Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 06.02.2017, Qupperneq 38
„Þetta hef ég aldrei prófað áður. Sko, ég er enn að reyna að finna út úr því hvað ég er að fara að gera. Þetta verð- ur einhvers konar raftónlist, býst ég við – ég verð bara með einhverjar græjur á sviðinu að baka raf. Ég er búinn að vera að vinna í alls konar tónlist lengi, en hún hefur ekki beint verið til flutnings svona á sviði,“ segir Örvar Smárason, en hann mun koma fram einsamall á Sónarhátíð- inni og frumflytja þar nýtt verkefni – en Örvar er vanur að koma fram með hljómsveitarfélögum sínum í annaðhvort Múm eða FM Belfast. Er það búið að blunda lengi í þér að fara út í þetta? „Neeei, ég get nú eiginlega ekki sagt það. Ég gerði þetta eins og svo margt annað og bókaði þessa tón- leika bara í ákveðnu hugsunarleysi. Það leiðir oft til jákvæðra hluta, að gera hlutina bara út í loftið.“ Þannig að þetta er algjörlega „spontant“ hjá þér? „Já. Svo sé ég bara hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mig. Ég hafði eigin- lega ekkert spáð í það, en ég fór í eitt- hvert viðtal um daginn þar sem ég var spurður af hverju ég væri að gera sólóverkefni og ég fattaði að ég hafði ekkert hugsað út í það, þetta er bara eitthvað sem ég allt í einu byrjaði að gera.“ Er það eitthvað við Sónarhátíðina sem fékk þig til að frumflytja þetta? Svona fyrst þú ert að gera þetta þar. „Hmm, nei alls ekki, það kom bara á réttum tíma – þetta var bara ein- hver hugdetta sem ég fékk.“ Þau hafa þá bara hringt í þig á hár- réttum tíma? „Já.“ Þannig að þú ert ekki með neitt planað í kringum þetta? „Ég er að setja þetta saman núna. Ég er að vinna mína fyrstu plötu, eða svona sóló… – samt svo fyndið að kalla þetta sóló. Ég er að vinna fyrstu plötuna undir mínu nafni.“ Hver er ástæðan fyrir því að þú vilt ekki kalla þetta sóló? „Sko, ástæðan fyrir því að ég vil ekki kalla þetta sóló er sú að það er svona eitthvað sem hangir eða loðir við sólóverkefni – að maður standi fremst á sviðinu og syngi, beri hjarta sitt á borð.“ Þannig að þetta er ekki útrás fyrir listrænan metnað sem þú hefur ekki getað komið frá þér annars staðar? „Það er ekki beint það sem ég er að gera, ekki svo ég viti til. Ég er bara að láta hlutina ráðast einhvern veginn.“ Þannig að gestir Sónarhátíðar- innar þurfa ekki að búast við að þú rífir upp gítarinn? „Nei, ekki í þetta sinn allavega. Það gæti gerst – ég er ekki búinn að útiloka neitt. Ég vil ekki vera að festa neitt niður. En svo er ég líka að vinna að öðru verkefni, með Sin Fang og Sóleyju. Þetta er samstarfsverkefni þar sem við gefum út nýtt lag síðasta föstu- dag í hverjum mánuði. Þannig að þetta eru tólf lög í ár. Við gáfum út fyrsta lagið núna í lok janúar. Það verkefni var einmitt líka bara ein- hver hugdetta sem gekk of langt, eins og svo margt. Stundum er bara þess virði að framkvæma þessa hluti, þó ekki væri nema til þess að maður fram- kvæmdi eina af tuttugu „frábærum“ hugmyndum. Það eru allir með milljón hugmyndir og ef maður nær ekki nema bara að framkvæma eina og eina – þá hefur maður eitthvað fyrir stafni. Við höfum samt annars ekkert pælt meira í hvað við ætlum að gera með þessi lög, við byrjum bara á að semja þau og sjáum svo til.“ Örvar verður svo á faraldsfæti eins og vanalega, bæði með Múm og FM Belfast. Hann spilar í Berlín næstu helgi með Múm í kringum kvikmyndahátíðina í Berlín. Síðan er það Reykjavík Music Festival í LA og FM Belfast verður að sjálfsögðu líka á Sónar. Nóg að gera. stefanthor@frettabladid.is SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Þetta verður einhvers konar raftónlist, býst ég við – ég verð bara með einhverjar græjur á sviðinu að baka raf. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Norski hönnuðurinn og innan húss - arkitekt inn Jahn Aamodt er maðurinn á bak við Timeout hæg inda stól inn. Hann hefur unn ið til fjölda verð launa fyrir hönn un sína en við stönd um fast á því að Timeout hæginda stóllinn sé hans 9. sinfónía. Stóllinn er nútíma - legur en um leið alveg tímalaus. T I M E O U T HÆ G I N D A S T Ó L L I N N TIMEOUT stóll, verð: 299.990 kr. TIMEOUT skemill, verð: 79.990 kr. J a h n A a m o d t TIMEOUT ER FÁANLEGUR Í MÖRGUM LITUM Í LEÐRI OG ÁKL ÆÐI. T I M E O U T H Æ G I N D A S T Ó L L I N N t r a u s t u r h e i m i l i s v i n u r bókaði sig í ákveðnu hugsunarleysi Örvar smárason tónlistarmaður hefur lengi vel spilað um allan heim bæði með Múm og FM Belfast. Hann mun koma í fyrsta sinn fram einsamall á Sónarhátíðinni núna um miðjan febrúar en hann segist enn vera að finna út úr því hvað hann sé að fara að gera. Örvar segist allt eins geta rifið upp gítarinn á Sónar, þó að hann búist nú reyndar ekki við því. FRÉTTABLAÐIÐ/EyÞÓR 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N U D a G U r22 L í f i ð ∙ f r É T T a b L a ð i ð 0 6 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 A -5 D 8 4 1 C 2 A -5 C 4 8 1 C 2 A -5 B 0 C 1 C 2 A -5 9 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.