SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 15
15
Upplýsingar og stuðningur. Þörf er á þessu á
öllum stigum sjúkdómsins og hér er bæði átt við
stuðning við sjúkling og aðstandendur hans.
Skipta má þessum lið í nokkra þætti:
Upplýsingar við greiningu. Mjög mikilvægt er að
gefa góðar upplýsingar í byrjun svo allir geri sér
grein fyrir því sem er framundan án þess þó að
mála myndina of dökkum litum. Leggja ber
áherzlu á að viðhalda sem mestri þátttöku í
daglegu lífi, þótt hún þurfi að taka einhverjum
breytingum. Fjölskyldan þarf síðan að hafa
aðgang að ráðgjöf eftir því sem þörf krefur.
Stuðningshópar. Góð reynsla hefur verið af
stuðningshópum sem felast í því að tiltölulega
lítill hópur aðstandenda hittist reglulega í nokk-
urn tíma með leiðsögn fagmanns. Þar fara fram
umræður, ráðgjöf er veitt og leiðbeint hvernig
bregðast skuli við aðstæðum sem koma upp geta
komið. Flestum gagnast sá stuðningur vel sem
þarna er að fá en reynt er að velja þannig í hóp-
ana að sem mestur árangur verði fyrir sem flesta.
Þjálfun. Þegar komið er á fyrsta stig heilabilunar
er eðlilegt að koma á einhvers konar örvun eða
þjálfun. Hún felst í því að byggja á sterkum
hliðum sjúklingsins og örva og hvetja þá þætti
sem hann ræður vel við. Þetta er gert með því
að gera honum kleift að nýta hæfileika sína og
áhugamál, en á þessu stigi er hann oftast búinn
að tapa frumkvæði og skipulagshæfileikum til að
nýta þá sjálfur. Beztur árangur hefur náðst í
svokölluðum dagvistum fyrir minnissjúka en þar
er auðveldast að koma slíkri örvun við.
Lyfjameðferð. Henni er skipt í tvo þætti,
meðferð við sjúkdómnum sjálfum og meðferð við
þeim geðrænu einkennum sem oft fylgja
sjúkdómnum (einkennameðferð).
Lyf við Alzheimers sjúkdómi. Nú eru skráð þrjú
lyf við sjúkdómnum. Þau verka öll á svipaðan
hátt, með því að hafa áhrif á það boðefnakerfi
sem helst dvínar. Það á eftir að koma í ljós á
næstu árum hvort eitthvert þeirra hefur meiri
áhrif til lengri tíma en hin, en núna lítur út fyrir
að þau hafi áhrif til seinkunar á sjúkdómsfram-
vindu á fyrri stigum sjúkdómsins um 9-12
mánuði að meðaltali. Líklega líða nokkur ár þar
til lyf með annars konar verkunarmáta koma
fram en vel getur verið að þá komi á skömmum
tíma á markaðinn mörg lyf með mismunandi
verkun.
Einkennameðferð. Í mörgum tilvikum koma fram
geðræn einkenni svo sem þunglyndi, kvíði,
ranghugmyndir og jafnvel ofskynjanir og
svefntruflanir. Á síðari stigum sjúkdómsins geta
hins vegar komið fram ýmsar hegðunarbreyt-
ingar sem einu nafni kallast atferlistruflanir. Um
er að ræða einkenni eins og ráp fram og til baka,
flökkutilhneiging, söfnunarárátta, reiði og mót-
spyrna við umönnun. Lykilatriðið í lyfjameðferð
við geðrænum einkennum og atferlistruflunum
er að fara varlega því flestir sjúklinganna eru
viðkvæmir fyrir lyfjunum og fá auðveldlega
aukaverkanir. Annað sem verður að hafa í huga
er að áhrifin eru ekki jafn fyrirsjáanleg og við
meðferð með sömu lyfjum hjá sjúklingum sem
ekki eru með þennan sjúkdóm. Það getur því
tekið tíma og þolinmæði að koma á jafnvægi í
andlegri líðan Alzheimers sjúklinga og það má
alltaf búast við því að þessi leið skili ekki þeim
árangri sem vænst er. Þriðja atriðið sem þarf að
hafa í huga er að atferlistruflanir eru oft svörun
sjúklingsins við líkamlegum óþægindum sem
hann getur ekki tjáð á annan hátt vegna þess að
hann er búinn að tapa hæfileikanum til að segja
rétt til um líðan sína.
Umönnun. Skipta má þessu meðferðarúrræði í
þrjá þætti: félagsleg, andleg og líkamleg
umönnun.
Félagsleg umönnun. Hún felst í því að skapa gott
umhverfi fyrir sjúklinginn annars vegar og að
veita félagslega örvun hins vegar. Umhverfið þarf
að taka tillit til sjúkdómsins og vera bæði öruggt
fyrir hann og aðlaðandi. Skýrar merkingar á
herbergjum, innan herbergja og nafnspjöld gefa
sjúklingi sem getur nýtt sér lestrarhæfileika
möguleika á að komast af í umhverfinu af
sjálfsdáðum og hann þarf þá ekki sífellt að spyrja
til að glöggva sig. Félagsleg örvun felst t.d. í
heimsóknum aðstandenda og vina, gönguferðum,
ferðalögum, ferðum á söfn og kaffihús eða
búðarferðum, en alltaf þarf að taka tillit til þess
M
ál
e
fn
i
al
d
ra
›
ra