Fréttablaðið - 06.02.2017, Blaðsíða 30
Þau
helgina
áttu
Salbjörg Ragna
Sævarsdóttir
körfuboltakona
úr Keflavík
Salbjörg Ragna
Sævarsdóttir
varði ellefu skot
frá Valskonum í sigri
Keflavíkur í Valshöllinni
á Hlíðarenda í Domino´s deild
kvenna í körfubolta um helgina
en aðeins ein kona hefur náð að
verja fleiri skot í einum leik í efstu
deild kvenna. Signý Hermanns-
dóttir varði 12 skot í leik árið 2008
og var því Salbjörg aðeins einu
vörðu skoti frá því að jafna það
met. Salbjörg varði flest skotanna
sinna frá bandaríska leikmanni
Valsliðsins. Salbjörg tók einnig 17
fráköst í leiknum þar af 15 þeirra
í vörn. Hennar orka fór fyrst og
fremst í vörnina en hún tók bara
fjögur skot í leiknum og skoraði úr
tveimur þeirra, samtals fjögur stig.
Viðar Örn
Kjartansson
knattspyrnumaður
hjá Maccabi Tel
Aviv
Viðar tryggði Mac-
cabi Tel Aviv 1-0
sigur á toppliði Hapoel
Be’er Sheva um helgina með sínu
ellefta deildarmarki á tímabilinu.
Viðar er þar með orðinn marka-
hæstur í ísraelsku deildinni og
Maccabi Tel Aviv minnkaði forskot
Hapoel í fimm stig. Viðar hefur
skorað fimm mörk í síðustu fimm
leikjum og Maccabi hefur náð í 13
af 15 mögulegum í þeim.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir
spretthlaupari úr FH
Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH setti mótsmet
í 400 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkur-
leikanna um helgina og náði um leið lágmarki
fyrir Evrópumótið í Belgrad sem fer fram 3. til
5. mars næstkomandi. Arna Stefanía hljóp 400
metrana á 53,92 sekúndum sem er Íslandmet
innanhúss hjá 20 til 22 ára en hún bætti
Íslandsmet Anítu Hinriksdóttur sem hljóp
á 54,21 sekúndum í febrúar í fyrra. Arna
Stefanía hafði best hlaupið á 54,40 sekúnd-
um áður. „Ég er búin að liggja hérna ælandi
síðast korterið,“ viðurkenndi Arna Stefanía í
sjónvarpsviðtali á RÚV eftir hlaupið en hún
gaf allt í þetta og komst inn á EM. „Ég átti von
á betra hlaupi en í fyrra en kannski ekki alveg
strax undir EM-lágmarki. Það er æðislegt. Ég
held að þetta verði miklu betri núna en í fyrra,“
sagði Arna Stefanía.
Handbolti Haukakonur voru ótrú-
lega nálægt því að komast áfram í
Áskorendabikar kvenna um helgina
eftir tvo jafna og spennandi leiki
við hollenska liðið Virto/Quintus.
Á endanum var Haukaliðið aðeins
einu marki frá því að komast áfram.
Haukaliðið varð því síðasta íslenska
liðið til þess að detta út úr Evrópu-
keppninni í vetur. Þær sofnuðu
örugglega margar seint í nótt enda
var sæti í átta liða úrslitum í sjón-
máli þegar allt rann út í sandinn á
lokamínútum leiksins.
„Ég er hundsvekktur. Við áttum
að vera fyrir löngu búin að tryggja
þetta. Ég er hundfúll,“ sagði Óskar
Ármannsson við íþróttadeild 365
eftir leikinn. „Við erum í fjórar mín-
útur einum fleiri en við sækjum ekki
á markið. Við köstum boltanum
upp í palla og fáum hraðaupphlaup
í bakið. Það er dýrt í svona leik þar
sem hvert einasta mark og hver ein-
asta sókn skiptir máli,“ sagði Óskar.
Hollensku stelpurnar unnu fyrri
leikinn 29-26 á laugardaginn og
þurftu því mun betri leik í gær-
kvöldi. Haukakonur sýndu úr hverju
þær eru gerðar og tókst að koma sér
í lykilstöðu í seinni leiknum aðeins
til að missa frá sér einvígið frá sér í
lokin.
Seinni leikurinn var skráður
heimaleikur hollenska liðsins og þar
sem mun fleiri mörk voru skoruð í
fyrri leiknum urðu Haukastelpurnar
að vinna með fjórum mörkum.
Haukaliðið var fimm mörkum
yfir, 20-15, þegar tólf mínútur voru
eftir og allt leit út fyrir að hollensku
stelpurnar væru að fara á taugum.
Haukakonur náðu ekki að nýta
sér það og bæta við forystuna og
hollenska liðinu tókst að vinna sig
Hársbreidd frá sæti í átta liða úrslitum
Ramune Pekarskyte skoraði 23 mörk í leikjunum um helgina. FRéttablaðið/ERniR
aftur inn í leikinn. Haukar fengu
þó tækifæri til að tryggja sér sigur-
inn í einvíginu þegar liðið fór í sókn
þremur mörkum yfir og mínúta eftir
af leiknum.
Í síðustu sókninni þorði enginn
leikmaður að taka af skarið og
má segja að skortur á hugrekki og
dráps eðli hafi svikið Haukana í síð-
ustu sókninni líkt og í kaflanum fyrr
í hálfleiknum þegar liðið fékk tæki-
færi til að gera út um leikinn manni
fleiri í fjórar mínútur.
Ramune Pekarskyte átti samt tvo
magnaða leiki um helgina, skoraði
tólf mörk í fyrri leiknum og ellefu
mörk í gær. 23 mörk á rétt rúmum
sólarhring er ekki amaleg frammi-
staða hjá þessari 36 ára gömlu stór-
skyttu.
„Þetta var flottur leikur en það
vantaði upp á lokin, við hefðum
átt að klára þetta, Ég er samt stolt
af stelpunum. Þetta var einn okkar
besti leikur í vetur. Vonandi peppar
þetta liðið upp og við náum að
komast ofar í deildinni,“ sagði
Haukakonan Ragnheiður Sveins-
dóttir við íþróttadeild 365 eftir
leikinn. – óój
6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á n U d a G U r14 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
0
6
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
2
A
-5
3
A
4
1
C
2
A
-5
2
6
8
1
C
2
A
-5
1
2
C
1
C
2
A
-4
F
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K