SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 17

SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 17
Uaa aðið Valur Stefánsson: Valur Stefánsson Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna Félagið var stofnað þann 9. maí 1995. í dag eru rúmlega tvö hundruð fjölskyldur skráðar í félagið, sem er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna. Við hittumst á félagsfundum yfir vetrarmánuðina, þar fáum við fyrirlesara til að fræða okkur um ýmis málefni. Núna í vetur kom t.d. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður og fræddi okkur um tryggingamál fyrir foreldra hjartveikra barna. Eins og við flest vitum þá eru tryggingamál alger frumskógur fyrir flest okkar og því kærkomið aö fá kynningu á þessu málefni. við svar við fljótt, öðrum seinna og sumum aldrei. Við sem höfum fariö í gegnum þetta ferli reynum að hitta þá foreldra sem eru að fá þennan úrskurð og miðla þeim af reynslu okkar. Hér á landi greinast rúmlega 40 börn meö hjartagalia á hverju ári. Um 30 þessara barna þurfa að gangast undir opnar hjartaaðgerðir og sum þeirra fleiri en eina. Nú eru tíu ár frá því fyrsta hjartaaðgerðin á barni var framkvæmd hér heima á Islandi, en í dag eru framkvæmdar milli 10 og 15 aðgerðir á hverju ári. Þó þurfti að senda 11 börn til útlanda í aðgerð á árinu 1999. Yfirleitt ungir foreldrar Fjörutíu börn á ári meö hjartagalla Nýlega fóru fímm aðilar frá Neistanum á námskeið hjá RKÍ i sálrænni skyndihjálp. Var Á gjörgæslu Great Ormond Street Hospital (GOSH). Lítill hjartasjúklingur (tveggja mánaöa) nýkominn úr hjartaaðgerð. þetta námskeið haldið til að fólk gæti rætt opinskátt um sín mál og viöraö skoðanir sinar við aðra. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur foreldra sem fáum þennan úrskurð og hjálpar okkur mikið við að vinna úr okkar málum. Það að eignast barn meö hjartagalla setur raun- verulega allt úr skorðum, þó svo við tölum ekki um Qárhagsvanda núna. Allt daglegt ferli verður öðruvísi, við setjum barnið okkar í forgang og allt annað verður að víkja. Við einangrumst og verðum jafnvel að koma öðrum börnum okkar i fóstur til fjölskyldna okkar. Þetta er mikið áfall andlega og margar spurn- ingar sem hrannast upp, sumum þeirra fáum Foreldrar hjartveikra barna eru yfírleitt ungir og að hefja lifíð, réttindalitlir gagnvart atvinnurekendum og því Qárhagslegt öiyggi jafnvel ekki til staðar. Það aö eignast hjartveikt barn setur allan ijárhag Qölskyldunnar úr skorðum, móðirin er oftar en ekki í fæðingar- orlofí og er því lýkur er hún launalaus. Faðirinn er mikið frá vinnu vegna veikinda barnsins og verður Qölskyldan því fyrir miklum tekjumissi. Þaö getur tekið Qölskyldu lang- veikra barna mörg ár að rétta úr kútnum fjárhagslega eftir að barnið hefur náð heilsu. Okkur finnst sjálfsögö mannréttindi að hið opinbera greiði allan ferðakostnað fyrir foreldra langveikra barna sem þurfa að fara meö barn sitt til aögerðar, hvort heldur er hérlendis eða erlendis. Samkvæmt lögum Tiyggingastofnunar þá greiðir hiö opinbera fargjald og dagpeninga til annars foreldris þegar þarf að fara með barn til útlanda. Það voru því gleðitíðindi þegar lagabreyting varð og við gátum sótt um að greitt væri fargjald fyrir hitt foreldriö h'ka auk 1/2 dagpeninga- greiðslna. Það mátti sem sagt skilja það að barnið ætti einungis eitt foreldri. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þaö þarf nefnilega að sækja um það sérstaklega að fá þessa aukadag- peninga og fargjaldiö greitt frá T.R. og eftir hverju skyldi vera farið þegar foreldrar sækja um þessar greiðslur? Viö erum með tvö nýleg dæmi um foreldra sem hafa fengiö synjun frá T.R. á þessum greiðslum, en áttu svo sannarlega rétt á þeim. Styrktarsjóður Neistans Það var ekki sist út af svona löguðu sem styrktarsjóður Neistans var stofnaður 1996. Grunnurinn að styrktarsjóðnum var hin fræki-

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.