Fréttablaðið - 06.02.2017, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.02.2017, Blaðsíða 29
Í dag 19.40 Granada - Las Palmas Sport 2 21.00 Messan Sport 19.30 Grótta - Haukar Seltjarnarn. 19.30 Stjarnan - Fram Mýrin 19.30 Valur - Afturelding Valshöll 19.30 ÍBV - Selfoss Vestmanneyjar Mark í sex Mánuði í röð Fótbolti Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knatt- spyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu . Mánaðarmótin febrúar og janúar er annars frábær tími fyrir íslenska landsliðs- manninn því annað árið í röð er hann að ná því að skora í þremur deildar- leikjum í röð á þessum tíma. Gylfa tókst ekki að skora í þremur deildarleikjum Swansea í ágúst en opnaði markareikning sinn á tímabilinu í leik á móti Chelsea 11. septem- ber. Gylfi hefur nú skorað mark í september (1), október (1), nóvem- ber (2), desember (1), janúar (2) og febrúar (1). Fyrir þetta tímabil hafði Gylfi mest náð að skora í fjórum mánuðum í röð. Eiður Smári Guðjohnsen náði heldur ekki að skora í meira en fjórum mánuðum í röð. Gylfi náði ekki að skora í maí, síðasta mánuði síðasta tímabils, en hafði skoraði hinsveg- ar tvö mörk í fyrstu fjórum mánuðum ársins 2016. Hann hefur því skorað í tíu af síðustu tólf keppnismánuðum ensku úrvals- deildarinnar. -óój Magnaður Marcos Alonso fékk traustið hjá Conte Chelsea er áfram með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal um helgina. Fyrrum afgangsmaður úr knattspyrnu- akademíu Real Madrid er ein óvæntasta stjarna deildarinnar á tímabilinu en Marcos Alonso er eins og skapaður fyrir 3-4-3 leikkerfi Ítalans Antonio Conte. að vera varaskeifa fyrir Cesar Azpi- licueta sem hafði leikið í vinstri bak- verðinum fram að því. Annað kom þó á daginn. Eftir dapurt gengi Chelsea framan af ákvað knattspyrnustjórinn Antonio Conte að breyta um leikkerfi. Hann setti Alonso inn sem vængbakvörð vinstra megin þar sem Spánverjinn fékk meiri ábyrgð sóknarlega en oft áður. Alonso er sterkur í loftinu auk þess að vinna ófáar tæklingar í vörn- inni og hefur spilað afar vel í kerf- inu sem Conte notaði með góðum árangri hjá Juventus á sínum tíma. Alonso hefur verið í byrjunar- liðinu í síðustu 18 leikjum Chelsea í deildinni og er augljóst að Conte veðjaði á réttan hest þegar hann fékk Alonso til liðs við sig. Erfið staða að spila Alonso viðurkennir að það kosti mikla orku að leika þá stöðu sem hann gerir í Chelsea liðinu. Hann þurfi að hlaupa töluvert meira en áður því hann taki meiri þátt í sóknarleiknum en hann er vanur auk þess að sinna varnarvinnunni. Victor Moses leikur sömu stöðu hægra megin í kerfi Conte. „Ég fer í sóknina um það bil átta sinnum í hverjum leik miðað við fjórum sinnum áður. Í þessari stöðu þarf ég að vera á fjærstönginni ef boltinn kemur frá kantinum hægra megin. Það er erfitt að halda sér ferskum en ég held að við hjálpum liðinu mikið, ég verð að halda mér í formi,“ sagði Alonso í viðtali fyrir skömmu. Þeir Alonso og Moses hafa skorað 7 mörk samtals í deildinni og veitt eitraðri sóknarlínu liðsins mikil- vægan stuðning. Það virðist lítið geta stoppað bláliða undir stjórn Conte sem fagnaði sigrinum gegn Arsenal líkt og titillinn væri í höfn. – sjj Það er erfitt að halda sér ferskum en ég held að við hjálpum liðinu mikið. Ég verð að halda mér í formi. Marcos Alonso Marcos Alonso hefur skorað þrjú mörk í síðustu fjórum deildarleikjum og þau komu á móti liðum sem enduðu í tveimur efstu sætunum á síðustu leiktíð eða meisturum Leicester (2) og silfurliði Arsenal (1). Marcos Alonso horfir hér á eftir boltanum fara í mark Arsenel en Spánverjnn hafði áður ýtt við Arsenal-manninum Hector Bellerin. Bellerin missti við það jafnvægið eins og sést á þessari mynd hér að ofan. Markið fékk að standa og Chelsea vann. NordiCPHotoS/GEtty Haukar - Quintus 26-29 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 12, Guðrún Erla Bjarnadóttir 6, Maria Ines Da Silve Pereira 5, 4Karen Helga Díönudóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1. Quintus - Haukar 22-24 Mörk Hauka (skot): Ramune Pekarskyte 11 (20), Guðrún Erla Bjarnadóttir 4/1 (4/1), Erla Eiríksdóttir 4 (6), Maria Ines De Silve Pereira 3 (9), María Karlsdóttir 1 (1), Karen Helga Díönudóttir 1 (6), Ragnheiður Sveinsdóttir (1), Sigrún Jóhannsdóttir (1). Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 9 (31/1, 29%) . Hraðaupphlaup: 1 ( Maria Ines De Silve Pereira 1) - Virto / Quintus 6. Utan vallar: 10 mínútur - Quintus 14 mín. Virto / Quintus vann samanlagt 51-50 og er komið í átta lið úrslit keppninnar. Nýjast Áskorenda kepppni Evrópu kv. „Til hamingju með að komast á EM“„Já takk ég er búin að liggja hérna ælandi síðasta korterið“ Classic frjálsar, elska þessa íþrótt. Anna Pálsdóttir @annapalsd Njarðvík - Skallagrím. 60-73 Stigahæstar: Carmen Tyson-Thomas 35/26 frák./7 stolnir, Linda Þórdís Róbertsdóttir 11/8 frák.- Tavelyn Tillman 22/5 frák./6 stoðs., Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/7 frák./5 stoðs., Fanney Lind Thomas 13, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Ragnheiður Benónísdóttir 8/8 frák., Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/8 frák./6 stoðs.. Valur - Keflavík 54-60 Stigahæstar: Mia Loyd 29/19 frák./5 stolnir, Elfa Falsdottir 7, Hallveig Jónsdóttir 6 - Erna Hákonardóttir 16, Ariana Moorer 12/10 frák./7 stoðs., Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11, Birna Benónýsd. 8, Thelma Dís Ágústsdóttir 5, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/17 frák./11 varin. Stjarnan - Haukar 67-59 Stigahæstar: Danielle Rodriguez 35/11 frá./6 stoðs., Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/8 frák., Bríet Sif Hinriksdóttir 12 - Nas- hika Wiliams 18/19 frák./3 varin, Rósa Björk Pétursd.14, Sólrún Inga Gíslad. 8, Þóra Kristín Jónsd. 7, Dýrfinna Arnardóttir 7 . Snæfell - Grindavík 90-59 Stigahæstar: Aaryn Ellenberg-Wiley 26/10 frák., Gunnhildur Gunnarsdóttir 24, Berglind Gunnarsdóttir 9, Anna Soffía Lárusdóttir 5, María Björnsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5 - María Ben Er- lingsdóttir 17, Ingunn Embla Kristínardóttir 17, Petrúnella Skúladóttir 7. Efri Skallagrímur 32 Snæfell 30 Keflavík 30 Stjarnan 22 Neðri Valur 16 Njarðvík 14 Haukar 10 Grindavík 6 dominos-deild kvenna FH - Akureyri 33-27 Markahæstir: Einar Rafn Eiðsson 9, Óðinn Þór Ríkharðsson 8, Ásbjörn Friðriksson 7, Ágúst Birgisson 3 - Mindaugas Dumcius 9, Bergvin Gíslason 7, Kristján Orri Jóhanns- son 3, Arnór Þorsteinsson 3. Annar sigur FH-liðsins á þremur dögum sem er nú aðeins tveimur stigum frá toppsætinu. Efri Afturelding 24 FH 22 Haukar 22 Valur 18 ÍBV 18 Neðri Selfoss 16 Grótta 13 Fram 13 Akureyri 13 Stjarnan 13 olís-deild karla Frjálsar Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjö- unda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþrótta- keppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjón- varpinu heldur líka í hátalara- kerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri met- hlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hrein- lega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á ein- hvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hin- riksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarps- viðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tækl- aði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstak- lega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í við- tali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risa- stór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars. – óój lungun orðin risastór Aníta Hinriksdóttir kemur hér í mark á nýju Íslandsmeti. FréttABLAðið/HANNA Chelsea hefur unnið 16 af 18 leikjum með Marcos Alonso í byrjunarliðinu. s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 13M á n u D a g u r 6 . F e b r ú a r 2 0 1 7 0 6 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 A -5 8 9 4 1 C 2 A -5 7 5 8 1 C 2 A -5 6 1 C 1 C 2 A -5 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.