Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 51
LANDSPÍTALI ... FRAMTÍÐIN ER NÚNA!
LANDSPÍTALI AUGLÝSIR LAUSAR TIL UMSÓKNAR EFTIRFARANDI STÖÐUR;
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR – AUGNSKURÐSTOFUR VIÐ EIRÍKSGÖTU
Við leitum eftir jákvæðum, duglegum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að leggja okkur lið, með sjúklinginn í
öndvegi.
Á augnskurðstofum starfa 6 hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar og árlega eru gerðar um 2400 aðgerðir. Helstu aðgerðir eru vegna
skýs á auga og vegna gláku. Um er að ræða dagvinnu og möguleiki er á bakvöktum eftir að einstaklingshæfðri þjálfun er lokið.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR - BRÁÐADEILD
Á bráðadeild koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið fjölbreytt og engir dagar eins. Tækifæri eru til að öðlast víð-
tæka þekkingu, færni og miklir möguleikar til framþróunar í hjúkrun.
Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Sérstaklega góður starfsandi ríkir á deildinni.
Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR - BRÁÐALYFLÆKNINGADEILD
Spennandi breytingar eru framundan á starfsemi bráðalyflækningadeildar A2 og viljum við því fjölga í öflugum hópi reyndra
hjúkrunarfræðinga. Breyta á deildinni í 21 rúma greiningardeild þar sem fram fer þverfaglegt mat og meðferð fyrir sjúklinga
með langvinn og bráð lyflæknisfræðileg vandamál. Legutími er áætlaður 48-72 klst. Áhersla verður lögð á að greina vandamál
og hefja meðferð sem fyrst.
Unnið verður í þverfaglegum teymum þar sem markmiðið er að auka skilvirkni og flæði og bæta gæði þjónustunnar.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR - HJARTAGÁTT OG HJARTADEILD
Spennandi nýjung á hjartagátt og hjartadeild fyrir áhugasama hjúkrunarfræðinga og mikil tækifæri á sérhæfingu í hjúkrun
hjartasjúklinga.
Á deildunum starfar stór hópur metnaðarfullra hjúkrunarfræðinga og er starfsandinn einstaklega góður. Val er um að starfa
á báðum deildum samhliða eða í völdum tilvikum á öðrum staðnum eingöngu. Miklir möguleikar eru á þróun í starfi.
SÉRFRÆÐILÆKNIR - HÁLS-, NEF- OG EYRNALÆKNINGAR
Fullt starf sérfræðilæknis við háls- nef- og eyrnadeild á skurðlækningasviði Landspítala er laust til umsóknar.
Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni, með viðbótarþekkingu í eyrnaskurðlækningum, til að annast sérhæfða
meðferð og eftirfylgd við sjúklinga okkar.
SÉRFRÆÐILÆKNIR - KRABBAMEINSLÆKNINGAR
Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðilæknis í krabbameinslækningum á geislameðferðardeild krabbameina.
Starfið felur m.a. í sér teymisvinnu með öðrum starfsstéttum og sérgreinum spítalans. Áhersla er lögð á góða þjónustu
og Stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.
TALMEINAFRÆINGAR - TALMEINAÞJÓNUSTA
Við viljum ráða 2 talmeinafræðinga við talmeinaþjónustu LSH. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi við greiningu, ráðgjöf og
meðferð vegna tal- og raddmeina, málstols og kyngingartregðu einstaklinga á öllum aldri. Möguleiki er á sérhæfingu innan
fagsins, t.d. í tengslum við Barnaspítalann og BUGL.
Tækifæri eru til að öðlast víðtæka þekkingu, færni og miklir möguleikar til framþróunar í faginu. Starfið felur í sér mikla teymis-
vinnu þar sem unnið er náið með öðrum starfsstéttum. Nýir starfsmenn fá einstaklingsmiðaða aðlögun.
FLEIRI STÖRF ERU Í BOÐI
DEILDARLÆKNIR/ HEIMILISLÆKNIR VIÐ KRABBAMEINSLÆKNINGAR / NÁMSSTÖÐUR LYFJAFRÆÐINGA Í
KLÍNÍSKRI LYFJAFRÆÐI / LAGERSTARF Á BIRGÐASTÖÐ
Kíktu á starfasíðu Landspítala www.landspitali.is/mannaudur og á Facebook www.facebook.com/storfalandspitala
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra
fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi.
Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi
2
5
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
8
5
-6
2
D
0
1
C
8
5
-6
1
9
4
1
C
8
5
-6
0
5
8
1
C
8
5
-5
F
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K