SÍBS blaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 16

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 16
SÍBS BLAÐIÐ 2015/116 Grein Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingarsviðs VIRK Starfsgetumat í stað örorkumats Síðustu ár hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem eru utan vinnumarkaðar sökum skertrar starfsgetu. Árið 1999 var tekinn upp nýr örorkumatsstaðall hjá Tryggingastofnun Ríkisins sem byggði eingöngu á læknisfræðilegum forsendum og skiptist í mat á líkamlegri og and- legri færni. Þetta var þónokkur breyting frá því sem áður var en fyrir upptöku nýs örorkumats- staðals byggði örorkumatið á læknisfræðilegum forsendum að teknu tilliti til félagslegra og fjárhagslegra þátta. Fjárframlög ríkisins og lífeyrissjóða í örorkubyrði hafa tvöfaldast á undanförnum árum og nema um 50 milljörðum á ári og eru hlutfallslega hæst hér á landi í samanburði við önnur ríki OECD. Það er því ljóst að mikið er í húfi fyrir einstak- linga, atvinnurekendur og samfélagið í heild sinni að grípa til ráðstafanna og reyna að snúa þessari þróun við. Í skýrslu Forsætisráðuneytisins frá árinu 2007 er lagt til að í stað mats á vangetu verði tekið upp mat á getu einstaklingsins til að afla sér tekna í kjölfar sjúkdóms eða slyss. Sam- hliða þessu var lagt til að sem fyrsta skref í þessu mati þá þurfi að ígrunda vel möguleika starfsendurhæfingar sem geti þá oft átt sér stað samhliða læknisfræðilegri endurhæfingu. Samhliða starfsendurhæfingu og í lok hennar verði geta einstaklingsins til atvinnuþátttöku og tekjuöflunar metin (Forsætisráðuneytið, 2007). VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfs- eigna stofnun stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnu- rekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnu- markaði á árinu 2008. Um VIRK gilda lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða nr. 60/2012. Þróun starfsgetumats VIRK Á undanförnum árum hefur verið bent á kosti heildræns starfsgetumats þar sem færni einstaklinga er metin út frá líf-sál-félagslegri nálgun (bio-psycho-social approach). Þá hefur einnig verið bent á aðra kosti þess að innleiða starfsgetumat og tengja það markvisst við starfsendurhæfingu. Með þessari aðferðafræði aukast líkur einstaklingsins á að vera boðin viðeigandi starfsendurhæfing og að réttur hans til vinnu við hæfi sértryggður. Innleiðing starfsgetumats verður einnig til að raunhæfur möguleiki verður á að samræma á landsvísu mat innan almannatryggingakerfisins og hjá lífeyrissjóðum. VIRK hefur lagt mikla vinnu í að þróa mats- feril sem er samofinn starfsendurhæfingarferli einstaklingsins. Upphaf þessarar þróunar má rekja til skýrslu faghóps að útfærslum á slíku mati „Drög að starfshæfnismati“ sem var gefin út árið 2009 og átti VIRK fulltrúa í þeim faghópi (Forsætisráðuneytið, 2009). Síðan þá hefur VIRK haldið markvisst áfram að þróa þá hugmynda- fræði og áherslur sem þar eru settar fram. Rúmlega 80 sérfræðingar hérlendis og erlendis hafa verið kallaðir til í þessari vinnu í formi rann- sóknaverkefna og þróunar, m.a. á alþjóðlegum vettvangi. Þessi þróun hefur vakið mikla athygli erlendis frá, matsferillinn og þverfaglega teymis- vinnan sem hann byggist á er meðal þeirra þátta í starfsemi VIRK sem erlendir fagaðilar líta til sem fyrirmyndar. Mikilvægir þættir í starfsgetumatsferli Sjúkdómsgreiningar eru mikilvægar til að skilgreina orsök vandans og þar með átta sig á raunhæfum horfum í starfsendurhæfingarferl- inu. Greining á færniskerðingu og hvernig hún hefur áhrif á einstaklinginn eru hinsvegar þær upplýsingar sem unnið er með í starfsendur- hæfingunni. Þannig má segja að skipulega og markvisst sé unnið að því að bæta færni ein- Fjárframlög ríkisins og lífeyrissjóða í örorkubyrði hafa tvöfaldast á undan- förnum árum og nema um 50 millj- örðum á ári og eru hlutfallslega hæst hér á landi í saman- burði við önnur ríki OECD.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.