Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 76

Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 76
Wenger veit... …en enginn annar Stærsta spurning enska boltans er hvort Arsene Wenger verði áfram knattspyrnustjóri Arsenal. Tveggja ára samningur er á borð- inu. Mun hann skrifa undir eða ekki? Tölur Arsene Wenger með Arsenal Tók við 30. september 1996 Leikir 779 Sigrar 449 Jafntefli 192 Töp 138 Skoruð mörk 1.466 Mörk fengin á sig 746 Titlar Englandsmeistari 3 FA-bikarinn 6 Góðgerðarskjöldurinn 6 Leikvangurinn Framtíð Arsene Wenger. Hver er hún? Er hún á hliðarlínu Arsenal eða er komið að leiðarlokum eftir 21 ár? Wenger er sig-ursælasti knattspyrnu- stjóri Arsenal og hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla með félaginu og 15 titla alls. Meðal annars tapaði hann ekki leik eitt tímabilið, afrek sem trúlega verður ekki leikið eftir. En flestir geta verið sammála um að félagið er að hjakka í sama hjól- farinu. Það hefur ekki verið nálægt því að vinna enska titilinn í mörg ár, hefur fallið út í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fimm ár í röð og svona mætti lengi telja. Það eina jákvæða fyrir stuðningsmenn Arse- nal er að liðið endar alltaf fyrir ofan Tottenham. Slíkt er mikilvægt. Flestallir stuðningsmenn væru til í að halda með liði sem kæmist alltaf í Meistaradeildina, endaði í efri hlutanum í deildinni og einn og einn bikar læddist í bikaraskápinn. En stuðningsmenn Arsenal vilja meira. Liðið á trúlega fallegasta völl Englands, marga spennandi leik- menn og spilar oftar en ekki stór- skemmtilegan fótbolta. Það er bara ekki nóg. Fjórir tapleikir í síðustu fimm deildarleikjum, skammarlegt 10-2 tap fyrir Bayern München og nú síðast tap fyrir WBA, þar sem leikmönnum virtist bara vera alveg sama, hafa sett framtíð Wengers enn á ný undir smásjána. Wenger skrifaði undir samning 2014 og sagði þá að hann yrði dæmdur í lok samningsins. Nú er sá samningur að renna út í maí og dómurinn meðal flestra stuðn- ingsmanna er að Wenger eigi að kveðja félagið. Næsti deildarleikur liðsins er gegn Manchester City og er það samdóma álit sérfræðinga að framtíðin verði að vera komin á hreint fyrir þann leik. Flestir spark- spekingar taka kraftaverkið í Kata- lóníu máli sínu til stuðnings. Eftir niðurlægjandi tap Barcelona gegn PSG í Meistaradeildinni steig Luis Enrique, stjóri félagsins, fram og sagði að hann ætlaði að hætta. Viti menn. Barcelona vann seinni leik- inn 6-1 í ótrúlegum leik. Margir höfðu reyndar spáð því að Enrique myndi hverfa á brott en flestir eru sammála að batamerki eru á leik liðsins eftir að leikmenn vissu að það yrðu breytingar í sumar. Eftir tapið fyrir WBA sagði Weng- er að hann vissi framtíð sína og myndi láta vita innan skamms. En af hverju að bíða? Ákveði hann að kveðja fær hann lófatak hvar sem hann kemur. Ákveði hann að vera áfram er ekki víst að ró færist yfir Arsenal. Sérstaklega ef hann missir sína bestu leikmenn eins og flest bendi til. Wenger kom sem stormsveipur inn í enska boltann fyrir rúmum tuttugu árum. Hann breytti því hvernig leikmenn æfðu, tók matar- æðið í gegn og færði enska boltann inn í nútímann. Hann þótti meistari á félagaskiptamarkaðnum og fann falda demanta víða. En nú virðist sem aðrir knattspyrnustjórar séu búnir að ná honum og stuðnings- menn spyrja fleiri spurninga eftir hvern leik en Wenger nær að svara. Tveir menn virðast ráða því hvort Wenger verður áfram eða ekki. Stan Kroenke, aðaleigandi félags- ins, og Wenger sjálfur. Í raun skipta skoðanir annarra hluthafa Arsenal ekki máli. Og Kroenke vill halda Wenger og varla vill Wenger skilja félagið eftir í rjúkandi rúst. Það eru ekki miklar líkur á að Sanchez verði áfram, Özil ekki heldur. Granit Xhaka hefur valdið vonbrigðum, Theo Walcott, Kieran Gibbs, Francis Coquelin, Callum Chambers og Alex Oxlade-Chamberlain hafa tekið litlum framförum og eru ekki nógu góðir til að vinna deildina hvað þá Meistaradeildina. Sumir benda á að Wenger fái 8,9 milljónir punda í laun á ári. Það sé næg ástæða til að geta ekki sleppt takinu. Wenger er eins og frændi sem vill ekki fara heim úr partÍinu. Chris Sutton, knattspyrnusérfræðingur Ég verð hissa ef hann fer. Tony Pulis, stjóri WBA Ég held að þú verðir að lÍta á leikmennina. þeir hafa Í sumum tilfellum brugðist arsene. Patrick Vieira, fyrrverandi fyrirliði Arsenal það þarf fleira Í enska valsinn en fagra skóna og silkifÍnt þrÍhyrningaspilið. það þarf stál með silkinu, þetta er enska deildin. Stefán Hilmarsson, stuðningsmaður Arsenal hann hefur ekki breyst mikið, hann hefur ekki breytt vinnuaðferðum sÍnum. Gilberto Silva, fyrrverandi leikmaður Arsenal hann verð- skuldar virðingu en það sem Ég tel að sÉ mikilvægast er að fÉlagið komi hreint út og segi hvað er að fara að gerast. David Seaman, fyrrverandi leikmaður Arsenal Ummæli um Wenger að undanförnu Líklegir eftirmenn Wengers Massimiliano Allegri 49 ára gamall, stjóri Juventus Luis Enrique 46 ára gamall, stjóri Barcelona Leonardo Jardim 42 ára gamall, stjóri Monaco Thomas Tuchel 43 ára, stjóri Dortmund Patrick Vieira 40 ára, stjóri New York City FC En hann getur ekki unnið efa- semdastuðningsmenn á sitt band, sama hvernig tímabilið endar. Það er því nánast borðleggjandi að hann verði að hætta til að Arsenal geti tekið næsta skref. En Wenger er ólíkindatól og það kæmi minna en ekkert á óvart ef hann myndi henda í undirskrift á tveggja ára samningi sem Kroenke er með tilbúinn á skrifstofu sinni. En hann má fara að ákveða sig. Óákveðni hefur aldrei verið góður vinur knattspyrnunnar, hvað þá knatt- spyrnustjóra í liði sem getur svo miklu, miklu meira. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@365.is 2 5 . M a r S 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 8 5 -1 3 D 0 1 C 8 5 -1 2 9 4 1 C 8 5 -1 1 5 8 1 C 8 5 -1 0 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.