Fréttablaðið - 25.03.2017, Blaðsíða 18
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
skrifar frá Shköder
eirikur@365.is
Fótbolti Íslenska landsliðið náði
sem betur fer að landa þremur
stigum gegn erfiðum andstæðingi í
Albaníu í gærkvöldi, er okkar menn
unnu 2-1 sigur á Kósóvó í erfiðari
leik en margur átti eflaust von á.
Björn Bergmann Sigurðarson og
Gylfi Þór Sigurðsson úr vítaspyrnu
skoruðu mörk Íslands í fyrri hálf-
leik en eftir mikla elju gestgjafanna
í upphafi þess síðari uppskáru þeir
mark er Atdhe Nuhiu skoraði. Sem
betur fer komust Kósóvóar ekki
nær þrátt fyrir fína pressu frá þeim.
Mikill ákafi heimamanna
Ákafinn var mikill hjá gestgjöf-
unum í upphafi og íslensku leik-
mennirnir áttu fullt í fangi með að
koma sínu spili í gang.
Þeir fengu afar lítinn tíma á bolta
og til að skila honum á samherja.
Gylfi Þór var lítið í spilinu og sókn-
armennirnir gerðu lítið annað en
að hlaupa og berjast.
Það fjaraði undan pressu Kósóvó
strax eftir stundarfjórðung. Íslend-
ingar fengu þá meira svæði til að
athafna sig á og þvinga gestgjafana
til að verjast.
Þegar það lukkaðist byrjuðu leik-
menn Kósóvó að gera mistök sem
okkar menn refsuðu fyrir.
Auðvelt fyrir Björn
Í fyrra marki Íslands í fyrri hálfleik
urðu mistökin til þess að Arnór
Ingvi gat lagt boltann út á Gylfa,
sem skaut að marki. Samir Ujkani
varði en Björn Bergmann hirti frá-
kastið og skoraði í autt markið.
Gylfi skoraði sjálfur síðara mark-
ið úr vítaspyrnu sem kom til eftir
eitraða sendingu hans á Birki Má,
inn fyrir varnarlínu Kósóvó.
Benjamin Kololli gerði sig sekan
um slæm mistök, missti af bolt-
anum og felldi Birki. Spyrnan hjá
Gylfa var örugg, eins og við var að
búast.
Berisha öflugur
Kósóvó sýndi að liðið er með sterka
einstaklinga. Valon Berisha var öfl-
ugur framan af og ógnaði íslenska
Léttir fyrir strákana okkar
Íslendingar unnu afar mikilvægan útivallarsigur á seigu liði Kósóvó, 2-1, í Shkoder í Albaníu í gær. Snilli
Gylfa Þórs Sigurðssonar kom enn og aftur í ljós þegar mest á þurfti. Kósóvó beit hraustlega frá sér í leiknum.
Gleði, gleði, gleði! Strákarnir fagna marki Gylfa Þórs úr vítaspyrnu i gær. fréttABlAðið/epA
visir.is Umsögn um alla leik-
menn, umfjöllun og viðtöl má
finna á íþróttavef Vísis.
markinu með skoti snemma leiks
sem strauk slána á íslenska mark-
inu. En það var augljóst að liðsheild
og leikskipulag Íslands var miklu
sterkara en hjá andstæðingunum.
Ísland refsaði
Íslendingar refsuðu fyrir mistök
Kósóvóa, en íslenskir samherjar
björguðu hverjir öðrum eftir mis-
tök þeirra.
Kósóvó sýndi líka að liðið hefur
engu að tapa og að leikmenn þess
eru algjörlega óhræddir við að láta
til sín taka.
Eftir að hafa stillt sig af í leik-
hléinu mættu þeir dýrvitlausir til
leiks í síðari hálfleik og eftir að
hafa komist afar nærri nokkrum
sinnum uppskáru þeir mark er
Atdhe Nuhiu skoraði með skalla af
stuttu færi á 52. mínútu.
Héldu haus
Meðbyr gestgjafanna var mikill og
Keflavík - tindastóll 83-73
Keflavík: Amin Stevens 29/23 frák, Magnús
Traustason 27, Reggie Dupree 14, Hörður
Axel Vilhjálmsson 6/9 stoðsendingar.
