SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 19
19
4. Lestur, tónlist, söngur, umræður og ýmislegt
fleira sem getur stuðlað að aukinni virkni
og ánægju.
5. Útgáfa og vinna við heimilisblaðið
„Hrafnaþing“ þar sem koma fram ýmsar
nytsamar upplýsingar, tekin eru viðtöl við
fólk og safnað er gömlum ljóðum,
frásögnum, uppskriftum og fleiru, allt eftir
áhuga ritstjórnar hverju sinni.
6. Ferðir í litlum og stórum hópum, s.s. á söfn,
kaffihús, sýningar og út í náttúruna.
Dagsferð að sumri er farin og nú í sumar var
farið í sumarhús í Húsafelli í heimsókn til
Hlíðbæings. Fjölskylduferð er einnig farin á
hverju sumri þar sem hver býður með sér
einum fjölskyldumeðlimi. Undanfarin ár hefur
sú ferð verið farin í Viðey, þar sem við höfum
varið deginum í Naustskálanum, borðað nesti,
sungið og dansað.
Hlíðbæingar hafa alla tíð átt því láni að fagna
að eiga góða að. Ýmsir hafa komið og heimsótt
okkur og skemmt okkur með söng eða hljóð-
færaleik án endurgjalds. Undanfarið hafa
félagar úr Vinabandinu sem eru eldri borgarar
úr félagsstarfinu í Gerðubergi komið einu sinni
í mánuði og spilað fyrir dansi.
Félagar úr Sinfoníuhljómsveit Íslands hafa
komið á aðventunni um margra ára skeið og
spilað jólalögin.
Einnig hafa margir aðstandendur verið okkur
hjálplegir með útvegun og undirbúning efnis
fyrir vinnustofuna. Öll vinna sem fram fer í
vinnustofunni er unnin fyrir heimilið og síðan
seld á basar sem er í byrjun aðventu. Þeir eru
skemmtilegir dagarnir þegar verið er að leggja
síðust hönd á undirbúning basarsins. Þá eru
skreyttar sultukrukkur, bakaðar smákökur, settir
upp púðar, straujaðir dúkar og allt gert til að
undirbúa þennan skemmtilega fjölskyldudag
sem best, því hér mæta allir með maka, börn,
tengdabörn, barnabörn og vini og hvetja til
kaupa á okkar ágæta varningi sem er
upplagður til jólagjafa.
Í gar›vinnu vi› Hlí›abæ
Hársnyrting í Hlí›abæ. Sólrún fiorgeirsdóttir og fiór-
hildur Gu›mundsdóttir hafa hendur í hári
heimil isfólks.
Sultuger›.
M
ál
e
fn
i
al
d
ra
›
ra