SÍBS blaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 8

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 8
SÍBS BLAÐIÐ 2015/18 Grein Sigrún Edda Jónsdóttir, sérfræðingur á Fjármálasviði Tryggingastofnunar Örorka og örorkumat Örorkumat byggist alfarið á læknisfræðilegum forsendum. Þegar einstaklingur sendir inn umsókn um örorkulífeyri og vottorð frá lækni viðkomandi hefur borist Tryggingastofnun er umsækjanda sendur spurningalisti. Með því að svara spurningunum leggur umsækjandi sjálfur mat á eigin getu eða færni og fær tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við lækni Tryggingastofnunar milliliðalaust. Spurningarnar snúast um getu einstaklingsins annars vegar hvað varðar líkamlega færni en þar er spurt um 14 mismunandi atriði og hins vegar um andlega færni sem umsækjandi getur lýst með almennum orðum. Að jafnaði er síðan fengið álit læknis, sem starfar utan Tryggingastofnunar, á einstökum þáttum færniskerðingar og er umsækjandi boðaður til viðtals í því skyni. Læknisvottorð, svör umsækjanda við spurningalista og álitsgerð læknisins eru svo grunnur að mati trygginga- læknis á örorku umsækjanda. Örorka er metin eftir stigagjöf fyrir hvert atriði sem snýr að færni eftir örorkumatsstaðli þar sem spurt er um samtals 18 þætti sem eru metnir samkvæmt staðlinum eftir því sem við á. Fyrri hluti staðalsins fjallar um líkamlega færni og þarf að fá 15 stig samanlagt til að teljast a.m.k. 75% öryrki en þar eru 14 þættir sem lagt er mat á. Gefin eru stig fyrir eitt atriði i hverjum þætti og þau svo lögð saman. Þættirnir eru: 1) Að sitja á stól, 2) að rísa á fætur, 3) að beygja og krjúpa, 4) að standa, 5) að ganga á jafnsléttu, 6) að ganga í stiga, þó eru ekki gefin stig bæði fyrir þættina 5) og 6) heldur valinn sá þáttur sem gefur fleiri stig. 7) Að nota hendurnar, 8) að teygja sig, 9) að lyfta og bera, 10) sjón, 11) tal, 12) heyrn, 13) endurtekinn meðvitundarmissir og 14) stjórn á hægðum og þvagi. Síðari hluti staðalsins lýtur að andlegri færni, en þar er lagt mat á 4 þætti, 15) að ljúka verkefnum, 16) daglegt líf, 17) álagsþol og 18) samskipti við aðra. Í síðari hlutanum leggjast öll stig saman og þarf 10 stig til að teljast a.m.k. 75% öryrki. Dæmi um stigagjöf t.d. hvað varðar þátt 1) að sitja á stól er eftirfarandi: Að sitja á stól a) Getur ekki setið ( án óþæginda) 15 stig b) Getur ekki setið (án óþæginda) 10 mínútur 15 stig c) Getur ekki setið (án óþæginda) nema 30 mínútur 7 stig d) Getur ekki setið meira en 1 klst. 3 stig e) Getur ekki setið meira en 2 klst. 0 stig f) Engin vandamál með að sitja 0 stig Sjá nánar á heimasíðu TR: http://www.tr.is . Nái umsækjandi ekki tilskildum stigafjölda í öðrum hluta staðalsins, getur hann samt verið metinn a.m.k. 75% öryrki, nái hann a.m.k. 6 stigum í hvorum hluta staðalsins. Að loknu mati er unnið áfram með umsókn á Réttindasviði Tryggingastofnunar eða í umboðum utan Reykjavíkur og berst niðurstaða mats til umsækjanda þaðan. Helsta orsök örorku Hjá Tryggingastofnun ríkisins voru 17.379 ein- staklingar með 75% örorkumat í gildi 1.des- ember 2014. Geðraskanir voru algengasta fyrsta orsök örorku eða hjá tæplega 38% einstaklinga. Til samanburðar var hlutfallið um 36% í des- ember 2004. Stoðkerfissjúkdómar fylgdu fast á eftir og voru önnur algengasta orsökin.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.