Fréttablaðið - 06.02.2017, Síða 2
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Er nú á tilboði
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
370 g
Ólympíufarinn varð að sætta sig við silfrið
Tíundu Reykjavíkurleikunum lauk í gær en keppni hefur staðið undanfarnar tvær helgar í 22 íþróttagreinum víðsvegar um höfuðborgina. Ein af
lokagreinunum á leikunum var keppni í listhlaupi á skautum. Þar varð hin ástralsk-bandaríska Brooklee Han að sætta sig við silfur en hún varð í
20. sæti á síðustu Ólympíuleikum. Sigurvegarinn var Karly Robertson frá Skotlandi. Fréttablaðið/SteFán
Veður
Vaxandi austanátt í dag og þykknar upp.
Stormur um kvöldið, slydda og síðan
rigning sunnan- og austanlands, en
hægari og úrkomulítið norðvestantil á
landinu. Hiti 0 til 6 stig. sjá síðu 16
umhverfismál Ríkissjóður hefur
keypt sumarbústað við Vallhallar-
reit að ósk Þingvallanefndar sem
hyggst rífa húsið og „uppræta og
fjarlægja greniskóginn“, eins og
segir í bréfi Ólafs Arnar Haralds-
sonar þjóðgarðsvarðar í bréfi til
forsætisráðuneytisins.
„Opnun lóðarinnar fyrir almenn-
ing og uppræting greniskógarins
myndi bæta til muna ásýnd þjóð-
garðsins, bæði fyrir gangandi gesti
sem og þá sem njóta útsýnis frá
Hakinu,“ segir Ólafur Örn Haralds-
son í bréfi þar sem óskað er eftir
heimild og aðstoð forsætisráðu-
neytisins við kaup á húsinu.
„Fyrirsjáanlegt er að núverandi
sumarbústaður og greniskógur
stendur í vegi fyrir tengingu sem
nú er rætt um að verði milli aðal-
aðstöðu ferðamanna á Hakinu og
svæðisins við Valhallarreitinn og
umhverfisins við Öxará,“ skrifar
þjóðgarðsvörður og bætir við að
svigrúm þurfi vegna stórviðburða,
meðal annars árin 2018 og 2030.
Húsið sem um ræðir er ríflega 70
ára, byggt 1945, og er 49 fermetrar.
Bústaðurinn, sem var í eigu tíu ein-
staklinga úr sömu fjölskyldunni,
var endurbyggður fyrir um aldar-
fjórðungi að því er fram kemur í
verðmati sem fasteignasalan Eigna-
miðlun vann fyrir Þingvallanefnd.
Eignamiðlun sagði húsið virðast
vera í mjög góðu ástandi.
„Staðsetning er einstök eða nánar
tiltekið næsta lóð vestan við lóðina
þar sem áður stóð Hótel Valhöll.
Lóðin er skógi vaxin,“ segir Eigna-
miðlun um sjálfan staðinn sem er
leigulóð í eigu ríkisins.
Eignamiðlun mat verðmæti
bústaðarins 35 milljónir króna. Í
Kaupa hús og uppræta
greni við Valhallarreit
Rífa á 72 ára sumarbústað sem ríkið keypti á Þingvöllum á 35 milljónir og fjar-
lægja greniskóg á lóðinni sem stendur næst Valhallarreitnum. Skógurinn hefur
„slæm sjónræn áhrif“ tekur forsætisráðuneytið undir með Þingvallanefnd.
tré austan Þingvallabæjarins voru felld 2007. Fréttablaðið/anton
bréfi til fjármálaráðuneytisins í
ágúst síðastliðnum tók forsætis-
ráðuneytið undir ósk Þingvalla-
nefndar um kaup á húsinu.
„Þingvallanefnd telur mikilvægt
af skipulagsástæðum að fá umráð
yfir lóðinni sem er 5.600 fermetrar,
uppræta greniskóg sem er á lóðinni
og hefur slæm sjónræn áhrif og opna
aðgang að henni fyrir almenning,“
segir í bréfi forsætisráðuneytisins.
