SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 16
16
hvað sjúklingurinn hefur ánægju af og gæta þess
að hann þreytist ekki um of.
Andleg umönnun. Eðlileg framkoma og tillitssemi
eru lykilatriðin. Oft er erfitt að svara spurnngum
svo sem þegar sjúklingurinn spyr um framliðinn
ættingja sem væri hann á lífi, eða finnst að hann
eigi að sinna börnum sínum sem væru þau enn á
barnsaldri. Ekki eru einhlít ráð í slíkum tilvikum,
en mælt er með því að í svarinu felist fullvissa
um að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur. Örvun
af öðru tagi er notkun á öllu því sem nærtækt er
sem getur gefi ánægju og vellíðan, en það fer
eftir áhuga og getu sjúklingsins hvað það er.
Líkamleg umönnun. Á síðustu stigum
sjúkdómsins verður vægi líkamlegrar umönnunar
meira. Hún felst í því að átta sig á líkamlegum
óþægindum og kvillum og bregðast við þeim, sjá
um hreinlæti, næringu og svefn sem og að gæta
öryggis sjúklingsins.
Þjónusta
Það er æskilegast að sem fæstir komi að meðferð
og eftirliti hvers sjúklings, bæði þeirra vegna og
aðstandenda þeirra. Skipulag þjónustunnar setur
þessu nokkrar skorður einkum ef sjúklingurinn
þarf í tímans rás að nota margvísleg úrræði. Í
okkar þjóðfélagi má skipta þjónustunni í þrjá
hluta. Fyrsti hlutinn er hjá heimilislækni og
heimahjúkrun. Utan höfuðborgarsvæðisins getur
heimilislæknirinn reyndar verið til staðar allan
tímann ef hann sinnir einnig þjónustu inni á
dvalar- og hjúkrunarheimili staðarins. Á
höfuðborgarsvæðinu er völ á greiningu og
ráðgjöf á Minnismóttöku öldrunarlækninga-
deildarinnar á Landakoti. Þar er gert ráð fyrir að
sami læknir og hjúkrunarfræðingur annist eftirlit
ef það er á annað borð veitt þaðan auk þess sem
aðgangur er að félagsráðgjafa og sálfræðingi. Ef
til dagvistar kemur er læknisþjónustan þar veitt
af læknum Landakots. Þriðja tímabilið er hjá
allflestum á hjúkrunarheimilum og þar er alla
jafna stöðugleiki í mönnun á læknum,
hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem og
ófaglærðu starfsfólki. Flest stærri heimilin hafa
sett upp sérstakar deildir fyrir heilabilaða og er
það mikil framför frá því sem áður var.
Aðrir aðilar sem koma að þjónustu á einn eða
annan hátt eru félagsþjónusta sveitarfélaganna
sem bæði sér um heimaþjónustu og aðgang að
ýmsum hjúkrunarheimilum og ýmsir sérfræð-
ingar sem getur þurft að leita til um lengri eða
skemmri tíma eftir atvikum. Að lokum er rétt að
minna á Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga
(FAAS) í Reykjavík og FAASAN á Akureyri
Byggt að miklu leyti á texta sem finna má á
vefsíðunni: www//persona.is en hann er talsvert
ítarlegri.
M
ál
e
fn
i
al
d
ra
›
ra