Fréttablaðið - 06.02.2017, Síða 8
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N U D a G U r8 s k o ð U N ∙ f r É T T a b L a ð i ð
SKOÐUN
#islenskaoperan · Miðasala: opera.is
HEFUR ÞÚ UPPLIFAÐ ÁSTARSORG?
ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU
FRUMSÝNING 9. FEBRÚAR 2017 Í HÖRPU
LEIKGERÐ OG LEIKSTJÓRN:
BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
FLYTJENDUR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR,
ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR OG
EVA ÞYRI HILMARSDÓTTIR
Í dag, 6. febrúar, er Degi leikskólans fagnað í tíunda sinn, því er vert að óska leikskólakennurum og öðru leikskólafólki til hamingju með daginn.
Leikskólinn er einn af hornsteinum samfélagsins
og hefur margbreytilegu hlutverki að gegna. Hann er
menntastofnun, þjónustustofnun og vinnustaður fjöl-
margra starfsmanna. Ekkert skólastig hefur tekið jafn
miklum breytingum á tiltölulega stuttum tíma. Leikskól-
inn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og menntunar-
hlutverk hans óumdeilt. Í Aðalnámskrá leikskóla er skýrt
kveðið á um hlutverk leikskólans og þau lögboðnu verk-
efni sem honum ber að sinna. Langflest börn hér á landi
dvelja í leikskóla og viðvera þeirra er alltaf að lengjast. í
Aðalnámskrá er lagður grunnurinn að samfellu í námi
þar sem fyrstu þrír kaflarnir eru sameiginlegir í nám-
skrám skólastiganna þriggja. Starfshættir, áherslur og
markmið hvers skóla eru vel ígrunduð og grundvallast af
lögum, reglugerðum og námskrám sem mynda leiðbein-
andi ramma utan um starfið. Í leikskólum skal velferð og
hagur barna vera leiðarljós í öllu starfi og skal þeim búið
hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leik-
skilyrði. Nám barna fer að mestu fram í gegnum leik og
skapandi starf, þar sem lögð er rík áhersla á leikinn.
Íslenskir foreldrar eru önnum kafnir og vilja allt það
besta fyrir börnin sín. Það sama á við um starfsfólk leik-
skóla sem sér um að börnin þroskist og dafni í öruggu
umhverfi. Árangursrík skólaganga hefst í leikskóla og
þörf er á nýrri hugsun, nýju verðmætamati þar sem
leikskólastigið er metið að verðleikum. Það er mikið
áhyggjuefni hversu illa gengur að manna leikskólana.
Leikskólakennarar eru metnaðarfullur hópur sem sinnir
störfum sínum vel en því miður er þeim stöðugt að
fækka og grípa þarf til aðgerða hið fyrsta til að laða ungt
fólk í leikskólakennaranám. Leikskólinn sem vinnu-
staður er nefnilega bráðskemmtilegur og starf í leikskóla
er fjölbreytt, skemmtilegt, krefjandi og ekki síst gefandi.
Við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér starfið á
vefnum www.framtidarstarfid.is.
Starfsfólk leikskóla býður góðan dag alla daga með
bros á vör.
Bjóða góðan dag alla daga
með bros á vör
Anna
Bjarnadóttir
Ásta Kristín
Valgarðsdóttir
leikskólastjórar
í Garðabæ
Það er mikið
áhyggjuefni
hversu illa
gengur að
manna
leikskólana.
En er það
ekki einmitt
málið að hér
er verið að
vinna að
öðrum
hagsmunum
en meirihluta
landsmanna?
Enn og aftur skal látið reyna á frumvarp þess efnis á Alþingi að leyfa sölu áfengis í versl-unum. Í gegnum tíðina hafa skoðanakann-anir reyndar sýnt að meirihluti þjóðarinnar er andvígur þessari breytingu en það virðist þó ekki angra flutningsmenn tillögunnar
sem koma úr röðum stjórnarflokkanna og Pírata. Það
eitt er eilítið merkilegt í ljósi þess að í þessum flokkum
er að finna vilja til þess að auka við beint lýðræði í
landinu og draga úr forræðishyggju. En það hlýtur að
felast ákveðin forræðishyggja í því að vilja hafa vit fyrir
meirihluta landsmanna í þessu máli sem öðrum.
