Fréttablaðið - 25.03.2017, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 25.03.2017, Blaðsíða 90
Gu n n a r G u ð b j ö r n s s o n óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanó­ leikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 17. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tón­ bókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmæl­ andinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo til­ finningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrar ferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrar­ ferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zen­ der í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja Vetrarferðin – verk fullt af fegurð og trega Snorri og Gunnar hafa æft Vetrar- ferðina frá því á síðasta hausti, hér heima hjá Snorra. Fréttablaðið/ GVa Sjóður Odds Ólafssonar Til úthlutunar eru styrkir til: (a) Rannsókna á fötlun og fræðslu um hana, og (b) Rannsóknarverkefna á sviði öndunarfærasjúk- dóma og fræðslu um þá. Styrkfjárhæðir nema 100–300 þúsund krónum á hvert verkefni sem valið verður. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2017. Úthlutað verður úr sjóðnum á fæðingardegi Odds Ólafssonar, fyrsta yfirlæknis á Reykjalundi, þann 26. apríl 2017. Umsóknir sendist á netfangið oddssjodur@sibs.is. það aftur og til þess skapaðist tæki­ færi þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söng­ skóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og korter og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyr­ endur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“ – gun Konkretljóð er í raun og veru ljóð sem er sett upp á myndrænan hátt og merking orðanna rifin í sundur. Það er ekki lengur einblínt á hið táknræna í tungumál­ inu heldur hið myndræna,“ segir Vigdís Rún Jónsdóttir, sýningar­ stjóri sýningarinnar Bókstaflega sem verður opnuð í Hafnarborg kl. 15 í dag. Á sýningunni getur að líta úrval konkretljóða á Íslandi frá 1957 allt til samtímans í aðalsal safnsins. Vigdís Rún segir að Dieter Roth hafi komið með þetta til landsins þegar hann flutti hingað árið 1957. „Hann var þá búinn að vera á meðal upphafsmanna konkretljóða í heim­ inum en fyrst eftir að hann kom hingað þá var þetta bara lítil kreðsa í kringum hann. Dieter Roth og Einar Bragi stofnuðu fljótlega Forlag ED og þar lögðu þeir áherslu á að gefa út framúrstefnuleg rit, bókverk og ljóð. Þetta var mikil nýjung á þessum tíma og í raun algjört jaðarfyrirbæri hér heima. En í þessu forlagi gáfu þeir út sín eigin verk og einnig verk eftir Sig­ ríði Björnsdóttur sem var eiginkona Dieters á þessum tíma, auk nokkurra erlendra höfunda. Við erum með verk úr þessari útgáfu á sýningunni, til að mynda áður ósýnd konkretljóð eftir Einar Braga og einnig bókverk eftir bæði hann og Dieter. Svo erum við líka með grein úr Birtingi frá 1962 þar sem Einar Bragi fjallaði um kon­ kretljóðlistina sem er mjög forvitnileg lesning.“ Vigdís Rún segir að kynslóðin sem Ég vil víkka út hugtakið og leiða þessi verk saman Vigdís rún Jónsdóttir innan um verk á sýningunni bókstaflega sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Fréttablaðið/GVa tók svo við hafi í raun þróað formið á allt annan hátt. „Næsta kynslóð fór að taka ljóðið af blaðinu og setja það á ljósmyndir og fundna hluti á borð við kommóður og klukkur, skúlptúra, innsetningar og fleira. Þannig að hug­ takið ljóð var tekið mun lengra og í raun má rekja þessa þróun til Fluxus­ hreyfingarinnar. Magnús Pálsson var fyrstur á ferðinni af þessari kynslóð, en hann var náinn vinur Dieters, og síðan komu bræðurnir Sigurður og Kristján Guðmundssynir og síðan Guðbergur Bergsson. Við erum ein­ mitt með ótrúlega fallegt safn á sýn­ ingunni á konkretljóðum sem Guð­ bergur vann á tímabilinu frá 1969 til 1972 sem hefur ekki verið sýnt áður nema að mjög litlu leyti árið 1971.