SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 10

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 10
10 Múlabær, dagvistun aldraðra og öryrkja, tók til starfa 6. janúar 1983. Rekstraraðilar Múlabæjar eru Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands (RRKÍ) og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Saman skipa þessir aðilar stjórn fyrir stofnunina. Líta má einkum til tveggja hlutverka sem dagvistunin þjónar. Annars vegar sem dagvistun á félagslegum grunni. Þeim þætti er ætlað að þjóna þeim er búa við einangrun eða eiga erfitt með að leita sér mannlegra samskipta. Hér er í mörgum tilfellum um að ræða fólk, sem á einn eða annan hátt er fatlað eða hreyfihamlað og kemst illa ferða sinna á milli húsa á eigin spýtur eða getur ekki nýtt sér almenningsfarartæki. Hins vegar sem dagvistun á heilsufarslegum grunni. Þeim þætti er ætlað að þjóna þeim er eiga við heilsufarsörðugleika að etja og fylgjast þarf með af fagfólki. Á þeim vettvangi vinna einkum hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Tekin eru til lyf, skipt er á sárum og almennt heilsufarseftirlit er virkt. Fylgst er með lyfja- gjöfum og hugsanlegum aukaverkunum. Einnig er fræðsluhlutverk hjúkrunarfræðinganna stórt, bæði að miðla til skjólstæðinga heimilisins og til starfsfólks. Í Múlabæ er unnið að eftirtöldum markmiðum:  að rjúfa félagslega einangrun aldraðra og öryrkja í heimahúsum og efla þá til þátttöku í daglegri umsýslan  að stuðla að því að aldraðir og öryrkjar geti sem lengst búið í heimahúsum í stað langdvalastofnana  að létta á dagspítaladeildum sjúkrastofnana  að hindra ótímabærar innlagnir á sjúkrastofnanir  að greiða fyrir útskriftum sjúklinga af sjúkrastofnunum  létta á ættingjum og umönnunaraðilum Eins og fram kemur hér að framan er starf- semin einkum ætluð þeim hópi aldraðra og öryrkja sem heldur sjálfstætt heimili eða er í tengslum við vandafólk, en eiga þó í erfiðleik- um með að annast um sig að fullu. Þetta getur meðal annars stafað af skamm- eða lang- vinnum veikindum eða fötlun, andlegri og/eða líkamlegri. Einnig stuðlar starfsemin að því að hvetja eldra fólk og öryrkja til sjálfsbjargar svo þeir geti sem lengst og með markvissum og hæfilegum stuðningi lifað heilbrigðu og farsælu lífi á heimaslóðum. Dagur í Múlabæ Hinn hefðbundni dagur í Múlabæ hefst að loknum morgunmat. Þá er tekið til við ýmsa iðju. Vinnustofurnar opna og er þar margt um spennandi viðfangsefni, og reynt að finna verkefni við hæfi hvers og eins, handavinnu og föndur af ýmsum toga, eða fólk situr og spjallar saman. Þar miðast verkefnin við að þjálfa bæði huga og hönd. Blaðalestur á sinn sess og margt er um manninn þar, helstu fréttir líðandi stundar eru lesnar og oft spinnast skemmtilegar umræður og mismunandi skoðanir eru viðraðar. Hópleikfimi er vinsæl og eru allflestir sem taka þátt í henni. Hún er sniðin að því að sem flestir geti verið með, þrátt fyrir ýmsar fatlanir, því hún fer fram af stólum eingöngu. Blandast Gripi› í spil M ál e fn i al d ra › ra Hallbera Fri›riksdóttir Hallbera Fri›riksdóttir: Múlabær HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 • 260 NJARÐVÍK SÍMI 422 5200 • TELEFAX 421 4727 Hafnarfjarðardeild

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.