Fréttablaðið - 25.03.2017, Síða 53

Fréttablaðið - 25.03.2017, Síða 53
SNYRTIFRÆÐINGUR & NUDDARAR Vegna mikilla anna leitar Blue Lagoon spa að metnaðarfullum snyrtifræðingi og reyndum faglærðum nuddara. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá, mynd og meðmælendum til: thorny@bluelagoonspa.is fyrir 10. apríl. Verkefnastjóri í málefnum flóttamanna Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fullt starf að málefnum flóttamanna. Starfið felst einkum í umsjón með vinnu sjálfboðaliða sem styðja flóttafólk og innflytjendur við fyrstu skrefin í íslensku samfélagi. Menntun og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla eða þekking á vinnu með flóttafólki • Reynsla eða þekking í verkefnastjórnun • Mikil samskiptahæfni • Rauða kross reynsla er mikill kostur • Tungumálakunnátta er mikill kostur Við leitum að drífandi og duglegum einstaklingi með ríka þjónustu- lund, þolinmæði, fordómaleysi og áhuga á starfi og hugsjónum Rauða krossins. Vinsamlegast sendið umsókn á netfangið: thorir@redcross.is og merkið með orðinu flóttamenn í heiti póstsins. Umsóknarfrestur er til miðnættis 2. apríl. Sundlaugarvörður Sjálfsbjargarheimilið óskar eftir að ráða sundlaugarvörð. Um er að ræða 100% starf. Góð sundkunnátta nauðsynleg. Sundlaugarvörður þarf að standast hæfnispróf starfsmanna sem sinna laugargæslu. Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar mikilvægir svo og frumkvæði í starfi. Laun taka mið af kjarasamningi SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Sjálfsbjargarheimilið er hjúkrunar- og endurhæfingarstofnun ætluð fötluðu fólki. Starfsemin fer fram í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12 í Reykjavík. Starfsmenn eru um 75 talsins. Sjálfsbjargarheimilið á því láni að fagna að hafa á að skipa góðum starfsmannahópi. Lagt er uppúr því að koma til móts við starfsmenn eins og hægt er, hvort sem það varðar öflun viðbótarmenntunar eða aðstæður í einkalífi svo dæmi séu tekin. Við höfum verið svo lánsöm að hljóta útnefninguna fyrirmyndarstofnun fjórum sinnum og árið 2014 var Sjálfs- bjargarheimilið Stofnun ársins í vali SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu. Upplýsingar um starfið veitir Þórdís Richter, skrifstofustjóri á netfangi richter@sbh.is og í síma 550 0311. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. næstkomandi. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið, richter@sbh.is. rektor við landbúnaðarháskóla Íslands Landbúnaðarháskóli Íslands er leiðandi afl í rannsóknum, kennslu og nýsköpun á sviði auðlinda- og umhverfisfræða, heildstæðrar landnýtingar, landslagshönnunar og skipulags. Skólinn leggur áherslu á fjölbreyttar rannsóknir og nám sem mæta þörfum atvinnulífs, í samvinnu við fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Stofnunin Leitar eftir einStakLingi með: akademískt hæfi, þekkingu og reynslu á háskóla- og/eða rannsóknaumhverfi. ríka leiðtoga- og samskiptahæfileika. reynslu af fjármálum, stjórnun og stefnumótun. Hæfileika til að móta og miðla framtíðarsýn. Hæfni umsækjenda um embætti rektors verður skoðuð í ljósi heildarmats, m.a. með tilliti til rekstrar- og stjórnunarreynslu, vísindastarfa og hvernig menntun og reynsla viðkomandi muni nýtast í starfi rektors. Gert er ráð fyrir að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í embætti rektors til fimm ára frá og með 1. ágúst 2017 samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Háskólaráð tilnefnir þrjá menn í valnefnd til að meta hæfni umsæk- jenda skv. 1. mgr. 18. gr. laga um háskóla, nr. 63/2006. Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þorsteinsson, rektor, í síma 433-5000 og á netfanginu bjorn@lbhi.is. Landbúnaðarháskóli Íslands stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf. Einkunnarorð Landbúnaðarháskóla Íslands eru gróska, virðing, viska. um hv er fis sk ip ul ag Bú ví sin di he st af ræ ði fr am ha ld sn ám st ar fs - & en du rm en nt un ná tt úr u- & um hv er fis fr æ ði sk óg fr æ ði & la nd gr æ ðs la Landbúnaðarháskólinn starfar í tveimur deildum: Starfsmenntadeild á framhaldsskólastigi í búfræði og garðyrkju og háskóladeild auðlinda og umhverfis sem býður upp á BS, MS og PhD nám í búvísindum, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðslu, BS nám í umhverfisskipulagi og MS nám í skipulagsfræði. Skráður nemendafjöldi var 305 árið 2016 og starfsmenn eru um 85. Starfsstöðvar skólans eru þrjár, að Hvanneyri í Borgar- firði, Reykjum í Ölfusi og Keldnaholti í Reykjavík. Höfuðstöðvar skólans eru á Hvanneyri. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á www.lbhi.is. Mikilvæg verkefni eru framundan hjá skólanum, meðal annars að endurskoða hlutverk og stefnu skólans, styrkja umgjörð um nám og nemendur, auka tengsl við atvinnulífið og efla gæðamál og rannsóknir. Rektor er æðsti stjórnandi Landbúnaðarháskólans, annast rekstur og stjórnun í umboði háskólaráðs og ber ábyrgð gagnvart því. UMSóKNaRfReStUR eR tiL 25 aPRíL. Umsóknir berist Landbúnaðarháskóla íslands merktar: „Umsókn um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla íslands“ ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um náms- og starfsferil. Staðfest eintök af öllum viðeigandi prófskírteinum. Upplýsingar um þrjá meðmælendur. Umsóknir og fylgigögn skal einnig senda á rafrænu formi eftir því sem unnt er á netfangið kristins@lbhi.is. Staða leikskólastjóra við leikskólann Langholt Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Langholti Langholt er 9 deilda leikskóli við Sólheima 19-21 í Reykjavík, í næsta nágrenni við Laugardalinn. Leiðarljós Langholts eru gleði, virðing og vinátta og áhersla er lögð á traust, öryggiskennd og að efla sjálfstæði barna. Unnið að því að skapa börnum umhverfi þar sem þau geta svalað forvitni sinni og fróðleiksfýsn, verið virk, frumleg og skapandi. Í Langholti er markvisst unnið með fjöl- menningu og útinám er fastur liður í starfi eldri barnanna. Í leikskólanum var unnið að þróunarverkefninu Skína smástjörnur þar sem litið er á lítil börn sem getumikla einstaklinga og að umhyggja og nám fari saman. Lögð er áhersla á gott foreldrasamstarf og góður starfsandi einkennir starfið í Langholti. Leitað er að einstakling sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn að leiða áfram metnaðarfullt starf í Langholti. Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðar- stefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Hafa yfirumsjón með daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2017. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2017. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111. Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. ATVINNUAUGLÝSINGAR 15 L AU G A R DAG U R 2 5 . M A R S 2 0 1 7 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -5 D E 0 1 C 8 5 -5 C A 4 1 C 8 5 -5 B 6 8 1 C 8 5 -5 A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.