SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 4

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 4
Inngangur Þær breytingar á íslensku þjóðfélagi sem urðu á seinni hluta 20. aldarinnar höfðu róttæk áhrif á samsetningu fjölskyldunnar. Þrjár kynslóðir bjuggu saman og byggðu upp einingu, sem bæði stundaði framleiðslu og þjónustu. Undir verndarvæng þjónustustarfsem- innar fór barnauppeldið fram og grunnmenntun. Þar fór og fram umönnun aldraðra og þessi nánu samskipti kynslóðanna stuðluðu að því að menningararfurinn skilaði sér frá þeim öldnu til þeirra yngri bæði í orði og athöfnum. Umsjá heimilishalds, barnauppeldi og önnur umönnun hvíldi að mestu á konum þessa samfélags, sem verkstýrðu þessum mikilvægu þáttum samfélagsins. Á þessum árum urðu miklir fólksflutningar úr sveitunum til þéttbýliskjarnanna, sem voru að myndast við sjávarsíðuna og heilu fjölskyldurnar fluttu búferlum, en héldu þó um sinn sambandi sínu innbyrðis, reistu sér í sameiningu fjölskylduhús sem oftast var 2 hæðir kjallari og ris, sem fjölskyldan deildi með sér. Þegar líða tók á 20. öldina verða gagngerar breytingar á þessum sambýlisháttum. Konur fara að hasla sér völl úti á vinnumarkaðnum, og vægi þeirra sem máttarstoðir stórfjölskyldunnar fer þverrandi. Til verður nýtt fjölskylduform, kjarnafjölskyldan svonefnda, sem er samsett af foreldrum og börn- um þeirra. Elsta kynslóðin lendir þannig utan við kjarnafjölskylduna og fer á mis við þann stuðn- ing sem stórfjölskyldan veitti áður fyrr. Börn hinna öldruðu eða aðrir ættingjar hafa engar lagalegar skyldur til að annast um aldraða foreldra eða frændfólk. Hins vegar finnst mörgum að á þeim hvíli siðferðisleg skylda að veita öldruðum foreldrum aðstoð eftir megni. Sú viðleitni hefur þó reynst erfið í reynd, þar sem þjóðfélagið gerir ekki ráð fyrir slíkri aðstoð, vinnutími leyfir það ekki, og húsakynni yfirleitt hönnuð fyrir litlar kjarna- fjölskyldur. Búseta í fjarlægð frá foreldrum hefur einnig sitt að segja. Samfélagið gerir engar kröfur til framlags ættingja og veitir enga styrki eða umbun fyrir umönnun barna við aldraða foreldra sína. Lög um málefni aldraðra Þegar öldruðum fjölgaði í þéttbýli á Íslandi og fjölskyldan hætti að vera sá stuðningsaðili, sem áður hafði verið þótti sýnt að setja þyrfti lög og reglur um þjónustu við þennan hratt stækk- andi hóp, sem aldraðir voru. Frumvarp um lagasetningu var lagt fram á Alþingi 1977 en lögin voru lengi í smíðum og fyrst samþykkt 1982, síðan endurskoðuð nokkrum sinnum, síðast í lok árs 1999. ( lög nr 121, 1999). Markmið laganna er að tryggja að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu, sem þeir þurfa á að halda og hinir öldruðu geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem unnt er, en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Yfirstjórn öldrunarmála er hjá heilbrigðis og tryggingamálaráðherra, sem jafnframt skipar samstarfsnefnd um málefni aldraðra, sem skal vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis í mál- efnum aldraðra, og úthlutar úr Framkvæmda- sjóði aldraðra, en sá sjóður var upphaflega stofn- aður 1981 til að fjármagna byggingar á stofnun- um fyrir aldraða, en á seinni árum einnig til að rétta af hallarekstur á stofnunum. Þá fjalla lögin einnig um skipulag öldrunarþjónustunnar. Skilgreining og flokkun öldrunarþjónustu Öldrunarþjónustan skiptist í 3 meginflokka og nokkra undirflokka: 1. Opin öldrunarþjónusta. a) Heimaþjónusta ( heimahjúkrun og heimilishjálp) b) Þjónustumiðstöðvar aldraðra c) Dagvistanir (félagslegar og fyrir heilabilaða) d) Þjónustuíbúðir 2. Stofnanir fyrir aldraða. a) Dvalarheimili (elliheimili), sambýli (stoðbýli) sérhannaðar íbúðir b) Hjúkrunarheimili og hjúkrunardeildir (á dvalarheimilum) 3. Öldrunarlækningadeildir. (Lög um málefni aldraðra no 125, 1999) Skal nú hver þáttur útskýrður í stuttu máli: Opin öldrunarþjónusta (Sbr lög um málefni aldraðra, 4. kafli gr. 13) Heimaþjónustan er tvíþætt. Annars vegar heimahjúkrun, sem er veitt frá heilsugæslu- stöðvunum og er fólgin í heimsóknum hjúkr- unarfræðinga til sjúkra og aldraðra, sem búa heima. Helstu viðfangsefnin eru lyfjatiltekt, sprautugjafir, sáraskiptingar, aðstoð við klæðnað og böðun (sjúkraliðar), eftirlit með næringu ofl. Hins vegar heimilishjálp, sem veitt er frá þjón- 4 fiór Halldórsson læknir: firóun öldrunarfljónustu á Íslandi fiór Halldórsson M á le fn i a ld ra › ra

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.