Fréttablaðið - 25.03.2017, Síða 72
„Við hugsum
út frá því að
búnaðurinn
sé einfaldur í
notkun, ekki
síst fyrir fundi
og ráðstefnur
þar sem allt þarf
að ganga vel
fyrir sig,“ segir
Ingólfur.
MYND/ERNIR
Við erum alltaf
með búnað af
nýjustu og fullkomnustu
gerð frá heimsþekktum
framleiðendum, sem eru
með leiðandi vörumerki
á markaðnum.
HljóðX sérhæfir sig í heildar-lausnum fyrir funda- eða ráðstefnusali, hvort heldur
sem er í fundarherbergjum stórra
og minni fyrirtækja, á hótelum,
veitingastöðum eða stærra hús-
næði á borð við íþróttasali. „Hvort
sem þörf er á tveimur hátölurum
og einum hljóðnema á litlum fundi
eða stórum flatskjáum og öðru
sem þarf til að halda fjölmenna
ráðstefnu, þá erum við með rétta
tæknibúnaðinn,“ segir Ingólfur
Arnarson framkvæmdastjóri.
Einnig er hægt að fá búnað fyrir
fundi í heimahúsum.
„Við leitumst við að hafa tækni-
búnaðinn sé bæði áreiðanlegan og
hagkvæman. Þegar við höfum sett
hann upp er ekkert sem á að geta
farið úrskeiðis. Við hugsum út frá
því að búnaðurinn sé einfaldur í
notkun, ekki síst fyrir fundi og ráð-
stefnur þar sem allt þarf að ganga
vel fyrir sig.“
Búnaður af fullkomnustu
gerð
HljóðX hefur langa reynslu af
tæknilegum lausnum og er eitt
fremsta fyrirtæki landsins á þessu
sviði. „Við erum alltaf með búnað
af nýjustu og fullkomnustu gerð frá
heimsþekktum framleiðendum,
sem eru með leiðandi vörumerki
á markaðnum. HljóðX er með
umboðið fyrir Harman sam-
steypuna og fyrir stærri viðburði
erum við með teymi frá þeim
til aðstoðar,“ segir Ingólfur en á
stórum fundum eða ráðstefnum er
tæknimaður frá HljóðX á staðnum.
Kaupa eða leigja?
Hjá HljóðX er hægt að leigja eða
kaupa einstaka hluti, svo sem
þráðlausa hljóðnema, hátalara,
ljósabúnað, leiksvið og fleira. „Við
bjóðum upp á faglega ráðgjöf og
föst verðtilboð í hönnun, uppsetn-
ingu, sölu og leigu á hljóð-, ljósa-
og myndakerfum,“ segir Ingólfur.
„Við setjumst niður með viðskipta-
vinum okkar og förum yfir hverju
þeir þurfa á að halda. Síðan er allt
undirbúið og allur búnaður settur
upp og gert klárt innan þess tíma-
ramma sem unnið er eftir.“
HljóðX er einnig með verslun
sem selur hljóðfæri og minni
hljóðkerfi sem henta tónlistarfólki
vel.
Verkefni HljóðX
HljóðX hefur komið að tækni-
málum og séð um tæknibúnað á
mörgum af stærstu viðburðum
hérlendis. „Í fyrra sáum við um
nær allan tæknibúnað fyrir Secret
Solstice hátíðina. Við vorum með
stærstu og öflugustu útivagnana á
Menningarnótt og sáum um allan
tæknibúnað fyrir RÚV á Arnarhóli
og Stöð 2 og Bylgjuna í Hljóm-
skálagarðinum. Við erum með
búnað og mannskap til að sinna
stærstu sem smæstu verkefnum.“
Tæknilausnir fyrir alla fundi
HljóðX býður upp á heilan heim lausna fyrir ráðstefnur, fundi og aðra
viðburði þar sem tæknimálin þurfa að vera í lagi.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . m a r s 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
2
5
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
2
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
8
5
-4
0
4
0
1
C
8
5
-3
F
0
4
1
C
8
5
-3
D
C
8
1
C
8
5
-3
C
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K