SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 18

SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 18
Myndir úr hjartagöngu 1999 í Elliðaárdalnum. lega Landssöfnun Neistans, Stöövar 2 og SPRON sem haldin var 14. mars 1997. En aö sjálfsögðu þá er þaö góömennsku og kærleik landsmanna aö þakka að viö skulum eiga þennan sjóð, því auövitaö eru þaö þeir sem greiöa götur okkar meö því aö kaupa af okkur jólakort, jólamerki og margir hverjir gerast styrktaraðilar meö því að greiða árgjald til félagsins. Á flmm árum hafa verið greiddar rúmlega sjö milljónir króna úr styrktarsjóðnum til Qölskyldna hjartveikra barna. Blóðsöfnun 14. mars Eftir landssöfnunina höfúm viö haldiö 14. mars hátíðlegan á hverju ári, með því aö safna blóði fyrir banka allra landsmanna Blóðbankann. Þar höfum við opiö hús og kynnum bæði Blóðbank- ann og Neistann. Svona lagaö tækist ekki nema með góðri hjálp. Blóðbankinn hefur lengt opn- unartíma sinn á þessum dögum og sjálfboðaliðar frá Kvennadeild RKÍ hafa lagt sitt af mörkum til að gera þetta mögulegt. Setjum öll rauðan hring utan um 14. mars þvi við ætlum svo sannarlega að halda þessari blóðsöfnun áfram. Fjáraflanir Til að afla ijár fyrir liknarfélag þurfa allir að leggjast á eitt. Mörg fyrirtæki hafa stutt vel við bakið á Neistanum og má þar m.a. nefna Olís, Grillveisla í Mjódd að göngu lokinni. Par var m.a. lúðraþytur fyrir göngufólkið. Nettó, Vífilfell, Breiðholts-bakarí o.fl. Einnig höfðu Lýsi hf. og nemendur í Mýrarhúsaskóla keppni um að allir nemendur tækju inn ráð- lagðan Lýsis skammt á hverjum degi í fimm daga. Voru krakkarnir mjög dugleg að taka inn lýsisskammtinn sinn á hverjum degi, Lýsi hf. gaf svo í styrktarsjóð Neistans 225,00 kr. fyrir hvern skammt sem krakkarnir tóku inn. Gaf þetta tæplega hálfa milljón í sfyrktarsjóð félagsins. í nóvember 1998 var haldin stórfengleg jólasýning í Laugardalshöllinni „Jólahöllin". Var það samdóma álit allra sem til þekkja að þarna voru miklir fagmenn að störfum og allt skipulag til sóma, en það var fyrirtækið Islensk kynning ehf. sem stóð fyrir þessari sýningu. Allur aðgangseyrir rann óskiptur í sfyrktarsjóð Neistans. Þessi glæsilega sýning skilaði rúm- lega tveimur milljónum i sfyrktarsjóðinn. Seinnipart septembermánaðar 1998 héldu sjö galvaskir Elafnfirðingar úr Björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafnarfirði á fjallið Ama Dablam í Nepal. Fjallið er 6.856 m hátt og er i austur- hluta Himalayafjallgarðsins. Á meöan á göngu þeirra félaga stóð var safnað áheitum fyrir Neistann. Þessi dæmi hér að ofan sýna það aö það eruð þiö, fólkið í landinu, sem hjálpið okkur að sfyðja við bakið á fjölskyldum hjartveikra barna og fyrir það erum við afar þakklát. Neistinn gefur Neistinn hefur gefið meira heldur en bara blóð í blóöbankann. Fyrir jólin 1998 gáfum við Barnaspítala Hringsins haus á ómsjá. Haus þessi er notaður til að skoða hjörtu í unga- börnum, fyrirburum og fóstrum. Mikill munur er á myndgæðum á þessum haus og þeim eldri og má með sanni segja að þetta sé bylting fyrir hjartasérfræðingana okkar til að vinna meö. Verðmæti þessarar gjafar var um tvær milljónir króna og erum við forsvarsmenn Neistans stolt af henni. LHS / SÍBS Stuttu eftir stofnun Neistans gengunr viö í Landssamtök hjartasjúklinga og erum við skráð

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.