SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 8
%
1
í BS hlaðið
Ar lífsgleöinriar
Listamaöurinn Magnús Kjartansson veitir
lífsgleði inn í vinningaskrá Hapdrættis SÍBS
áriö 2001. Viðfangsefni listamannsins eru
íslenskir ævintýrafuglar. Á tveimur myndum er
lóan boðberi gleðinnar en á hinum tveimur eru
svanir sem heija áhorfandann til flugs.
Eftirmyndir listaverkanna eru unnar á þekktum
grískum handverkstæðum sem bæði sérhæfa
sig' í eftirmyndum gamalla helgimynda. Nú
Grískt handverksfólk vinnur viö myndir Magnúsar
Kjartanssonar. Fremst á myndinni sjást nokkrar þeirra
sem unnar eru á tré. Með þeim fylgir fótur úr
samlitum viði. Handmáluðu myndirnar eru nokkuð
stærri og í veglegum römmum.
hafa þau virkjað kunnáttu sína og aldagamla
hefð Grikkja til að skapa eftir þessum mjög svo
íslensku myndum Magnúsar. Meirihluti mynd-
anna er unninn á striga sem siðan er festur á
dökkan viö. Þær myndir má bæði hengja á
vegg eða stilla upp á viðarfæti sem fylgir með.
Hluti upplagsins er síðan unninn með sérstakri
viðhöfn, þannig að hver einasta mynd er
handmáluö með eggtempera aðferð á striga.
Þær myndir eru ætlaðar til að hengja á vegg.
Lóan færir okkur Islendingum vorið og má því
líkja henni við þá heilögu sendiboða sem voru
fyrirmyndir á gömlu helgimyndunum. í íslenskri
sál heftir slíkur fugl ígildi heilagleika og þykir
8—
r*~i
okkur hjá Happdrætti SIBS fara vel á því að
nýta hina ævafornu tækni helgimynda-
gerðarinnar til að sýna fuglum okkar, svo sem
svönum og lóum, þakklætisvott. Vonandi eiga
þessir einstæðu, sérunnu gripir eftir að gleðja
stuðningsmenn Happdrættis SÍBS og verða þeir
hvergi til sölu á almennum markaði.
Magnús Kjartansson er einn okkar ágætustu
myndlistarmanna. Hann er fæddur 4. ágúst
1949 og stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1969-1972 og fram-
haldsnám við Det Kongelige Danske
Kunstakademi 1972-1975.
Magnús hefur haldið Qölda einkasýninga bæði
hér heima og erlendis og tekið þátt í mörgum
samsýningum. Hann hefur hlotið margs konar
viðurkenningar íyrir list sína hérlendis og
erlendis. Þess má g'eta að árið 1974 gaf Magnús
SÍBS gullfallegt málverk sem siðan skreytti
vinningaskrá happdrættisins árið eftir.
Eiginkona hans, KOGGA (Kolbrún Björgólfs-
dóttir) hefur líka styrkt SÍBS með leirverki eftir
sig. H.F.
Kogga og Magnús í fjörunni við heimili sitt í
Laugarnesi.