SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 14

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 14
14 verður þá skyndilega ófær að sjá um sig. Þetta leiðir oft til innlagnar á sjúkrahús. Orsakir rugl- ástands eru margvíslegar, en algengastar eru sýkingar af ýmsu tagi, aðrar ástæður geta verið hjartaáfall, blóðtappi í lungum og efnaskipta- truflanir. Nauðsynlegt er að fá upplýsingar frá nánustu aðstandendum um hvernig ástandið var áður en ruglið reið yfir. Sömuleiðis þarf að gefa sjúklingnum góðan tíma áður en staðfest er hvort um undirliggjandi heilasjúkdóm geti verið að ræða. Ekki er leyfilegt að framkvæma heila- bilunargreiningu fyrr en ruglástand hefur gengið yfir nema upplýsingar um ástand fyrir ruglið gefi tilefni til. Það er misjafnt eftir löndum og stöðum hverjir standa helst að greiningu þessa sjúkdóms, en hér á landi er algengast núorðið að greiningin fari fram á Minnismóttökunni á Landakoti. Sérfræðingar í taugasjúkdómum, geðsjúkdómum og öldrunarlækningum geta einnig staðið að rannsóknum sem þessum. Eðilegast er þó að leita fyrst til síns heimilislæknis og ræða vandamálið við hann. Hann getur síðan ákveðið hvort ástæða sé til frekari skoðunar og hvernig standa skuli að henni. Einkenni Aðaleinkenni Alzheimers sjúkdóms er dvínandi minni. Minnið er hins vegar ekki einfalt fyribæri enda er það aðgreint á mismunandi hátt. Hér er það gert á tvennan hátt, annars vegar í skamm- tímaminni og langtímaminni og hins vegar í staðreyndaminni, atburðaminni og verkminni. Skammtímaminni er einfaldlega hæfileikinn til að leggja á minnið, læra. Þessi hæfileiki dvínar fljótt í Alzheimers sjúkdómi og er oftast ástæða komu til læknis. Langtímaminni er hæfileikinn til að muna það sem maður var áður búinn að leggja á minnið svo sem afmælisdagar og atburðir fyrri ára. Lengi var talið að þessi hæfileiki héldist mun betur í sjúkdómnum en skammtímaminnið en svo er ekki. Það skiptir okkur hins vegar ekki eins miklu máli dags daglega og það kemur í ljós þegar það er sérstaklega athugað að langtíma- minnið dvínar einnig tiltölulega fljótt hjá Alzheimers sjúklingum. Staðreyndaminni er hæfileikinn til að leggja á minnið ýmsar staðreyndir sem koma okkur oftast nær ekki beint við svo sem ártöl, nöfn frægra persóna, atburðir í mannkyns- eða landssögu o.s.frv. Þessi hæfileiki dofnar eftir því sem Alzheimers sjúkdómur færist í vöxt. Atburðaminni. Þetta er minni atburða sem viðkomandi upplifir og er því mjög persónu- bundið. Upplifanir fara aðrar leiðir í heilanum en aðrar upplýsingar og virkja tilfinningalífið. Því geta Alzheimers sjúklingar munað ótrúlegustu hluti, þótt minni þeirra að öðru leyti sé orðið mjög bágborið. Verkminni. Þetta er hæfileikinn til að muna ýmis konar verkleg atriði svo sem að synda, hjóla, binda bindishnút eða setja upp hár. Þetta á einnig við um flóknari hluti sem sumir þjálfa sig til svo sem að spila á hljóðfæri eða smíða úr tré eða öðru efni. Ef Alzheimers sjúklingur fær ekki verkstol sem hluta af einkennum sjúkdómsins er hæfileiki hans á þessu sviði lítið skertur lengi vel. Önnur einkenni sem oft koma fram, einkum hjá hinum yngir eru: Málstol. Þegar málstol er að byrja vantar skyndi- lega réttu orðin. Þegar frá líður á einstaklingurinn í vaxandi erfiðleikum með að finna réttu orðin og það þarf oft að rýna sérstaklega í það hvað hann á við. Með tímanum verður málið mjög brotakennt. Verkstol. Verk sem áður voru gerð án mikillar umhugsunar verða erfiðari. Þetta kemur fyrst fram í flóknari atriðum, en kemur síðar fram í einfaldari verkum. Það er fyrst skipulagið sem verður lakara, þá nægir að segja til, en síðar sjálf athöfnin og þá þarf að veita beina aðstoð. Ratvísi. Stundum verður erfitt að rata á ókunn- ugum slóðum þrátt fyrir hjálpartæki svo sem kort. Síðar verður erfiðara að rata á þekktum slóðum, jafnvel á heimili sínu. Dómgreind. Oft sjá allir aðrir en sjúklingurinn að eitthvað er að. Þá er innsæi skert. Dómgreindar- leysi getur komið fram á ýmsan hátt svo sem í fjármálum eða í því hvað viðkomandi treystir sér til að gera sem allir aðrir vita að hann getur með engu móti gert. Félagshæfni. Oftast er léleg félagshæfni afleiðing af ofantöldum einkennum þannig að sjúkling- urinn getur ekki lengur sinnt skyldum sínum í starfi eða fjölskyldu. Hæfni til að sinna félags- legum skyldum er hluti greiningar á heilabilun. Oft er talað um mismunandi stig sjúkdómsins en til einföldunar er honum skipt í fimm stig hér. Hvert stig tekur oftast nokkur ár, þau fyrstu og síðustu oftast nær lengstan tíma. Fyrst er forstig sjúkdómsins og þá er greiningin sjaldnast örugg vegna þess hversu margar orsakir geta legið að baki. Næst kemur stig greinilegs minnistaps og á þessu stigi er greiningin oftast gerð nú til dags. Sjúklingurinn getur á ýmsan hátt brugðist sjálfur við. Í mörgum tilfellum reynir hann að bæta fyrir minnistap með betra skipulagi, skrifa hjá sér, láta aðra um að taka ábyrgð og losa sig sjálfur undan öllu sem getur valdið streitu en í öðrum tilvikum neitar hann hins vegar að horfast í augu við vandamálin. Þá kemur að vægri heilabilun þar sem þörf er á vaxandi eftirliti, en viðkomandi klárar sig með því móti og á einfaldari hátt en áður. Fjórða stigið er millistig heilabilunar og á því stigi þarf að koma til í vaxandi mæli bein aðstoð. Á þessu stigi er oftast farið að hugsa til sólarhringsvist- unar. Að lokum er komið á stig alvarlegrar heila- bilunar og þá er sjaldnast skynsamlegt að leggja það á aðstandendur að annast sjúklinginn heima. Meðferð Í grófum dráttum má skipta meðferðarmögu- leikum í þrjá hluta, upplýsingar og stuðningur, lyfjameðferð og umönnun. M ál e fn i al d ra › ra

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.