SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 28

SÍBS blaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 28
31 BS hlaðið „Þaö batnaöi öllum sem hann Guömundur Karl snerti á“ Undirritaður hefur alloft komið á Vífilsstaða- spítala til að hitta œttingja eða venslafólk. Andrúmslofiið þar er sériega hlýlegt og fer ekki fram hjá neinum að starfsfólkið þar hugsar afar vel um sjúklingana og maður finnur ekki fyrir stofnanaanda heldur hlýlegum heimilisanda. Allur annar blcer er yfir stofnuninni nú en í árdaga berklaveikinnar þegar spitalinn fylltist af ungu og fallegu fólki, sem kannski átti ekki afturkvœmt til sinna œskustöðva. Margir lifðu þetta af góðu heilli. Nokkrir hafa dvaliö á Vífilsstöðum lengi, þar á meðal Jónas Lárusson, sem kom þangað 1930 og er nú 93 ára gamall. Jónas erfurðu ern og féllst á að spjalla við mig um stund. Jónas Lérusson hefur dvalið hátt í 70 ár á Vífilsstöðum. - Hvar ertu fœddur? - Ég er fædclur á Saurbæ á Vatnsnesi áriö 1907, orðinn býsna fullorðinn, en samt ekki búinn aö ná 100 ára aldrinum! - Hvað starfaðirðu þegar þú veiktist? - Ég held ég hafi þá veriö sjómaöur, en ég man þetta ekki svo vel lengur. Þeir blésu mig og það gekk bara vel. Svo vildi Guðmundur Karl höggva mig. Þetta er voðalegt orð HÖGGVA og allir hræddir við þetta, en það batnaði öllum sem hann Guðmundur Karl snerti á. Þetta var svolítiö stór aðgerð af því að það þurfti að taka sundur bein. - Þú ert búinn að vera hér lengi? - Jú, jú, ég er búinn að vera mjög lengi hérna. Um tíma vann ég hjá símanum, talsambandi við útlönd, líklega ein átta ár, en kom svo aftur hingað, en þá fannst mér þetta ekki vera lengur sjúkrahús heldur elliheimili. - Þú varst lengi sjoppustjóri hér? - Þetta var nú engin sjoppa heldur lítil búð með smá hlutum sem allir þurfa að nota. Já, ég var lengi við það. Svo var ég að passa hitann. Það kom ekki heitt vatn í húsið fyrr en þeir lögðu heitt vatn í Hafnarfjörð. Fram aö því var kynt með olíu. Já, ég gerði eitt og annað hér enda var ég alltaf frískur, lá ekki í rúminu nema dag og dag. - Er lögheimili þitt hér? - Það er liklegt. Alltaf þegar ég fæ bréf frá dóttur minni í Noregi er það skrifað hingað. - Hvað áttu mörg börn? - Þrjár dætur, en ein er látin. Ein býr í Reykjavík og önnur í Noregi. - Varstu ekki hrceddur við dauöann þegar þú fékkst berklana? - Ég var ekkert að hugsa um það. Það stóö aldrei til að ég færi að deyja. Mér þótti verst þegar ég missti konu mína úr heilablæðingu. Hún hét Ólöf Einarsdóttir. Við vorum búin að búa saman i 65 ár og vorum lengi saman hér á Vífilsstöðum. - Þú varst í herbergi með Hauki pressara á sinum tíma, var ekki fjör í kringum hann? - Nei, nei. Það var eitthvað verið aö fíflast með hann í bænum, en ekki hérna. Jú, það var nú soldið gaman að honum. Hann var blásinn hér og honum batnaði strax. - Heldurðu að þetta hafi veriö mest þjóðsögur um Pressarann? - Hann var nú ekkert gáfaður, það vantaði eitt- hvað, en hann var kátur og léttur og alltaf friskur. - Finnst þér vcent um þennan stað? - Mér hefur liðið vel hérna. Það er gott starfsfólk hérna og góð vist, en þetta eru ekki miklir sjúklingar, bara gamalt fólk og umhirðan alveg sérstök. Helgi yfirlæknir var mjög sérstakur maður og þaö þótti öllum vænt um hann. Svo var Ólafur Geirsson hér, ágætur maður og margir aðrir góöir menn. Mér hefur aldrei liðið illa hérna.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.