Kaupin voru síðan gerð í septem-
ber 2016 fyrir áðurnefnda upphæð.
Samkomulag er í gildi milli Skóg-
ræktar ríkisins og þjóðgarðsins á
Þingvöllum um að erlend tré innan
þinghelginnar skuli felld þótt Skóg-
ræktin standi vörð um lundi utan
þinghelginnar.
„Trén sem voru í kring um Val-
höll voru felld á grundvelli þess
samkomulags,“ segir Þröstur
Eysteinsson skógræktarstjóri og
vísar til þess að talsvert var fellt af
gömlum og háum grenitrjám milli
Valhallarreitsins og umræddrar
sumarbústaðarlóðar á árinu 2006.
gar@frettabladid.is
Kjaramál Sjómannasamband
Íslands segir Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi hafa viljandi sett við-
ræður félaganna í hnút með frétta-
bréfi þeirra til félagsmanna sinna
um bókun Sjómannasambandsins á
fundi ríkissáttasemjara.
Þá var sett fjölmiðlabann á við-
semjendurna og ákveðið að ekki
mætti ræða efnisatriði kjaraviðræðn-
anna opinberlega. Í tilkynningu frá
Sjómannasambandinu, sem send var
út í gærkvöldi, segir: „Sáttasemjari
hafði varla lokið máli sínu þegar SFS
greinir frá bókun sem fulltrúar sjó-
manna settu fram. SFS gerir því skóna
að bókunin sé í raun ný krafa frá sjó-
mönnum. Og að sjómenn vilji ekki
semja.“ Í fréttabréfinu sem SFS sendi
á félagsmenn sína á laugardag, sagði
að með bókun Sjómannafélagsins,
hefði komið fram ný og áður órædd
krafa í deilunni. Bókunin sýndi vilja-
leysi til að ná farsælli lendingu í
kjaraviðræðunum. - snæ
Stutt og snarpt
fjölmiðlabann
lögreglumál Mikill erill var hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu um
helgina. Í gærmorgun var tilkynnt
um erlendan ferðamann sem hafði
brotið rúðu í bifreið í miðborginni.
Þegar lögreglu bar að garði bar mað-
urinn því við að hafa reiðst íslenskum
manni sem hafði uppi niðrandi tal til
hans vegna kynþáttar hans.
Klukkustund síðar var tilkynnt
um ölvaðan mann sem braut rúðu
í húsi í Vesturbænum, en lögregla
hafði einnig afskipti af þeim manni
og hann var vistaður í fangageymslu.
Í tilkynningu frá lögreglu má
finna alls 26 tilvik þar sem lögregla
hafði afskipti af mönnum aðfara-
nótt sunnudags vegna ölvunar
þeirra. Mikið var um ölvunarakstur
og akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá aðstoðaði lögreglan meðal ann-
ars mann sem svaf áfengissvefni í
miðbænum og ofurölvi mann sem
var vís til þess að fara sér að voða í
Hafnarfirði.
Þá stöðvaði lögreglan för öku-
manns vegna gruns um akstur undir
áhrifum fíkniefna. Kom í ljós að
maðurinn var einnig eftirlýstur og
var tekin skýrsla af honum þegar
hann hafði rænu til. – snæ
Braut rúðu
vegna
kynþátta níðs
lögreglan handtók eftirlýstan mann
aðfaranótt sunnudags. Fréttablaðið/
Vilhelm
26
tilvik þar sem lögregla hafði
afskipti af mönnum vegna
ölvunar þeirra
Opnun lóðarinnar
fyrir almenningi og
uppræting greniskógarins
myndi bæta til muna ásýnd
þjóðgarðsins.
Ólafur Örn
Haraldsson,
þjóðgarðsvörður
á Þingvöllum
6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 m á N u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
6
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
2
A
-4
E
B
4
1
C
2
A
-4
D
7
8
1
C
2
A
-4
C
3
C
1
C
2
A
-4
B
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K