SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 26

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 26
26 Reykjavíkurdeild SÍBS fór sína árlegu sumar- ferð sunnudaginn 24. júní sl. Farið var um Mýrar, Heydal, Skógarströnd, Búðardal og Svínadal allt að Gilsfirði. Rútan var þétt setin þrátt fyrir fremur óhagstæða veðurspá. En lægðir eru stundum dyntóttar og standast ekki áætlun. Veðrið þennan dag reyndist eins og best verður á kosið, bjart og stillt. Bílstjóri var eins og áður í ferðum Reykjavíkurdeildar hin trausta, skemmtilega og margfróða Auður Kristmundsdóttir. Fararstjóri, Gunnar Grettis- son, sagði frá Sturlungum og þá sérstaklega Snorra. Farþegar tóku þátt í dagskrá, fluttu jöfnum höndum léttmeti og fróðleik um umhverfið eða úr fornum ritum enda farið um sögusvið margra Íslendingasagna og nálægt fæðingastöðum skálda. Fræðasjórinn Ólafur Jóhannesson tók að sér að segja frá konum í Laxdælu og ótal mörgu öðru tengdu þeim sveitum sem farið var um og er þáttur hans í þessum ferðum ómetanlegur. Þátttökugjaldi hefur undanfarin ár verið mjög í hóf stillt og svo var líka nú þótt aðgangur að söfnum, hressing í rútu og glæsilegt kaffihlaðborð á Laugum hafi verið innifalið. Það var glaður en þreyttur hópur sem steig út úr rútunni fyrir framan Suðurgötu 10 þetta kvöld. Hittumst heil að ári! H.F. Jónsmessufer› í Dali Fararstjóri, Gunnar Grettisson, kannar vopnabúna› í bæ Eiríks rau›a. Vi› Krosshóla og sér út á Hvammsfjör›. Fremst á mynd er Ólafur Jóhannesson og sitt hvoru megin vi› hann eru hjónin Sigrí›ur Sveinsdóttir og Gu›mundur Svavar Jónsson en lengst t i l hægri bílst jórinn rá›agó›i Au›ur Kristmundsdóttir. firátt fyrir ungan aldur stjórna›i Gísl i Bergur Sigur›sson söng í rútunni. Hann vir›ist kunna öll lög og texta og fal leg framkoma hans vakti athygli. Nestisstund í hla›varpa Eiríkssta›a. Lausn myndagátu Lausn síðustu myndagátu var: Íslendingar iðka sund mest af öllum þjóðum. Það er frábær íþrótt. 1. verðlaun hlaut Yngvi Snorrason, Aðalstræti 33, 400 Ísafirði 2. verðlaun hlaut Ástríður Karlsdóttir, Faxatúni 19, 210 Garðabæ og 3. verðlaun Einar Örn Gunnarsson Þingvallastræti 27, 600 Akureyri. Opið mánud.-föstud. 10–18 Laugardaga 11–16

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.