Fréttablaðið - 25.03.2017, Side 24

Fréttablaðið - 25.03.2017, Side 24
móti. Það eru allir ófullkomnir og það getur öllum orðið á. Þá er bara talað um hvað kom fyrir og fólki hjálpað að komast á rétta braut aftur. Þegar þú skírist sem Vottur Jehóva þá ertu að taka á þig ákveðna ábyrgð og segja að þér þyki Biblían innihalda bestu gildin og þú viljir gera þitt besta til að fylgja þeim. Ef þú síðan ákveður að fara á móti því þá getur þú ekki verið Vottur Jehóva lengur. Þetta er pínu eins og að sækja um vinnu í banka. Þá þarf að fylgja reglum og stefnu bankans. En ef allir starfsmenn myndu byrja að stela og ekkert yrði gert í því þá færu hlutirnir úr böndunum innan bankans. En því að bera nafn Guðs fylgir ábyrgð og það að vera Vottur Jehóva er eins og að vera í samstarfi við Guð. Til þess að hægt sé að hafa traust og einingu innan safnaðarins verða þegnar Guðs að vera tilbúnir til þess að fylgja þeim gildum og stefnu sem Guð setur.“ Aftur er Linda spurð um þær sögur að fólki sem gengur úr söfnuðinum sé ekki lengur heilsað á götum úti og það missi tengsl við þá vini sem það hefur eignast innan Votta Jehóva og jafnvel eigin fjölskyldu líka. „Þegar fólk ákveður að hætta þá gerist það oft að fólk fer upp á móti í staðinn. En Biblían kennir, og mælir með, að maður eigi að velja góða vini og umkringja sig þeim. Ef fólk hættir og fer að rakka niður söfnuðinn getur það dregið aðra niður með sér. Þínir nánustu móta þig. Ef maður er Vottur Jehóva og trúir því að Biblían sé með bestu lífsgildin en maður er stöðugt að umgangast fólk sem fer á móti því þá getur það dregið mann niður. En svo gerir fólk bara það sem því finnst best.“ Biblían látin þýða sig sjálf Að sögn Lindu trúa Vottar Jehóva því sem stendur í Biblíunni, án utanað- komandi túlkunar. Þannig er bók- stafurinn látinn ráða en ekki túlkun presta og annarra manna trúarinnar. Trúin hafi þannig spunnist út frá því sem almenningur las úr Biblíunni en ekki yfirboðurum. „Við látum í raun Biblíuna þýða sig sjálfa. Þá kemur í ljós að Biblían er mjög einföld og skýr og margt af því sem trúarleið- togar hafa verið að kenna í gegnum tíðina stangast á við það sem stendur í Biblíunni. Út frá því kemur þessi mikla réttlætiskennd, að ganga hús úr húsi og gefa fólki tækifæri til þess að læra hvað Biblían sé virkilega að kenna. Vottum Jehóva finnst fólk eiga rétt á að vita hvað Biblían segir í raun og veru og sjá í gegnum hvað er búið að snúa mikið upp á sann- leikann varðandi hana.“ Hún bendir á að Biblían sé útbreiddasta bók í heiminum og sé uppi í hillu á fjölmörgum heimilum. „En margir þeir sem telja sig þekkja hana lesa aldrei í henni. Vottar Jehóva er eina trúfélagið sem ég hef kynnst sem virkilega notar Biblíuna og fylgir því sem þeir kenna úr Biblí- unni.“ Vottar Jehóva hafa einnig vakið athygli fyrir að halda hvorki upp á jól né afmæli, dagamun sem flestir Íslendingar gera sér og hlakka til ár hvert. „Persónulega var ég aldrei mikið jólabarn. Í mörgum fjölskyld- um eru jólin hátíð sem er haldin til að fjölskyldan komi saman og gleðjist. Því miður er það sjaldnast Mér finnst kannski f u l l h á f l eyg t að segjast hafa frelsast, þetta var ekki eitt „aha“ augna- blik. Það gerðist bara svolítið smátt og smátt að því meira sem ég lærði, því meira fór ég að sjá í gegnum alls konar hluti og skilja ástand heimsins betur. Í fyrsta skipti fannst mér ég hafa fengið svör og öll púslin passa saman,“ segir Linda Ósk Valdimars- dóttir sem á morgun flytur til Suður- Ameríku til að ganga hús úr húsi og bjóða fólki að læra um Biblíuna eins og Vottar Jehóva eru þekktir fyrir. Hún er 25 ára gömul og gat sér gott orð með dansflokknum og dansskól- anum Rebel fyrir nokkrum árum. Hún er núna búsett í Kaupmanna- höfn en þar kynntist hún Vottum Jehóva fyrst. „Ég hef í raun alltaf haft gaman af því að læra og stúdera. Þegar ég var átján ára fór ég að skoða meira alls konar sjálfshjálparbækur um hvernig maður getur verið betri manneskja, en líka hvernig maður lætur starfsferilinn blómstra. Ég var leitandi að góðum lífsgildum og fannst mikið óréttlæti í heiminum og það opnuðust stórar spurningar um hvaðan við komum, hvert fram- tíðin stefnir og hvernig við getum notað ástríðu okkar til að stuðla að breytingum. Mér varð fljótt ljóst að maður breytir ekki heiminum sjálfur en maður getur tekið ábyrgð á sjálfum sér og lagt sitt af mörkum.