Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 4

Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 4
ferðaþjónusta Útdeiling fjármuna úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða eftir landshlutum er ekki í takt við dreifingu ferðamanna. Þingvellir, sem rúmur helmingur ferðamanna sótti heim síðasta sumar, fær enga fjárveitingu annað árið í röð og ekkert fer til suðaustur- hluta landsins. Alls eru veittir styrkir til 58 verk- efna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna. Ef skoðuð er heildarfjárhæð á hvern landshluta, deilt með fjölda ferðamanna sem heimsóttu svæðið sumarið 2016 samkvæmt tölum Ferðamálastofu, má sjá að þar gætir mikils misræm- is. Dreifingin er allt frá 57,5 krónum á hvern ferðamann í nágranna- sveitarfélögum höfuðborgarinnar til 518,8 króna á hvern ferðamann á hálendinu. Vísir greindi frá því í gær að Þing- völlum hefur nú í tvígang verið synjað um fjárveitingu úr sjóðnum. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, segir að sótt hafi verið um styrki fyrir alveg bráð- nauðsynlegt verkefni, að koma upp vatnssalernum á Þingvöllum. Hann segir sjóðinn skelfilegt fyrirbrigði og telur að Þingvellir ættu einfald- lega að fá meira fé á fjárlögum. Suðurland, sem tók á móti 70 prósentum ferðamanna sumarið 2016 samkvæmt Ferðamálastofu, fær 93,7 milljónir úr sjóðnum, eða 15 prósent af þeim 610 milljónum sem skipt var. Það er 198,1 króna á hvern ferðamann 2016, sem er mun minna en á Vesturlandi, Vest- fjörðum og Norðurlandi. „Það er auðvitað mjög sérkenni- legt. En þannig hefur þetta alltaf verið. Þegar menn eru hér að tala um að lagfæra einbreiðar brýr ætla menn ekki að lagfæra þá einbreiðu brú sem flestir ferðamenn fara um sem er yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Misskiptingin er mikil,“ segir Ásgeir Úthlutun ekki í takt við fjöldann Fjárhæðir sem útdeilt er úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða eru ekki í takt við ferðamannafjölda svæðanna. Suðurland fær lága fjárhæð miðað við að 70 prósent ferðamanna heimsækja svæðið á sumrin. Magnússon, sveitarstjóri Mýrdals- hrepps. Ef útdeilingin er skoðuð má sjá að fé rennur til margra vin- sælla áfangastaða á Suðurlandi, til Gullfosss og Geysis, Reykjadals og Skóga. Þó er lítið sem ekkert um styrki frá miðju Suðurlandi og austur á land. Að sögn Ásgeirs sótti Mýrdals- hreppur ekki um úr sjóðnum að sinni. „Við fengum úthlutað til framkvæmda í Dyrhólaey í fyrra sem er ekki búið að ljúka og sóttum því ekki um í ár.“ Ásgeir telur að full þörf sé þó fyrir meira fé til uppbygg- ingar í sveitarfélaginu. „Við erum hér í 500 manna sveitar félagi og erum að taka á móti 1,5 milljónum ferðamanna. Það segir sig sjálft að það þarf verulega að taka til hendinni hér. Það þarf miklu meiri peninga í uppbygg- ingu á þessum ferðamannastöðum. Þá er ég að tala um allt. Það sem er stóra málið hér eru vegirnir, útskot veganna, og bílastæðamál.“ Ásgeir segir að mikil umræða hafi farið fram um hvernig sé best að ná í meira fé, til dæmis í gegnum fjárlög. Hann telur þó að einfaldasta leiðin sé að taka af ferðamönnum innkomugjald þegar þeir koma til landsins. „Það er einfalda leiðin til að taka inn peninga til að deila út til fram- kvæmda á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. saeunn@frettabladid.is Það sem er stóra málið hér eru vegirnir, útskot veganna og bílastæðamál. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps tölur vikunnar 19.03.2017 – 25.03.2017 91 % bar na e r s kr áð hj á he im ili st an nl æ kn um e n hl ut fa lli ð va r 6 4% á rið 2 01 4. 2,1 milljarður manna í heiminum er of þungur og þrjár milljónir deyja vegna þessa árlega. 72.000 fermetrar af mosa verða endurnýttir við ný vegamót við Krýsuvíkurafleggjara. 25.000 verslanir í Bandaríkjunum bjóða skyr og aðrar mjólkurvörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation. 1,8% fólksfjölgun varð á Íslandi á milli ára. 96.000 ferðamenn komu til Grænlands í fyrra. 170.000 ferðamenn koma til Akureyrar með skemmtiferðaskipum í sumar. Lilja Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins sagði gagnsætt eignarhald for- sendu þess að skapa traust og tiltrú á íslensku bankakerfi. Það væri slæm byrjun á næsta áfanga í endurreisn bankakerfisins ef ekki fengjust skýrar upplýsingar um eigendur og fyrirætlanir þeirra um íslenskt bankakerfi. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi að samningar við Klíníkina í Ármúla yrðu ekki fleiri. Hann kvaðst ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem væru rekin í gróðaskyni. Það væri andstætt tilfinningu allflestra og ekki til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins. María Helga Guðmundsdóttir formaður Sam- takanna '78 sagði sam- tökin hafa hafnað beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kyn- hneigð. Slík rannsókn stríddi gegn markmiðum samtakanna sem væru að standa vörð um hagsmuni og réttindi hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur væru á að niðurstöðurnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þótt það ætti ekki við um Ísland. Þrjú í fréttum Gagnsæi, einkarekstur og kynhneigð 87% aukning hefur orðið í sölu á símtækjum miðað við árið 2007. Mýrdalshreppur hlaut á síðasta ári styrk úr sjóðnum. Fréttablaðið/VilhelM ✿ fjárhæð úr sjóðnum deilt með fjölda ferðamanna* 402,6 kr. 352,7 kr. 342,3 kr. 518,8 kr. 244 kr. 198,1 kr. 57,5 kr. 122,9 kr. * Fjöldi ferða- manna sumarið 2016 skv. tölum Ferðamálastofu heimild: Ferðamálastofa Eigum Jeep® Grand Cherokee Limited og Overland dísel og bensín til afgreiðslu strax. Verðlaunaðasti og einn öflugasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Áttu eldri Jeep® Grand Cherokee upp í? Spjallaðu þá við okkur, því við vitum hvað Jeep® Grand Cherokee er góður í endursölu. Tökum upp í allar gerðir bíla. Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 *B íll á m yn d m eð 3 2” br ey tin gu 2 5 . m a r s 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -0 9 F 0 1 C 8 5 -0 8 B 4 1 C 8 5 -0 7 7 8 1 C 8 5 -0 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.