Fréttablaðið - 06.02.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.02.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri Thorsson skrifar um Fanga. 9 tÍMaMót VG fagnar 18 ára afmæli sínu í dag. 10 sport Romelo Lukako er leikmaður helgar- innar eftir að hafa skorað fjögur mörk 12 lÍfið Örvar Smárason stígur einn á svið á Sónar- hátíðinni. 22 plús sérblað l fólk *Samkvæmt prentmiðla- könnun Gallup apríl-júní 2015 frÍtt N1 kortið færir þér bæði afslátt og punkta Björgunarsveitarfólk leitaði á sunnanverðum Reykjanesskaganum í gær að fatnaði og farsíma Birnu. Ekki er áætlað að halda leit áfram í dag. Fréttablaðið/Gunnaratli lögregluMál Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnar- fjarðarhafnar að morgni laugardags- ins 14. janúar síðastliðins. Rann- sókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæslu- varðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðar- höfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Eins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukk- an rúmlega sex um morguninn. Í upp- tökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggj- unnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morgun- inn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kíló- metrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin. – snæ Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að bana henni. Birna Brjánsdóttir hvarf af Laugavegi klukkan 5.25, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Viðskipti Hópur um lausasölulyf innan Samtaka verslunar og þjón- ustu, vill að almennum verslunum verði heimilt að selja væg verkjalyf, ofnæmislyf og önnur ólyfseðilsskyld lyf. Krafan er í samræmi við vilja fyrirtækja sem reka helstu matvöru- verslanir landsins. Í skýrslu frá hópnum segir að hömlur á sölu ólyfseðilsskyldra lyfja hér á landi séu mun meiri en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segist spyrja sig að því hver beri ábyrgð ef til eitrunar sjúklings kemur. Núverandi fyrirkomulag geri það að verkum að lyfjafræðingur sé alltaf til staðar til að ráðleggja með töku lausasölulyfja og sú sérfræðiþjónusta auki öryggi sjúklinga. snæ / sjá síðu 4 SVÞ vilja lyf í matvörubúðir 0 6 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 A -4 9 C 4 1 C 2 A -4 8 8 8 1 C 2 A -4 7 4 C 1 C 2 A -4 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.