SÍBS blaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 18
SÍBS BLAÐIÐ 2015/118
staklingsins til að hámarka þátttöku hans
á vinnumarkaði. Það að vinna að því að
bæta færni einstaklings á einu sviði hefur
síðan áhrif á færni hans á öðru sviði til
dæmis í formi þátttöku (Bornman, 2004,
Loisell, 1994).
ICF (International Classification of Func-
tion ing) er alþjóðlegt flokkunarkerfi um
færni, fötlun og heilsu, gefið út af Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni (WHO) árið
2001. Þetta kerfi er nýtt sem hugmynda-
fræðilegur rammi í starfsgetumatsferlinu
(World Health Organization 2001). Einn
af kostum þessa kerfis er að það gefur
möguleika á stöðluðu alþjóðlegu tungu-
taki yfir heilsu og heilsutengt ástand þar
sem lögð er áhersla á að horfa á ein-
staklinginn út frá færni hans og þátttöku
í samfélaginu. Hugmyndafræðin að baki
ICF gerir ráð fyrir að horft sé á ástand
einstaklings út frá heilsu og getu en ekki
út frá skerðingu eða fötlun. Auk þess er
færni einstaklingsins skoðuð út frá því
samfélagi sem hann býr í, án tillits til hvað
olli skerðingunni. Samspili ólíkra þátta
er því markvisst lýst og áhrifum þeirra á
hvorn annan (sjá mynd 1).
Rétt er að undirstrika í þessu samhengi mikil-
vægi heildrænnar sýnar og ekki síst þverfag-
legrar vinnu og nálgunar í starfsendurhæfingu.
Rannsóknir hafa sýnt fram á betri árangur þegar
þverfagleg nálgun er til staðar ef viss tími er
liðinn frá því að einstaklingur datt út af vinnu-
markaði. Tímamörkin sem oftast eru nefnd hér
eru 3-6 mánuðir. Í flóknari tilfellum er þverfagleg
vinna forsenda þess að vel takist til (Loisell og
félagar, 1994, Gutenbrunner, C. , Ward, A.B.,
Chamberlain, M.A. , 2006)
Starfsgetumat í lok ferlis
Litið er á starfsgetumat sem eitt órofa ferli mats
annars vegar og virkniaukandi aðgerða og/eða
starfsendurhæfingar og meðferðar hins vegar.
Starfsgetumatið skiptist í þrjá þætti eða stig og
eru útleiðir út úr ferlinu á hverju stigi (mynd 2).
Gert er ráð fyrir því að sumir fari aldrei lengra
inn í matsferlið en í svokallað grunnmat. Þannig
verði þörfum þeirra mætt strax á því stigi. Aðrir
munu fara í gengum allt matsferlið.
Einstaklingi er vísað í starfsgetumat VIRK þegar
starfsendurhæfingaráætlun er lokið og ljóst
er að einstaklingur hefur ekki náð fullri starfs-
getu. Í starfsgetumati er tekin afstaða til þess
hvort starfsendurhæfing sé fullreynd með tilliti
til mögulegra starfa á vinnumarkaði. Teljist
starfsendurhæfing fullreynd eru styrkleikar og
hindranir einstaklings sérstaklega skoðaðir
og metnir og þeir tengdir við möguleg störf á
vinnumarkaði. Styrkleikar eru þannig nýttir til að
leiðbeina markvisst í störf sem talin eru raunhæf
en á sama tíma er tekið tillit til þeirra hindrana
sem eru til staðar (mynd 2).
Þróun starfsendurhæfingarferlis
VIRK og starfsgetumats
Mikil þróun matsferlisins á undanförnum mán-
uðum hefur ekki síst ráðist af þeirri reynslu sem
VIRK byggir á til dagsins í dag, auk áfram-
haldandi þekkingaröflunar og samstarfs erlendis
frá. Eftirtaldir þættir hafa haft mikil áhrif á þessa
þróun:
• Eumass, samtök evrópskra trygginga-
lækna, hafa tekið saman 20 þætti er skipta
máli í mati á starfsgetu eða rétti á bótum
innan evrópskra velferðarkerfa. Þættirnir
eru tengdir við ICF flokkunar- og kóðun-
arkerfið (Brage, Donceel og Fatez 2008,
Anner, Brage, Donceel, Falez, Freuden-
stein, Oancea og de Boer 2013)
• Í Svíþjóð hefur verið þróað starfsgetumat
m.a. með aðstoð ICF kerfisins. Markmiðið
er að tryggja að ólíkar stofnanir tali sam-
eiginlegt tungumál og að faglegar kröfur
um starfsgetumat séu staðlaðar (Larsson
2013).
• Bandaríkjamenn hafa áratuga reynslu í
miskamati, samkvæmt AMA (Rondinelli
2007). Þótt þetta sé ekki starfsgetumat
má nýta þá sýn sem það veitir á stöðluð
vinnubrögð og notkun matslista.
• Hollendingar hafa búið til staðlaða og
áreiðanleikaprófaða spurningalista og
leggja áherslu á staðlað viðtal (Spanjer,
Krol, Brouwer, Popping, Groothoff og van
der Klink 2010).
• Bretar hafa þróað mat á starfsgetu og
raunhæfi starfsendurhæfingar út frá
þekktum áhættuþáttum sem snúa að
endurkomu til vinnu (Health and Work
Service 2014).
Líkamsstarfsemi
Líkamsbygging
Heilsufarsástand
Umhverfisþættir Persónulegir þættir
Athafnir Þátttaka
Mynd 1.
Mynd 2. Matsferill starfsgetumats hjá VIRK
Hugmyndafræðin
að baki ICF gerir
ráð fyrir að horft sé
á ástand einstak-
lings út frá heilsu
og getu en ekki út
frá skerðingu eða
fötlun.