Tindastóll: Antonio Hester 23/12 frák.,
Chris Caird 15, Pétur Birgisson 14.
Keflavík vann einvígið, 3-1.
Þór Þorl. - Grindavík 88-74
Þór: Tobin Carberry 25, Emil Karel Einarsson
16, Maciej Baginski 13, Davíð Ágústsson 9.
Grindavík: Ólafur Ólafsson 21, Lewis Clinch
21, Þorleifur Ólafsson 12.
Staðan er 2-2. Oddaleikur á sunnudag.
Nýjast
Domino’s-deild karla
Um helgina
Stöð 2 Sport á laugardegi
14.00 WGC Golfstöðin
17.00 Sviss - lettland Sport 2
17.00 Andorra - færeyjar Sport 3
17.00 Svíþjóð - H-rússl. Sport
19.45 Belgía - Grikkland Sport 2
19.45 portúgal - Ungverj. Sport
19.45 Búlgaría - Holland Sport 3
21.30 Kia Classic Sport 4
00.00 Sunna í invicta Sport 2
04.30 f1 í Ástralíu Sport
Stöð 2 Sport á sunnudegi
14.00 WGC Golfstöðin
16.00 england - litháen Sport
16.00 Aserb. - Þýskaland Sport 2
16.00 S. Marino - tékkl. Sport 3
18.45 N-Írland - Noregur Sport 2
18.45 Skotland - Slovenía Sport 4
18.45 Danmörk - rúmenía Sport 5
19.15 Oddaleikur í Dom. Sport
19.30 NBA: Houston-OKC Sport 3
21.00 Körfuboltakvöld Sport
21.30 Kia Classic Sport 4
Króatía - Úkraína 1-0
tyrkland - finnland 2-0
Kosóvó - Ísland 1-2
efri
Króatía 13
Ísland 10
Úkraína 8
Neðri
Tyrkland 8
Kósóvó 1
Finnland 1
Undank. HM 2018 riðill Íslands
ÓlAfÍA KoMSt EKKI ÁfrAM
Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir
er úr leik á KIA
Classic-mótinu
á lPGA-móra-
röðinni. Hún
endaði fyrstu tvo
hringina á þremur
höggum yfir pari samtals og var
tveim höggum frá því að komast í
gegnum niðurskurðinn.
KÓS 1 –2 ÍSl
0-1 Björn Sigurðarson (25.), 0-2
Gylfi Þór Sigurðsson, víti (34.), 1-2
Atdhe Nuhiu (53.)
Skot (á mark): 7 (5) – 9 (5)
Horn: 5 – 2 rangstöður: 1 – 1
frammistaða Íslands (4-4-2)
Hannes Þór Halldórsson 6
Birkir Már Sævarsson 7
Kári Árnason 8
Ragnar Sigurðsson 8
Ari Freyr Skúlason 6
Emil Hallfreðsson 5
Aron Einar Gunnarsson 7
Gylfi Þór Sigurðsson 8
Arnór Ingvi Traustason 6
Björn Bergmann Sigurðarson 7
Viðar Örn Kjartansson 5
(69. Jón Daði Böðvarsson 6)
stemningin á vellinum eftir því. En
Íslendingar náðu sem betur fer að
halda haus og klára leikinn með
sigri, þó svo að það hafi stundum
staðið tæpt.
leikurinn reyndi á taugarnar en
strákarnir hafa margsinnis sýnt,
sem betur fer, að þeir eru með stál-
taugar þegar á reynir.
Sigurinn er gríðarlega mikil-
vægur fyrir íslenska liðið upp á
framhaldið í riðlinum en hefði liðið
tapað stigum í Albaníu hefði leiðin
á HM í rússlandi orðið afar grýtt.
Með þessum þremur stigum
eru strákarnir okkar aftur á móti í
fínum málum og spila leik á heima-
velli gegn Króatíu um toppsæti
riðilsins.
2 5 . m a r s 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r18 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
2
5
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
8
5
-0
0
1
0
1
C
8
4
-F
E
D
4
1
C
8
4
-F
D
9
8
1
C
8
4
-F
C
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K