SÍBS blaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 15

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 15
SÍBS BLAÐIÐ 2015/1 15 klárlega flokkast undir mann- réttindi en við rekum eingöngu mál sem hafa fordæmisgildi.“ Hvernig má vera að fram- færsluviðmið stjórnvalda eru meira en 100% hærri en ráð- stöfunarfé örorkulífeyrisþega? „Þetta er alveg með ólíkindum. Manni finnst oft útreikningar á vegum hins opinbera ekki tengjast raunveruleikanum. Eins og á dögunum þegar settar voru fram tölur um hve mikið þyrfti nota af laununum til að kaupa í matinn fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Það voru bara einhverjir hundraðkallar á dag sem er algjör fjarstæða. Er ætlast til þess að fólk eigi að lifa á skyndinúðlum? Hvernig yrði heilbrigði þjóðarinnar komið þá? Það þarf líka að hafa í huga að fólk með skerta starfsgetu, og gjarnan einhvern heilsubrest, þarf á góðri næringu að halda. Ónóg næring getur hreinlega komið í veg fyrir bata. Þá má benda á atriði eins og þjálfun, ég þekki til starfsmanna sem þurfa að fara í sjúkraþjálfun tvisvar í viku til þess eins að halda heilsu til vinnu. Ef þeir hefðu ekki efni á því og kæmust ekki í þessa sjúkra- þjálfun þá gætu þeir mögulega ekki stundað neina vinnu. Og þá spyr maður líka, hver er for- gangsröðun fjármuna og hvað er þjóðhagslega hagkvæmt? Það hlýtur að vera hagkvæmara að veita þessa þjónustu ókeypis til þess að fólk geti eflt möguleika sína til þátttöku í samfélaginu. Og möguleiki til þátttöku í samfélaginu getur bara til dæmis snúist um það að vera virk amma. Ef manneskja fær ekki viðeigandi þjónustu getur það leitt til þess að hún geti ekki einu sinni verið virk í fjölskyldulífi. Ef fólk upplifir sig utangátta og að geta ekki tekið þátt í fjölskyldulífinu að neinu leyti, þá er sá möguleiki fyrir hendi að aðrar raskanir eða sjúkdómar bætist við s.s. kvíði eða þunglyndi og þá með auknum læknis- og lyfjakostnaði. Minni þjónusta verður dýrari fyrir ríkið að lokum. Sérfræðingar í eigin málum Hafið þið reiknað út raunverulega fjárþörf öryrkja? Hvað þarf að bæta miklu við til þess að skapa viðunandi ástand? „Já, við höfum komið með ákveðnar tillögur í þessu sambandi. Við erum núna að vinna í ráðherraskipaðri almannatrygginganefnd, sem kallast nefnd um lífeyrisréttindi og Pétur Blöndal er í forsvari fyrir. Hann er reyndar líka í forsvari fyrir nefnd um greiðsluþátttöku í heilbrigðis- þjónustu, en það er nefnd sem við höfum ekki fengið aðkomu að. Þar er verið að ræða annars vegar hvernig lífeyrisgreiðslukerfið eigi að vera og hins vegar starfsgetumatið, það er að fara úr örorkumati yfir í starfsgetumat. Við höfum unnið þétt að því skrifa skýrslu er varðar starfs- getumat og lífeyrisgreiðslur á grundvelli þess. Þetta hefur bæði verið unnið í bakhópum hér hjá ÖBÍ ásamt því að við höfum leitað ráðgjafar hjá ýmsum sérfræðingum við þessa skýrslu. Þá vonumst við til að stjórnvöld taki tillit til okkar til- lagna og hlusti á raddir okkar sem best þekkjum til. Samkvæmt okkar útreikningum, eins og fjöldi örorkulífeyrisþega er í dag, þá myndu 15 – 20 milljarðar dekka þennan kostnað á ári, eins og við sjáum fyrstu skrefin fyrir okkur. Ef við höfum forsendur til að reikna út dæmin, þá gerum við það. Allar tillögur sem við leggjum á borð ríkisstjórnarinnar eru annars vegar tillaga um framkvæmd og hins vegar kostnaðarútreikn- ingur ef við mögulega getum. Í sumum tilfellum höfum við ekki forsendur til útreiknings, en þá segjumst við alltaf vera reiðubúin til samstarfs og samræðu. Við leggjum fram tillögur sem má stundum semja um, en okkur þykir gríðar- lega mikilvægt að það sé tekið tillit til okkar og hlustað á okkar tillögur sem við höfum lagt mikla vinnu í og leitumst við að setja faglega fram. Stundum finnst okkur nefnilega eins og menn kjósi heldur að setja tappa í eyrun eða hlusta frekar á aðila vinnumarkaðarins, þrátt fyrir að tillögurnar varði okkur og okkar málefni, en ekki þeirra. Og hverjir eru meiri sérfræðingar í okkar málum aðrir en við sjálf?“ Mannréttindi víða brotin Ellen Calmon: Manni finnst oft útreikningar á vegum hins opinbera ekki tengjast raunveruleikanum.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.