“ En hversu virkt skyldi konkret­ ljóðið vera á listasenunni í dag? „Ég mundi ekki segja að listamenn væru að fást við eitthvað sem þeir tengja sjálfir við konkretljóð. Það er frekar Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is þannig að ég skilgreini það sem þeir sem eru að fást við sem konkretljóð og það er svona soldið hugmyndin hjá mér – að velja verk eftir listamenn sem ég vil skilgreina sem konkretljóð og sýna þannig fram á að þetta hugtak er vel nýtanlegt þó svo það hafi fallið aðeins í gleymsku. Meira að segja myndlistarmenn af eldri kynslóðinni kannast ekki við hugtakið og hvað þá þessir yngri. Þannig að ég er að velja verk inn á sýninguna sem sýna fram á hvernig konkretljóðið hefur þróast og verið notað í nýja miðla allt til dagsins í dag og hvernig hugtakið er enn vel nýtanlegt.“ Aðspurð um viðtökur konkret­ ljóðsins hjá bókmenntaþjóðinni segir Vigdís Rún að þetta sé vissulega fram­ úrstefnuform og að framúrstefna hafi í raun aldrei verið ríkjandi á Íslandi. „Janfvel enn í dag finnst mér þetta form vera framúrstefnulegt. Þetta er í eðli sínu jaðarform og þau skáld sem eru að fást við þetta í dag eru t.d. að gefa út bækur innan Meðgönguljóða þar sem áherslan er á framúrstefnuleg rit sem koma ekki út hjá stóru forlög­ unum. Þannig að það er enn þá verið að vinna með formið. Af yngstu kyn­ slóðinni er það t.d. Ásta Fanney Sig­ urðardóttir sem verður með konkret vídeóljóð og ritvélaljóð sem hún gerði án þess að hafa hugmynd um það hvernig hún ætti að skilgreina þessi verk. Þegar ég sá þetta þá sagði ég henni að þetta væru klárlega kon­ kretljóð og hún var svo ánægð að það væri hægt að skilgreina verkin. Ég held einmitt að mörg þessara verka sem byggja á stöfum og tungumál­ inu sé erfitt að skilgreina og því vil ég víkka út hugtakið og leiða þessi verk saman innan þess.“ Vigdís Rún hefur verið að vinna að meistaraprófsritgerð í listfræði um konkretljóðið og komu þess til Íslands í listfræðilegu samhengi. „Það merkilega við þetta er að þetta er bókmenntaform og það er fjallað um þetta í bókmenntasögunni en á mjög takmarkaðan hátt af því að konkret­ ljóð byggjast ekki aðeins á málrænni greiningu heldur einnig myndrænni. Innan listasögunnar er hvergi minnst á þetta hugtak þó svo að meirihluti þeirra sem hafa fengist við þetta séu í raun myndlistarmenn og það kveikti áhuga minn á þessu fyrirbæri. Fyrir mér er það einn og sami hluturinn hvernig maður upplifir myndlist og ljóð og þessi ljóð byggjast á mynd­ rænni uppsetningu og hafa því fallið á milli forma.“ Bókstaflega er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Hafnarborg í dag. Vigdís Rún Jóns- dóttir leiðir saman kynslóðir íslenskra konkret ljóða og skoðar þróunina. Þannig að ég eR að VelJa VeRk inn á sýninguna sem sýna fRam á HVeRnig konkRetlJóðið HefuR ÞRóast og VeRið notað í nýJa miðla allt til dagsins í dag og HVeRnig Hugtakið eR enn Vel nýtan- legt. 2 5 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r50 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 8 4 -F 6 3 0 1 C 8 4 -F 4 F 4 1 C 8 4 -F 3 B 8 1 C 8 4 -F 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.