SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 8

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 8
8 ingar á fyrirbærum öldrunar og fyrirbyggjandi aðgerðum við ýmsum afleiðingum ellihrörnunar. Áherslur á meðferð og greiningu eru nokkuð aðrar hjá öldrunarlækningadeildum en spítala- deildum sem sérhæfa sig í sérstökum sjúkdóm- um eða sjúkdómsflokkum. Mikið er lagt upp úr endurhæfingu og þar af leiðandi er legutími nokkru lengri en tíðkast á öðrum spítaladeildum. Teymisvinna er stór liður í starfsemi deildanna. Læknar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar eru uppistaðan í þessum teymum og inn í þau blandast iðju og sjúkraþjálfarar. Víða er öldrunarlækningadeildunum skipt niður í einingar, sem ekki þurfa nauðsynlega að vera undir sama þaki. Þessar einingar eru: Matsdeild, sem tekur sjúklinga til frekari greiningar og uppvinnslu af bráðamóttöku sjúkrahússins. Legutími á matsdeild á ekki að fara fram úr 7-10 dögum. Ef sjúklingur hefur ekki náð bata á þeim tíma er hann fluttur á endurhæfingardeild. Endurhæfingardeildin getur svo skipst upp í ýmsar sérdeildir og dvalartími þar er oftast 2-3 mánuðir. Þarna geta líka verið líknardeildir fyrir sjúklinga sem eiga skammt eftir ólifað. Þá eru oft í þessum „hægfara“ hluta deildir fyrir heilabilaða bæði til greiningar og meðferðar og einnig greiningarstöð eða „minnismóttaka“ sem svo hefur verið nefnd en þangað koma sjúkl- ingar til greiningar og meðferðar á minnistrufl- unum, en þurfa ekki að leggjast inn. Greiningar- ferlið er nokkuð flókið, almenn læknisskoðun, röntgenrannsóknir af höfði, sneiðmyndir, blóðflæðirannsóknir á heila, heilalínurit, taugasálfræðilegt mat (gert af taugasálfræðingi) og félagsráðgjöf við sjúklinga og ættingja. Víða á Norðurlöndunum hefur verið rekin svo- kölluð sjúkrahústengd heimahjúkrun í tengslum við öldrunarlækningadeildir. Er þar starfsemi þar sem hjúkrunarfræðingur og læknir annast aldraða sjúklinga sem vilja og geta búið heima þótt þeir séu lítt fótafærir. Þessi heimahjúkrun er þá á vakt allan sólarhringinn og getur þá sent lækni og hjúkrunarfræðing heim til sjúkl- ings hvenær sem þörf er á. Einnig eru alltaf til reiðu laus sjúkrarúm á einni deildinni ef ástand sjúklingsins bráðversnar. Þetta fyrirkomulag sparar marga legudaga á sjúkrahúsi og er mun ódýrara en sólarhringsvistun á legudeild. Öldrunarlækningar á Íslandi Öldrunarlækningadeild var stofnuð við Land- spítalann í Reykjavík árið 1975. Var hún til húsa í Hátúni 10b, húsnæði Öryrkjabandalags Íslands, sem var hannað sem smáíbúðir og hentaði ekki alls kostar sem sjúkrahús. Upp- runalega átti að reka hana sem hjúkrunarheim- ili, sem tæki við langlegusjúklingum af Land- spítala. Fljótlega var þó horfið frá því ráði og stefnt að því að þarna yrði öldrunarlækninga- deild með endurhæfingarhlutverk. Jafnframt var unnið að því að fá stofnsetta matsdeild í húsnæði Landspítalans í nánd við bráðaþjón- ustuna. Sú hugmynd fékk þó ekki hljómgrunn hjá ráðamönnum spítalans. Í Hátúni voru 3 legudeildir með 20 rúmum hver og fljótlega bættist við dagspítali fyrir 18- 20 sjúklinga á dag, sjúkra og iðjuþjálfun og félagsráðgjöf. Nokkru seinna kom móttökudeild til forskoðunar og endurkomu sjúklinga. Farið var í heimilisvitjanir til forskoðunar sjúklinga á biðlista. Sjúklingaumsetning gekk fremur hægt vegna mikils þrýstings frá ýmsum deildum Landspítalans að koma inn langlegusjúklingum. Um þetta leyti voru nokkrir yngri læknar að kynna sér öldrunarlækningar á Norðurlöndum, Bretlandi og USA og öðlast sérfræðiréttindi. Þeir komu síðan til liðs við starfsemina og lengst af störfuðu 5 læknar við deildina. Einni deildinni var breytt í sérdeild fyrir minnissjúka og hafin starfsemi móttöku til greiningar á heilabilun. Á móttökudeildinni var eftirlit með útskrifuðum sjúklingum og önnuðust hjúkrunarfræðingar það með heimsóknum til þessara sjúklinga. Læknar frá deildinni fóru í konsultationir (ráð- gjöf) á Landspítalann nokkrum sinnum í viku. Árið 1977 hófst undirbúningur að byggingu 6 hæða álmu, B-álmunnar við Borgarspítalann. Var hún hugsuð til að hýsa öldrunarþjónustu að mestu leyti enda reist að stórum hluta fyrir fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Þar voru innréttaðar 2 legudeildir fyrir öldrunarsjúklinga en ekki náðist samkomulag um nýtingu þessa húsnæðis svo það stóð óinnréttað í hartnær 10 ár. Árið 1995 hófst undirbúningur undir sameiningu spítalanna í Reykjavík, þá kom Landakotsspítali í hlut öldrunarþjónustunnar og var þá öldrunar- lækningadeildin flutt úr Hátúninu á Landakot, deildarskipan haldið að mestu en nú í rúmgóðum húsakynnum. Hefur uppbyggingin verið mjög í sama anda og lýst hefur verið hér að framan og gengið með ágætum. Matsdeildin mun verða á Fossvogsspítalanum og þar mun öll bráðamót- taka spítalans verða eftir því sem fregnir herma. Er það mjög mikilvægt að almenn bráðamóttaka og matsdeild verði undir sama þaki. Mun nú loksins því marki náð að öldrunar- lækningar hérlendis standist samanburð við það sem best gerist meðal nágrannaþjóða okkar. M ál e fn i al d ra › ra Þverholti 1, 270 Mosfellsbær

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.