SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 14
i.LBS hlaðið
Hróömar Helgason, læknir Barnaspítala Hringsins, Landspítala:
Hjartaaögeröir á börrmm á
aldrinum 0-18 ára á íslandi
Inngangur
Til skamms tíma voru allar
hjartaskuröaögeröir á íslenskum
börnum framkvæmdar erlendis. Á
árunum milli 1960 og 1970 voru
fjölmörg börn send til aðgerða til
Kaupmannahafnar en eftir þaö voru
flest börnin send til Englands.
Samstarfiö við Englendingana gekk
mjög vel og er enn nokkur fjöldi barna
sendur þangað til aögeröa. Á
síðastliðnum árum hefur einnig nokkur
hópur barna verið sendur til aðgerðar
á barnaspítalanum í Boston i Bandaríkjunum.
Á árinu 1990 var í fyrsta sinn framkvæmd
hjartaskurðaðgerð á barni á íslandi. Var sá
kostur valinn þar sem læknar Barnaspitala
Hringsins töldu aö öruggara væri að fram-
kvæma aðgerðina hér á landi en erlendis en
flutningurinn milli landa var talinn of áhættu-
samur fyrir barnið. Þessi tímamótaaðgerð gekk
mjög vel og náði sjúklingurinn fullri heilsu.
frá nauðsynlegum mannaráðningum og lagður
grunnur að þessari starfsemi á Landspítalanum.
í mars árið 1997 var svo aftur hafist handa. Er
i þessari grein kynntur árangurinn en þessi
starfsemi nær nú yfír 11 ár, 1990 - 2000.
Aðgerðirnar
Hjartaskurðaðgerðunum má skipta i tvo megin-
flokka, annars vegar aðgerðir þar sem hjarta-
og lungnavél er notuð (opin aðgerð) og svo
aðgerðir þar sem hjarta- og lungnavélin er ekki
notuð (lokuð aögerö).
Á árunum 1990 - 2000 gengust samtals 75 börn
undir 79 hjartaskurðaðgerðir hér á íslandi, 71
barn gekkst undir eina aðgerð og Qögur börn
undir tvær aðgerðir. Línurit 1 sýnir hvernig
þessi fjöldi sjúklinga skiptist niður á hvert ár.
Lokaðar aðgerðir voru 46 og opnar aðgerðir
voru 33.
Hróðmar
Helgason
í framhaldi af þessu fjölgaði aðgerðum
hérlendis á næstu árum og á árinu 1994 uröu
16
14
12
10
8
6
4
2
0
Fjöldi aðgerða
-
□ .
aðgerðirnar orðnar sjö. Þá var orðið nokkuð
ljóst aö ekki væri unnt að halda áfram á
þessari braut nema sérstaklega yrði til þess
tekiö í rekstri Lanspítalans. Því fór svo að þessi
starfsemi var aftur lögð niður að mestu meðan
leitað var úrræða. Á árinu 1995 voru fram-
kvæmdar fimm aðgerðir hérlendis og á árinu
1996 aðeins tvær. í árslok 1996 náðist hins
vegar samkomulag milli Ríkisspítala og
heilbrigðisráðuneytis um flutning ijármagns og
var gert ráð fyrir að um helmingur allra
hjartaskurðaðgerða á börnum yrði fram-
kvæmdur hérlendis. Keypt voru tæki, gengið
Tegundir hjartagalla
Hjartagallar eru margvíslegir en þær tegundir
hjartagalla sem gert hefur verið við hérlendis
eru tilgreindir í töflu I. Flest barnanna voru
með op á milli gátta, alls 30 börn, 8 drengir og
21 stúlka en op á milli gátta er mun algengara
hjá stúlkum en drengjum. Þau gengust öll
undir opnar aðgeröir og hefur þeim öllum
farnast vel. Ekkert dauðsfall var i þessum hópi
sjúklinga. Skurðaðgerðirnar voru framkvæmdar
þannig að opunum var lokað með bótum hjá
öllum sjúklingunum. Bótin var fengin úr
gollurshúsi sjúklingsins sjálfs. Þrjú börn voru
með ákveðið afbrigði þessa galla. Gekkst eitt
þeirra undir annars konar aðgerð til viðbótar
við ígræðslu bótar þar sem tenging megin-
bláæðar við hjartagátt var flutt til. Dvöl á
gjörgæslu var einn til tveir sólarhringar og
legutími á sjúkrahúsinu að aðgerðardegi
meðtöldum var frá 5 dögum upp í 14 daga
(miðtala 7 dagar).
Nýburar
í hópi nýbura er oft um að ræða fárveik börn
sem illa þola erfíðan flutning milli landa.
Enginn nýburanna gekkst undir opna aðgerð.
Þessi hópur samanstóð af 20 börnum, 12
drengjum og 8 stúlkum.
Þrengsli í ósæð var algengasta ábendingin fyrir
aðgerð í þessum hópi sjúklinga og greindist hjá