Þess vegna hljóta landsmenn að velta því fyrir sér
hvert markmiðið er hjá flutningsmönnum tillögunnar
með að vilja hafa vit fyrir þeim í þessum efnum? Aug-
ljósasta skýringin er að flutningsmenn frumvarpsins
telji að það sé mikilvægt þjóðþrifamál að auka umtals-
vert aðgengi að áfengi. Að það sé hægt að kaupa vín
í næstu matvöruverslun og það jafnvel allan sólar-
hringinn. Meirihluti landsmanna er reyndar sáttur
við núverandi fyrirkomulag, telur aðgengið nægilega
gott og er einfaldlega ekki að kalla eftir breytingu á
núgildandi fyrirkomulagi. Þannig að ekki er það vilji
meirihluta landsmanna sem er verið að framfylgja
með frumvarpinu.
Aðalástæða þess að meirihluti landsmanna er á
móti því að auka aðgengi að áfengi er lýðheilsufræði-
legs eðlis. Birgir Jakobsson landlæknir, hefur þegar
tjáð sig um frumvarpið með afgerandi hætti og bent á
að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar notkunar.
Sérstaklega geti þetta átt við viðkvæma hópa á borð
við ungmenni og þá sem þola illa áfengi og leiði þann-
ig til aukins heilsutjóns á meðal landsmanna með
tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið. Ekki er það nú
það sem Ísland vantar að auka álagið og kostnaðinn
við rekstur heilbrigðiskerfisins, um það getum við
eflaust öll verið sammála.
Líka flutningsmenn frumvarpsins umrædda,
sem virðast þó lítið ræða þennan lýðheilsufræði-
lega þátt. Það er eins og aldrei sé búið að sanna með
nægilega mörgum rannsóknum að aukið aðgengi
hefur í för með sér aukna neyslu og skaðleg áhrif á
heilsufar landsmanna til þess að það fari að hafa áhrif
á ákvörðunina. Því miður minnir þetta nánast á olíu-
framleiðendur og talsmenn þeirra sem segja að það
sé bara alls ekki sannað að loftlagsbreytingar séu af
mannavöldum.
En er það ekki einmitt málið að hér er verið að vinna
að hagsmunum annarra en meirihluta landsmanna?
Því eina haldbæra skýringin sem stendur eftir er að
flutningsmenn frumvarpsins eru að þjónusta hags-
muni verslunarinnar því þar vantar svo sannarlega
ekki viljann til þess að selja vín. Það er auðvitað ekkert
að því að þingmenn vinni að því gera starfsumhverfi
verslunarinnar sem best og samkeppnina sem mesta.
En það hlýtur að eiga að gerast á forsendum heildar-
hagsmuna þjóðarinnar. Á forsendu þeirra sem þing-
menn þiggja vald sitt frá, en ekki á forsendum fyrir-
tækja eða annarra hagmunaðila, því þingið á að vera í
þjónustu þjóðarinnar. Alltaf og án undantekninga.
Fyrir hvern?
Brennivín í búðir
Fastir liðir eins og venjulega eru
kjörorð íslenskrar umræðu og
enn einu sinni er nú rætt um
hvort heimila eigi einkaaðilum að
sjá um smásölu áfengis og afnema
þar með einokun íslenska ríkisins
á þeim rekstri. Slík frumvörp
hafa reglulega verið lögð fram á
Alþingi á undanförnum árum án
þess að hafa verið til lykta leidd.
Umræðan nú er með nákvæmlega
sama hætti og verið hefur áður,
flokksmenn á vinstri kantinum
óttast aukna neyslu og lýðheilsu-
leg vandamál, en þeir sem aðhyll-
ast frjálshyggju benda á líkindin
við bjórbannið á sínum tíma og
hneykslast á “forpokuðum„ sem
vilja skerða aðgengi frekar en hitt.
Þriðji hópurinn, sem hneykslast
er á umræðunni, er svo jafn hávær
og hinir tveir til samans.
Prinsippin
Á sama tíma hafa nokkrir þing-
menn lagt fram frumvarp sem er
allrar athygli vert. Frumvarpið
gengur út á að ætlað samþykki
sé fyrir líffæragjöf einstaklinga.
Nánasti aðstandandi eða ein-
staklingar þurfi því að leggjast
sérstaklega gegn því að líffæri
séu notuð að manni gengnum.
Þetta frumvarp ætti að vekja
upp áhugaverða og nauðsynlega
umræðu um ákveðin frumprin-
sipp. Hafa einstaklingar raun-
verulegt vald yfir eigin líkama
eða á ríkið okkur skuldlaust,
nema annað sé tekið fram?
snaeros@frettabladid.is
0
6
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
2
A
-7
1
4
4
1
C
2
A
-7
0
0
8
1
C
2
A
-6
E
C
C
1
C
2
A
-6
D
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K