SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 30
ilB-S_tJaöiö
Kausnarleg gjöf
Nú er veriö að loka formlega söfnun þeirri sem hófst meö átakinu Sigur lífsins síðla árs 1998. Margir
sem gáfu í söfnunina létu taka af kortareikningum ákveöiö framlag á mánuði í allt að tvö ár. Aðrir gáfu
stórar upphæðir eða smáar eftir efnum og ástæðum og greiddu þær í einu lagi.
Einhver rausnarlegasta gjöfin sem barst í þessa söfnun kom frá Félagi Vatnsvirkja-Eignarhaldsfélagsins
ehf. Thelma Grímsdóttir, einn fulltrúa gefenda sagði að ákveðið hefði verið á síðasta fundi þessa
fyrirtækis, þar sem félagið var lagt niður var samþykkt að láta það fé sem eftir stæði, þegar gengið hefði
verið frá öllum endum, ganga til byggingarinnar á Reykjalundi. Þetta var samþykkt einróma og að gjöfin
ætti að vera til minningar um og í anda þeirra frumkvöðla sem í upphafi stofnuðu félagið. Þeir voru allir
„vatnsvirkjar", þ.e.a.s. pípulagningamenn og áttu því tengsl við starfsemina á Reykjalundi á
margvíslegan hátt. í framhaldi af því var gjöfin afhent til byggingar endurhæfingarstöðinni á
Reykjalundi. Og, - eins og Thelma orðaði það: „Okkur fannst það mundi koma sér vel fyrir framtíðina."
Og þaö eru orð að sönnu. Upphæðin sem lögð var fram nam kr. 3.949 900 og kemur sér vel.
Hér með er komiö á framfæri þökkum frá stjórn SÍBS fyrir þetta framlag og allan þann hlýhug sem
þjóðin hefur sýnt byggingarframkvæmdum og starfinu á Reykjalundi.
41
Frá Keykjavíkurdeild SIBS
Deildin er í raun 60 ára gömul. Áður hét hún
Berklavörn í Reykjavík og var öflugasta deildin
í uppbyggingu SIBS og Reykjalundar.
Félagar eru nú á áttunda hundrað og fer ijölg-
andi. Þetta fólk er áhugasamt um að halda
merki SÉBS hátt á lofti og þá ekki síður Reykja-
lundar, sem var og verður vonandi á heims-
mælikvarða.
Félagslíf í deildinni er gott. Félagsvist er spiluð
einu sinni í mánuöi að vetrinum og farin
sumarferð og leikhúsferö.
Einn af stjórnarmönnum deildarinnar,
Þorsteinn Sigurðsson, fékk þá tillögu sam-
þykkta á síöasta þingi, að safna 200 milljónum
á næstu tveimur árum fyrir endurhæfingar-
húsið á Reykjalundi. Þetta er nokkurn veginn
það sem þarf til að ljúka byggingunni. Þetta
verður því brýnasta verkefnið framundan og er
hér með skorað á alla félaga að efla Happrætti
SIBS sem mest og afla auk þess ijár með öllum
ráðum.
Herbergi félagsins í Suðurgötu 10 verður fram-
vegis mannað á þriðjudögum og fimmtudögum
frá kl. 15.00 til kl. 17.00.
Myndina tók Sveinn Indriðason nú nýlega af
framkvæmdunum á Reykjalundi. Tíðarfarið
hefur verið okkur hagstætt og nú er byggingin
komin upp úr jörðinni, allar gólfplötur steyptar
og veggir rísa einn af öðrum með ótrúlegum
hraða. Áformað er að húsið verði tilbúið án
lausabúnaðar 25. október 2001, eftir 10 mánuði.
Sv.I.