“ Linda segist alltaf hafa haft sína barnatrú en verið dæmigerður íslenskur unglingur sem svaf af sér fermingarfræðsluna og fermdist fyrir pakkana. „Ég fann aldrei nein fullnægjandi svör. Svo bankaði upp á hjá mér fólk sem var að kenna um Biblíuna. Ég hleypti því inn en var samt alveg rosalega skeptísk og vildi alls ekki lesa neitt af þess eigin ritum. En Biblían sjálf, það er eitthvað sem þjóðin mín er byggð á og lögin í þjóðfélaginu eru byggð á. Þannig að ég hugsaði að það sakaði ekki að þekkja betur það sem er hluti af menningu okkar.“ Linda segist hafa verið skeptísk í aðra röndina en alltaf með annað augað opið. Hún hafi dælt út spurn- ingum um allt sem henni datt í hug. „Konan sem kom lét Biblíuna alltaf svara spurningum mínum. Mér fannst ég alltaf fá fullnægjandi svör við þeim spurningum sem ég hafði og þau höfðu alltaf einhverjar stað- reyndir sem studdu svörin. Smátt og smátt var ég farin að sjá heildar- myndina og sjá í gegnum samfélags- legar kenningar og hvernig þær stangast á við það sem Biblían er að kenna.“ Uppreisnargjörn á yngri árum Linda segir Íslendinga almennt ekki hafa mikla þolinmæði fyrir fjöl- breytni í trúarskoðunum eða því að fólk sé mjög trúað. „Við erum víkingar. Það getur verið erfitt að skera sig úr og vera öðruvísi en ég hef samt alltaf verið þannig að ég set spurningarmerki við hlutina í stað þess að fylgja straumnum. Ég var náttúrulega ekki með danshóp sem hét Rebel fyrir ekki neitt. Þegar ég var yngri kom uppreisnargirnin kannski fram á neikvæðan hátt en hún kom samt fram út frá réttlætis- kennd. Ég er alveg Íslendingur í mér á þann hátt að vilja ekki vera steypt í fast form eða láta stjórna mér. Þess vegna spyrja sig margir hvernig ég þoli að vera Vottur Jehóva með öllum þeim svokölluðu ‚reglum‘ sem því fylgja. Þetta eru í raun gildi sem maður lærir og það er ekkert verið að taka frá manni frjálsan vilja. Biblían er skrifuð okkur til hagsbóta og ef við kjósum að fylgja henni þá er það okkur aðeins til góðs.“ Linda er sem sagt úr dæmigerðri íslenskri fjölskyldu, sem ekki rækti neina trú í ríkum mæli, og áður þekkti hún engan sem var Vottur Jehóva. „Mamma var náttúrulega alls ekki ánægð. Hún var ekki alveg að Þjónar Guðs þurfa að fylgja Biblíunni Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari var að leita að svörum við spurningum um lífið þegar Vottar Jehóva bönkuðu upp á einn daginn og buðu henni að fræðast um Biblíuna. Tveimur og hálfu ári síðar tók hún skírn sem Vottur Jehóva og nú vill hún boða trúna. „Smátt og smátt var ég farin að sjá heildarmyndina,“ segir Linda Ósk Valdimarsdóttir. FréttaBLaðið/ViLheLm Ég Var náttúruLega ekki með danshÓp sem hÉt rebeL fyrir ekki neitt. Þegar Ég Var yngri kom uppreisnar- girnin kannski fram á neikVæðan hátt en hún kom samt fram út frá rÉttLætiskennd. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is taka þetta í mál. En hennar hræðsla stafaði kannski af því að hún héldi að ég myndi aldrei tala við sig aftur. Ef maður veit ekki hvað barnið sitt er að fara út í, og hefur bara heyrt slæma hluti, þá er auðvitað skiljan- legt að maður verði hræddur. En það er töggur í mömmu og þó það væri áskorun þá útskýrði ég fyrir henni að ég væri í rauninni að grafa dýpra í það sem mér var kennt sem barn. Bæði vinir og fjölskylda hafa þó aðeins tekið eftir jákvæðum breyt- ingum í fari mínu og samband mitt og mömmu hefur í rauninni aldrei verið jafn gott og núna.“ „Kjaftasögur“ um útskúfun Kjaftasögurnar, já. Í gegnum tíðina hafa margir fyrrverandi Vottar Jehóva stigið fram og lýst útskúfun úr Vottunum eftir að hafa stigið feilspor eða valið að draga sig út úr söfnuðinum. Linda segir að það sé aldrei þannig að fólk sé rekið með skít og skömm úr söfnuðinum. Sjálf óttast hún ekki að verða fyrir neinni útskúfun. „Það er alls ekki þannig sem þetta fer fram. Það er eiginlega bara þvert á 2 5 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -3 B 5 0 1 C 8 5 -3 A 1 4 1 C 8 5 -3 8 D 8 1 C 8 5 -3 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.