmenn flokksins voru andvígir því. Stefndi því ekki í að meirihluti næðist um frumvarpið. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í gærkvöldi. Af því varð hins vegar ekki og greina fjölmiðlar vestanhafs frá því að ákvörðunin sé mikill ósigur fyrir forsetann og Paul Ryan, forseta fulltrúadeildarinnar. „Við komumst nálægt þessu en þetta tókst ekki. Ég hringdi í for- setann og sagði honum að ég vildi draga frumvarpið til baka. Hann var sammála,“ sagði Ryan á blaða- mannafundi. Sjálfur sagðist Trump hafa lært mikið af þessari reynslu. „Við lærðum mikið um flokks- hollustu, ferlið og úreltar reglur í dag. Þetta hefur verið mjög áhuga- verð reynsla og ég held hún muni leiða til betra heilbrigðiskerfis,“ sagði Trump á blaðamannafundi á skrifstofu sinni. Þá sagði hann að 2017 yrði svo slæmt ár fyrir Obamacare, sjúkra- tryggingalöggjöf Baracks Obama, að Demókratar myndu koma til sín og biðja um samstarf við að skapa nýtt sjúkratryggingakerfi. – þea Líflína fyrir Obamacare 1,2 milljörðum til viðbótar verður varið í vegagerð á árinu. donald trump bandaríkjaforseti. nordicphotoS/AFp 2 5 . m a r s 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 4 -F 6 3 0 1 C 8 4 -F 4 F 4 1 C 8 4 -F 3 B 8 1 C 8 4 -F 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.